Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 39

Félagsbréf - 01.08.1961, Qupperneq 39
FÉLAGSBRÉF 37 Þjónninn svarar: —- Öðru nær, það er sagt að gesturinn hafi alltaf rétt fyrir sér! Góðir veitingaþjónar láta að minnsta kosti heita að svo sé! Þjónninn situr einn eftir í stofunni og blandar sér whisky. Frammi á ganginum hefst upphaf lokaþáttarins. Gesturinn tekur bréfin utan af skömmtunum úr vasa sínum og lætur í yfirhafnarvasa þjónsins. Því næst gengur hann til útidyra, opnar hurðina og lætur hana falla að stöfum. Þá gengur hann að símanum og hringir á lögregluvarðstofuna. Síðan gengur hann aftur inn til þjónsins. — Þér afsakið, mér dvaldist frammi. — Mikil ósköp. Þeir lyfta glösunum. — Skál! — Viljið þér ekki skoða íbúðina. Koma hér fram í stofuna? — Ég veit ekki — ég hef engan áliuga á heldri manna íbúðum — en fyrst ég er nú orðinn fullur hér inni — nú jæja — kannske. Þjónninn rís nú þunglamalega úr sæti sínu. Gesturinn opnar hurðina, en stendur við dyrnar og hallar sér að dyra- stafnum. Þjónninn gengur inn í stofuna, hvorugur mælir orð. í stofunni er hálfrökkur, þung angan, sætbeisk og örvandi liggur í loft- inu. Húsgögnin eru gömul og íburðarmikil. Þykkt, rautt gólfteppi er veggj- anna á milli. Þeir ganga lengra inn í stofuna, þjónninn við hlið gestsins, þeir nema staðar við legubekkinn. Með einu handtaki sviptir gesturinn ábreiðunni ofan af stúlkunni, og út á mitt gólf, en með hinni hendinni kveikir hann ljós, svo að það verður albjart í stofunni. Gesturinn gengur skref aftur á bak, en þjónninn skref áfram. Þjóninum bregður stórlega — hann fær hjartslátt og hendur hans titra. Umhverfið verður þokukennt, eins og slikja dapri sjónina. Svo verð- ur snögglega eldbjart fyrir sjónum hans. — Þórey, segir hann, röddin er dimm og eilítið hás — Þórey mín! Svo leggst hann hægt á kné við legubekkinn, og hallar höfðinu að hrjósti hennar. ■— Þórey, elsku stúlkan mín, segir hann blítt og angurvært. Svo verður alger þögn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.