Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 24

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 24
22 FÉLAGSBRÉF fylgjandi dulúðarstefnu symbólismans. Jafnframt því að vera huliðshyggju- maður, sem leitar að kjarna og anda náttúrunnar og kafar í skaut hennar til að knýja á lausnina um upphaf og eðli lífs og tilveru, þá er Einar jafn- framt myndameistari í náttúrulýsingum — og líka heimsmaður og heims- borgari, sem hefur fyrstur íslendinga í stórum stíl lýst í kveðskap margs konar stöðum og menningarfyrirbærum um víða veröld, — í skáldskapn- um opnar hann fyrstur til fulls gáttirnar út að umheiminum. Vissulega beindust sjónir þessa mikla íslendings ekki síður til föður- landsins, — og þá oft úr fjarska, — og m. a. orti hann um Reykjavík, „þar fornar súlur flutu á land við fjarðarsund og eyjaband.“ En fyrsta verulega Reykjavíkurskáldið, — sá, sem fyrstur finnur ríkulega uppsprettu skáldskaparefna í okkar ungu höfuðborg — er annar lögfræðingur og eitt af núverandi öndvegisskáldum okkar, Tómas Guðmundsson, — sem hætti að praktísera til að gerast Ijóðskáld. En alkunna er, hve sjónhringur hans er víður og hve listilega hann kann að sameina alvöru og kímni, skerpu og þýðleika, djúpa hugsun og Ijóðræna tign. Frá þessari öld einni munu vera um tíu lögfræðingar aðrir, sem meira eða minna hafa komið við skáldskap og bókmenntir, og er sitthvað eftir þá markvert, þótt hér verði ekki um það fjölyrt. Er þar sérstaklega ánægju- legt að minnast sýslumanns og ráðherra eins og Sigurðar Eggerz, er var svo skáldlega sinnaður. IV Ef litið er yfir það, sem sagt er hér að framan, verður einkum þrennt athyglisvert: hve margir lögfræðingar koma við bókmenntir okkar, hve til- tölulega marga þeirra ber þar hátt, og hve margar nýjungar í bókmenntun- um eru þeim tengdar, að meira eða minna leyti, og skal það eitt rifjað upp- Þar var bæði um að ræða nýjar bókmenntastefnur: upplýsingarstefnuna, rómantísku stefnuna, raunsæisstefnuna og symbólismann, — nýjar bók- menntagreinar: leikritun og skáldsagnaritun, — fyrstu vísa til skáldskap- arfræða (óðfræði) á síðari öldum — og ný yrkisefni: svipmyndir fra víðri veröld og höfuðborgina okkar, svo að nokkuð sé nefnt af því helzta. Þótt hér hafi að vísu verið á þetta litið af nokkurri einsýni, án verulegs samanburðar við aðrar lærdómsstéttir og alþýðumenn, má það samt von- andi verða einhverjum til glöggvunar og einkum til aukinnar umhugsunar um þessi efni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.