Skólavarðan - 01.09.2012, Síða 21
21
Skólavarðan 1. tbl. 2012
Láttu okkur vita! sigridur@ki.is
Varstu að skipta um netfang?
Eplið er á vefnum
Eplið, rafrænt fréttabréf KÍ, er á
vefnum. Lestu Eplið á www.ki.is
sKóLAstARf
íhlutun og forvarnir miklu máli. Vandamál sem barn eða ungmenni
glímir við í grunnskóla verða alvarlegri ef ekki er brugðist við strax í
upphafi .
Mikilvægt er að tryggja jöfnuð allra barna, sérstaklega innan
skólakerfi sins. Skólar geta hæglega hvatt til umburðarlyndis, unnið bug
á togstreitu milli hópa og hjálpað börnum að aðlagast umhverfi sínu.
Nýtt hlutverk skólafélagsráðgjafa á 21. öld er að vera sérfræðingar í
fjölbreytileika og ólíkum lífsstíl. Lykilatriði í því er að hjálpa öðrum að
þróa með sér skilning og færni til að eiga í uppbyggilegum og góðum
samskiptum.
Viðhorf skóla og kennara er stundum að líta á vandamál nemenda
sem einstaklingsbundin fremur en að viðurkenna að orsakir vandamála
kunna að liggja innan skólans eða í samfélaginu. Í slíkum tilfellum er
skólafélagsráðgjafi nn talsmaður og málsvari nemandans og beitir sér,
rökræðir og semur fyrir hönd hans.
Huga þarf sérstaklega að nemendum sem eiga á hættu að ljúka
aldrei námi. Brottfall úr námi getur haft gríðarleg áhrif á framtíð
barna, jafnvel þannig að þau eiga síðar meir erfi tt með að taka fullan
þátt í samfélaginu. Hætt er við að börn sem þroskast ekki í námi og/
eða félagslega verði háð kerfi nu eða föst í því. Skólinn er því kjörinn
vettvangur fyrir félagsráðgjafa til að vinna að markmiðum sínum um
að styðja við persónulegan þroska og bæta lífsgæði allra.
Af hverju skólafélagsráðgjöf?
Augljóst er að það er heppilegra fyrir einstaklinginn og margfalt
kostnaðarminna fyrir þjóðfélagið að koma í veg fyrir að ungum
nemanda mistakist í námi eða félagslega. Betra er að greiða úr
smávægilegum vandamálum strax og þau koma upp en að draga það
árum saman að takast á við vandann, jafnvel þar til hann hefur magnast
og valdið margföldum skaða fyrir einstaklinginn. Menntun er lykillinn
að forvörnum og lausn á félagslegum vanda.
Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti
fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög,
foreldra og börn
Kolbrún Baldursdóttir
K
o
lb
r
ú
n
B
a
ld
u
r
s
d
ó
t
tir
EKKI MEIR
EK
K
I M
EIR
Bók um eineltismál
B
ó
k
u
m
e
in
e
ltis
m
á
l
Bókin EKKI MEIR er leiðarvísir ásamt því að vera verkfæri til að
nota í fyrirbyggjandi vinnu gegn einelti eða grípa til í úrvinnslu
mála. Hún hefur að geyma ráðgjöf fyrir skóla, íþrótta- og
æskulýðsfélög, foreldra og börn.
Í bókinni er umfjöllun um hinar mörgu tegundir forvarna og
tengsl þeirra við uppbyggingu jákvæðs starfsanda í skóla- og
frístundaumhv rfi u. Jákvæð r staðarbragur og almenn
vellíðan kennara, leiðbeinenda íþrótta- og æskulýðsfélaganna
og annars starfsfólks skilar sér til barnanna og foreldra þeirra
eftir ýmsum leiðum.
Bókin er ekki eingöngu hugsuð fyrir fullorðna. Í henni eru
einnig leiðbeiningar til barn um hvað einkennir jákvæða
samskiptahætti ásamt skilaboðum til þeirra barna sem eru
annars vegar þolendur eineltis og hins vegar gerendur eineltis.
Hægt er að miðla ef i bókarinnar til barna með ýmsum hætti.
Ein leiðin er að lesa úr bókinni fyrir barnið sitt eða bekkinn/
hópinn.
Kolbrún Baldursdóttir hefur sem sálfræðingur
komið að málefnum barna og unglinga með fjöl-
breyttum hætti svo sem með fræðslu, ráðgjöf
og meðferð. Hún hefur jafnframt reynslu af
kennslu á öllum skólastigum. Lengst af hefur
Kolbrún verið sálfræðingur barnaverndarmála
og skólasálfræðingur. Hún hefur rekið eigin
sálfræðistofu frá 1992.
Leiðarvísir í aðgerðum gegn einelti
fyrir starfsfólk skóla, íþrótta- og æskulýðsfélög,
foreldra og börn
EKKI MEIR
Bók um eineltismál
strikamerki
Skólar geta hæglega hvatt til
umburðarlyndis, unnið bug á
togstreitu milli hópa og hjálpað
börnum að aðlagast umhverfi sínu.
Nýtt hlutverk skólafélagsráðgjafa
á 21. öld er að vera sérfræðingar í
fjölbreytileika og ólíkum lífsstíl.