Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 23

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 23
FÉLAGSBRÉF 21 til að semja íslenzka skáldsögu á síðari öldum Jón sýslumaður Espólín, en fyrstum tókst það lögfræðinemanum Jóni Thoroddsen með Pilti og stúlku, og sjálfur kostaði hann útgáfu sögunnar, félaus og próflaus. En það var próflærður sýslumaður, sem samdi Mann og konu og dó frá henni ófull- gerðri. Og þessi brautryðjandaverk Jóns Thoroddsens unnu sér fljótt hylli alþjóðar og hafa ein orðið klassísk af löngum skáldsögum okkar frá 19. öld, ásamt Heljarslóðarorustu, — slíkum lífssafa voru þau gædd. Þegar raunsæisstefnan barst svo Islendingum á síðasta fjórðungi 19. ald- ar, voru tvö helztu ljóðskáldin, sem undir merki hennar gengust, lögfræði- stúdentar, Hannes Hafstein og síðar Þorsteinn Erlingsson. Ritið Verðandi (1882) kynnti hér einna fyrst þessa nýju veruleikastefnu, og eins konar framhald þess var tímaritið Heimdallur (1884) og útgefandi þess lögfræð- ingurinn Björn (Stefánsson) Bjarnarson, síðar sýslumaður. En af Verðandi- mönnum vakti hinn yngsti þeirra, Hannes Hafstein, mesta athygli flestra í fyrstu með heilbrigðri karlmennsku sinni, fjöri kvæðanna og flughraða. Eftir ríka lífsreynslu sló hann síðar á aðra strengi, mildari og dýpri. En um langt skeið varð skáldskapurinn mjög að víkja fyrir erilsömu starfi sýslumannsins og ráðherrans, og hefur þó hvor um sig búið að binum, skáldið og stjórnmála- og embættismaðurinn. Þorsteinn Erlingsson orti lítið, meðan hann stundaði lögfræðinámið, og hvarf frá því að nokkru vegna uppsteits, er eitt tækifæriskvæða hans olli, svo að hjá honum áttu lögfræði og ljóðlist litlar leiðir saman. En af ljóð- skáldum okkar er Þorsteinn bezti fulltrúi raunsæisstefnunnar með hvössum ádeilukvæðum sínum, en annars vegar er svo fegurðarnæmi og þýðleiki þessa listaskálds. Yfir „þyrnana“ breiða rósirnar fegurð sína og angan. Samtímis Þorsteini kom fram á ljóðasviðið Einar Benediktsson, um svip- að’ leyti og hann lauk lögfræðiprófi. Líklega hefur hann fyrstur Islend- Jnga ætlað sér að verða sálfræðilegur glæpamálasérfræðingur (krímínólóg), þótt lítið yrði úr því námi. En ýmsum lögfræðistörfum sinnti hann, gerðist Riálafærslumaður í Reykjavík og fyrsti opinberi fasteignasali á Islandi, skip- aður málaflutningsmaður við landsyfirdóminn og síðan sýslumaður. Meiri var hann þó fésýslu- og framkvæmdamaður, sem kunnugt er, og kom at- hafnasemi hans m.a. fram í því, að hann stofnaði prentsmiðju og fyrsta dagblað á íslandi, þótt smátt væri það hjá öðrum stórvirkjum. En mestur var hann vitanlega sem skáld. Hann aðhylltist í upphafi um skamma hríð raunsæisstefnuna. En í bókmenntum okkar varð hann fyrsti og fremsti
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.