Skólavarðan - 01.09.2012, Qupperneq 32
32
Skólavarðan 1. tbl. 2012
Í þessari grein sem birt er í tveimur hlutum í september- og nóvembertölublöðum
Skólavörðunnar er leitast við að gefa upplýsingar um álag í starfsumhverfi félagsmanna
KÍ í framhaldsskólum og breytingar á þessum álagsbreytum frá 2008 til 2012. Greinilegt
er að bæði starfsánægja og líðan félagsmanna hefur versnað á milli samanburðartímabila.
Stóraukið starfsálag í
framhaldsskólum landsins!
Guðrún Ragnarsdóttir framhaldsskólakennari og lýðheilsu-
fræðingur rannsakaði líðan og starfsumhverfi félagsmanna
Kennarasambands Íslands (KÍ) í framhaldsskólum árin 2008,
2010 og 2012. Hér er um einstæða samanburðarrannsókn að ræða
meðal íslenskra kennara og niðurstöðurnar vitna því miður með
ótvíræðum hætti um versnandi vinnuaðstæður og líðan milli ára.
Til hvers?
Öllum rannsóknunum er ætlað að varpa ljósi á það sem betur má
fara í starfsumhverfi félagsmanna KÍ í framhaldsskólum með það að
markmiði að stuðla að umbótum á starfsumhverfi þeirra, bæta líðan
félagsmanna og auka starfsánægju þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar
2008 var að kanna líðan og starfsumhverfi framhaldsskólakennara
almennt. Árið 2010 var tilgangurinn að kanna breytingar frá fyrri
rannsókn, meðal annars vegna breytts efnahagsástands og nýrra
framhaldsskólalaga. Árið 2012 var tilgangurinn að afla upplýsinga
um breytingar frá fyrri rannsóknum auk þess að kanna viðhorf
félagsmanna til starfsumhverfis, núverandi vinnutilhögunar og
fyrirhugaðra breytinga á vinnutímaskilgreiningum og þörf félags-
manna fyrir símenntun og starfsþróun.
Alls tóku 901 (87%) framhaldsskólakennari þátt árið 2008, 892
(63%) árið 2010 og 1156 (63%) árið 2012. Allar samanburðartölur
miðast við framhaldsskólakennara þar sem aðrir félagsmenn KÍ í
framhaldsskólum tóku ekki þátt í fyrri rannsóknum. Aðferðafræði
rannsóknarinnar er hægt að finna á vef KÍ, slóðin er ff.ki.
is/?PageID=3267
Langur vinnudagur og ógreidd yfirvinna
Félagsmenn KÍ vinna almennt langan vinnudag og fá ekki greidda
yfirvinnu í samræmi við lengd hans. Vinnudagurinn er lengstur hjá
stjórnendum og stystur hjá náms- og starfsráðgjöfum. Vinnudagur
framhaldsskólakennara í 100% starfi hefur lengst verulega frá
efnahagshruni og munurinn er verulegur á milli kennarahópa,
bóknámskennarar vinna lengri vinnudag en aðrir kennarahópar. Sú
þróun sem átt hefur sér stað frá 2008, að framhaldsskólakennarar
vinni æ lengri vinnudag og fái sífellt færri yfirvinnutíma greidda
umfram vinnustundir, rennir stoðum undir það að niðurskurði í fram-
haldsskólum landsins er alls ekki lokið. Mikið hefur verið um það að
fjölga nemendum í námshópum, einkum hjá bóknámskennurum, þar
sem tækjafjöldi í verklegum greinum takmarkar þann fjölda nemenda
sem geta stundað nám í viðkomandi grein. Rannsóknargögn sýna
glögglega að niðurskurðurinn er fyrst núna farinn að hafa veruleg áhrif
á félagsmenn því álagsbreytur hafa tekið stökkbreytingum frá árunum
2010-2012. Vel rúmlega sex af hverjum tíu náms- og starfsráðgjöfum
og stjórnendum í framhaldsskólum landsins finnst vinnuálag vera
ójafnt og verkefni hlaðast upp samanborið við rúmlega helming fram-
haldsskólakennara. Munur á vinnuálagi er jafnframt mikill á milli
kennarahópa. Rúmlega sex af hverjum tíu bóknámskennurum finna
fyrir ójöfnu vinnuálagi og því að verkefni hlaðist upp samanborið við
einn af hverjum þremur verknámskennurum.
RAnnsóKnIR
Fyrri hluti
Guðrún Ragnarsdóttir.
Texti: Guðrún Ragnarsdóttir
Myndir: JS