Skólavarðan - 01.09.2012, Qupperneq 24

Skólavarðan - 01.09.2012, Qupperneq 24
24 Skólavarðan 1. tbl. 2012ALþjóÐAsAmstARf Ráðstefna Alþjóðasambands kennara (Education International, EI) var haldin í New York í mars sl. undir heitinu „2012 International summit on the teaching profession”. Ráðstefnan var sérstök að því leyti að þarna komu saman ráðherrar menntamála, fulltrúar samtaka fagmanna (einkum kennara) og fulltrúar kennaramenntunar til að ræða efnislega skólastarf, starf kennara og þróun menntamála. Þetta var önnur ráðstefnan um þetta efni og ráðgert er að halda þá þriðju að ári í Hollandi. Jafnvel kemur til greina að Norðurlöndin haldi ámóta ráðstefnu fyrir sig sérstaklega. Mér fannst athyglisvert að hlusta á talsmenn ólíkra hagsmuna í menntamálum skiptast á skoðunum um mjög mikilvæg málefni og að finna hve stjórnvöld ólíkra landa fengu góða mynd af faglegum meginþráðum og átakamálum, hvert hjá öðru. Bakgrunnur ráðstefnanna eru niðurstöður PISA kannana undanfarin ár og vangaveltur um hvernig einstök ríki geti náð betri árangri. Það sem var efnislega merkilegast að mínu mati er að umræðan er greinilega komin upp úr hjólfari klisjukennds ásetnings um að bæta árangurinn í PISA. Þetta þýðir þó ekki að verið sé að gera lítið úr því sem PISA prófin mæla heldur er nú viðurkennt að þróun menntunar, skólakerfa og skólastarfs krefst góðs skilnings á öllum þeim þáttum sem öflug og kvik menntakerfi verða að rækta. Hér dreg ég saman atriði sem mér fannst skipta mestu máli, eins og ég skildi það sem fram kom, en bendi jafnframt á tvær bakgrunnsskýrslur fyrir ráðstefnuna (eftir MacBeath á vegum EI og Schleicher á vegum OECD), höfuðdrætti í inngangserindi Andreas Schleicher og athugasemdir hans á ráðstefnunni, efni einstakra funda ráðstefnunnar, samantekt Fernando Reimers, prófessors við Harvard háskóla, í lok ráðstefnunnar og samantekt fundarstjórans Tony Mackay á ráðstefnu sem haldin var í kjölfarið. Umræðan í upphafi ráðstefnunnar og í lokin er til á upptöku (sjá tilvísanir um allt þetta í ramma hér á eftir). Þau efnisatriði sem ég staldra við eru þessi: Fagmennska (e. professionalism) Á undanförnum áratugum hefur víða verið lögð sífellt ríkari áhersla á mælingar, viðmið og síðan á ábyrgð á skólastarfi sem er tilgreind með tilvísun í ýmsa mælikvarða. Nú er spurt, hvort ekki sé tilefni til að horfa meira til fagmennsku kennarans sem birtist ekki ætíð í þeim mælingum sem eru sýnilegastar, en felst í reynslu hans, faglegri sýn, í því umhverfi sem hann hrærist og skilningi hans á verkefni sínu. Texti: Jón Torfi Jónasson forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands Myndir: JS og GG Ráðstefna Alþjóðasambands kennara 2012. Raunverulegt samtal stjórnmálamanna, stéttarfélaga og fræðimanna Bakgrunnur ráðstefnanna eru niðurstöður PISA kannana undan- farin ár og vangaveltur um hvernig einstök ríki geti náð betri árangri. Jón Torfi Jónasson

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.