Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 20

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 20
18 FÉLAGSISIIÉF hendi Magnúsar nema nokkrum tugum, og ber þar einna hæst tímarit lians og alþýðulestrarbækur, þótt víða kæmi hann við. Þessi ósérhlífni og ráð- ríki áhugamaður jók mjög alþýðumenntun samtímans, og hann var mann- úðarmaður, mildur dómari og í ritum sínum boðandi heilbrigðrar gleði og hófsamrar lífsnautnar. En hann rígskorðaði viðhorf sín of mjög við samtímann einan, og þessum mikla bókagerðarmanni var raunar fremur ósýnt um að rita, og ljóðskáld var hann afleitt, þótt hann þekkti ekki tak- markanir sínar á því sviði fremur en öðrum. Magnús var mikill andstæðingur rímna, af þvi að þær voru ekki alþjóð- legar, og einu nýju rímur, sem prentaðar voru í nærfellt hálfa öld, voru Gissurarrímur eftir lögfræðinginn og lögmanninn Svein Sölvason (1800). En af þremur helzlu skáldum um aldamótin 1800 voru tveir lögfræðingar, aðeins einn prestur, þó að vísu þeirra merkastur, séra Jón Þorláksson á Bægisá. En lögfræðingarnir voru Sigurður Pélursson og Benedikt Gröndal eldri (eða elzti). Sigurður Pétursson hlaut bæði stúdents- og háskólamennt- un sína í Danmörku -— las sagnfræði og málfræði og lauk svo prófi í lög- fræði og varð hér sýslumaður rúman áratug, en lítt fallinn til veraldar- vafsturs. Hann var gamansamt tækifærisskáld, og Stellurímur lians eru víða skemmtilegar, og þar er tekið á hinu íhaldssama og heimagróna rímna- formi af nokkrum heimsmannsbrag. En merkastur er Sigurður vegna þess, að hann samdi fyrir skólapilta í Reykjavík á síðasta áratug 18. aldar fyrstu íslenzku leikrit, sem enn mega kallast sýningarhæf, þar sem eru Ilrólfur (Bjarglaunin) og þó einkum Narfi (Slaður og trúgirni). Benedikt Jónsson Gröndal var fjölmenntaður háskólamaður eins og Sig' urður, en átti lengstum við miklu þrengri hag að búa. Hann varð fyrst vara- lögmaður, en um aldamót lögmaður og svo dómari við landsyfirréttinn við stofnun hans. Af kveðskap Gröndals er merkust þýðingin á Musteri mann- orðsins (The Temple of Fame) eftir Alexander Pope, og með henni hratt Gröndal af stað þeirri^tízku, sem ríkjandi var hér fram yfir miðja 19. öld, að þýða mikla langlínu-ljóðabálka undir fornyrðislagi (Paradísarmissir Miltons og Messías Klopstocks í þýðingu Jón Þorlákssonar og Hómers- kvæði í þýðingu Sveinbjarnar Egilssonar og Benedikts Gröndals Sveinbjarn- arsonar). Þetta varð að vísu íslenzkulegt og margt þar stórum fallegt °S skáldlegt, en fornyrðislagið of andstuttur háttur fyrir lotulangar línur frum- kvæðanna. — Fyrir þýðingu sinni á Musteri mannorðsins (í Ritum Lær- dómslistafélagsins 1790) skrifar Gröndal formála, sem er fyrsti vísir að is*
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.