Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 25

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 25
FÉLAGSBRÉF 23 En hvernig stendur á því, að svo margir lögfræðingar hafa verið skáld- gefnir? Er það ef til vill af því, að lilgfræði og lögfræðistörf séu svo sálar- drepandi, að menn þurfi að leita þeim mótvægis og sjálfum sér sálubótar í andstæðu þeirra? Ég held ekki, þótt auðvitað hljóti öll langvinn störf að verða flestum lýjandi á köflum, hversu skemmtileg og skáldleg sem þau kunna að vera talin. En lögfrœSi og lögfrœSistörf eru nátengd mannlífinu, og þar mun skýringarinnar fremur að leita. Það er t.a.m. athyglisvert, hve marg- ir lögfræðingar hafa skrifað sjálfsævisögur af viðburðaríku lífi. Tómas Guð- mundsson víkur líka að þessu (í bókinni Svo kvað Tómas), er hann segir: „Annars álít ég það gæti verið skáldum góður undirbúningur að leggja stund á lögfræði. Engin fræðigrein tekur fleiri mannleg viðfangsefni til meðferðar, og hún á að geta kennt mönnum að hugsa rökvíslega. Ég held, að til þeirra hluta sé hún betri en t.d. heimspeki. Það er ekki tilviljun ein, að margir lögfræðingar hafa verið skáld,“ segir Tómas. — Það kann einnig að valda hér einhverju, að lengstum í sögu okkar hafa tiltölulega fleiri laganna menn verið menntaðir erlendis eða sigldir og sæmilegum efnum búnir en t.a.m. allur þorri presta. Það eitt virðist að minnsta kosti víst, að lögfræði og lögfræðistörf verði sízt til að lama skáldgáfu manna, hvernig sem menn vilja skýra þetta. Annars hafa nú á síðustu áratugum tiltölulega færri háskólagengnir menn kvatt sér hljóðs á skáldaþingi en á undanförnum öldum. Veldur því sennilega að nokkru jafnari og almennari menntun þjóðarinnar en áður, svo að munarins gætir nú minna á leikum og lærðum, en hins vegar eru miður skáldleg áhrif síaukinnar langskólasetu og sérhæfingar. Enn skipa þó lögfræðingar skáldabekkinn með sóma, og nú í vor hefur eini bekkjar- bróðir minn, sem las lögfræði, Einar Ásmundsson hæstaréttarlögmaður, gefið út litla ljóðabók, Fjúkandi lauf, á vegum Almenna bókafélagsins. Ég býst varla við, að kvæði Einars verði talin sérlega nýstárleg, fjölbreytileg eða stórbrotin. En þau hafa sinn eigin svip og hljóm, eru sprottin af skáld- legri lilfinningu, víða myndauðug og ljóðræn og þroskalega og menningar- kga á efni haldið, svo að Ijóðunnendum hlýtur að vera yndi af lestri þeirra. ~~ Þarna mun um að ræða eina skáldskaparrit, sem nokkru sinni hefur konrið út eftir lögfræðing, starfandi við Hæstarétt íslands. Og ég vil ljúka þessum slitróttu þáttum hér við síðustu „laufin", sem til okkar hafa „fokið“ af Ijóðameiði lögfræðinga.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.