Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 44

Félagsbréf - 01.08.1961, Síða 44
42 FKLAGSliKKl' Form Liljulagsins er tvíski|>1, A Ai, sextán taktar livor liluti, nákvæm endurtekning að undanskildum niðurlagstónum hlutanna. Fjórar hending- ar mynda hvorn hluta, og hver hending er fjórir taktar. Þvílíkt form gæti verið leiðigjarnt, ef því væri ekki bjargað með örlítilli óreglu í hrynjand- inni — aðallega vegna lextans — eða framlengingu síðasta tóns hverrar hendingar með fcrmölu. Setjum svo, að fermatan lengi hálfnótuna um helming og bæti þar við fjórðungs þögn t.d. vegna öndunar, þá leiðir framlengingin af sér hendingaformin 2-2-2-3, xit frá luilfnótugildinu. — (Hér mætti skjóta inn þeirri athugasemd, að núverandi hrynjandi lagsins er ekki einhlít. Ef lagið er frá fyrra hluta 14. aldar, þá má færa rök að því, að trúlega hafi það verið sungið í þrískiplum takti, sem þeirrar tíðar menn kölluðu perjectum. Ars nova, hin nýja list þeirra tíma, var að rvðja sér til rúms á meginlandi Evrópu. Modus imperjectus, eða tvískiptur taktur var eitt nýnæmið. Þriðja dæmið sýnir fyrstu hendingu Liljulagsins útfærða I modo perfecto.). Þá komum við að sjálfum liætti lagsins. Eins og áður er getið er hanir álitinn sérkennilegur, ef ekki einstakur. Salt er, að laghátturinn er óvenju- legur á vissan mælikvarða, en á æðri mælikvarða listrænnar tónsmíðar er hann í sjálfu sér ekki óvenjulegri en snilldin yfirleitt. Laghöfundur hefur haslað sér ákveðinn völl og innan þeirra takmarka tjá öll smáatriðin i sameiningu eða jafnvel livert fyrir sig þessa ákveðnu hugsun. Fyrsta hend- ingin (taktur 1—-4) setur fram þessi tónbil í beinni röð: stór tvíund upp, stór þríund upp (skrifuð sem minnkuð ferund vegna eflirfarandi hreyf- ingar niður á við), lítil tvíund niður, stór tvíund niður, stór tvíund upp, lítil þríund niður, stór þríund upp, lítil tvíund niður, jne.a.s. Hlil tvíund upp 0, niSur 2 stór tvíund upp 2, niður 1 lítil þríund upp 0, niður 1 stór þríund upp 2, niður 0

x

Félagsbréf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.