Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 9

Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 9
INDRIÐI G. ÞORSTEINSSON: Grænar hæðir Hemingway Með Ernest Hemingway er genginn mestur ævintýramaður banda- rískra rithöfunda á þessari öld; einn þeirra, sem stundum eru not- aðir sem uppistöður í unglingabækur. Hann mundi þrátt fyrir sín ævintýr samt ekki vera þjáll í slíkri brúkun; til þess átti hann í of mörgum stríðum og öðru harki. Einn þáttur lífs hans mundi þó fljúga í gegnum hverja harnaverndunarnefndina á fætur annarri, en það eru þeir tímar, þegar hann hvarf til hinna „grænu hæða Afríku“, hvar svo sem hann fann þær og fengu dýpstan tón í smá- sagnasamstæðunni um Nick. Þessar grænu hæðir voru honum sams konar ævintýri og Mississippifljót Huckleberry Finn eftir Mark Twain. Og þegar yfir lauk, stefndi hann enn einu sinni til þessara grænu hæða, nema nú voru þær ekki í Afríku heldur í Idaho. Hemingway hefur haft mikil áhrif sem rithöfundur. Áhrif hans hafa verici rakin lil ólíkustu manna, og nú, þegar hann deyr má óhætt segja, að birtist eitthvað meitlað og málalengingarlaust, verði gagnrýnendum fyrst fyrir að rekja það til Hemingway. Hann er að því leyti orðinn að samnefnara fyrir slíkt frávik frá almennum sefastíl sagnagerðar, hvort sem það er í nokkrum skyldleikum við hann eða ekki. Þetta mundi maður kalla þá ýtrustu frægð og þann algjörasta sigur, sem einn rithöfundur getur unnið, og breytir engu þótt þar ráði einhverju um grunnfærni þeirra, sem mynda skoðanir lesenda.

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.