Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1897, Page 9
5
börn; állt áriS var svo þessi veiki aö stinga sjer niður, einkum þó seinustu mánuði
ársins.
Páll Blöndal segir: »Enn skal minnaat einnar sóttar, sem leit út fyrir að vera
faraldurskennd og er það gulusótt. Hjá 7, er jeg sá alla, var það einföld gula (ict. simplex).
Af þessum sjúklingum voru 3 á sama bæ, er veiktust hver fram af öðrnm, hinir 4 sinn á
hverjum bæ. Allir voru sjúklingarnir á aldrinum 15 — 35; 5 karlmenn og 2 kvennmenn.
I'ess skai getið, að um sama leyti fengu fleiri á þessum sömu heimilum magakvef ymist rneð
hitasótt eða sóttlaust«.
Þorv. .Tónsson segir: »1 nóv. og dec. komu hjer fyrir sjerstaldega í kaupstaðn-
um og umhverfis hann mjög mörg tilfelli af magakvefi með gulu og fengu það helzt konur
og börn; varaði það optast 2—4 vikur og varð engum að bana það kunnugt er«.
15. Bérk lasótt(Tuberculosis)virðist fara í vöxt hjer álandi; þannig hefur G. Björnsson
haft GO sjúklinga 50 rneð veikina í lungunum, 10 á öðrum stöðum; G. Hannesson 24 með
lungnaberkla, 13 á öðrum stöðum; Stefán Gíslason 9 í lungum, 3 á öðrum stöðum; Sig.
Hjörleif.'Son 7 í lungum, 3 á óðrum stöðum; Sig. Pálsson 4 í lungum, 3 á öðrum stöðum;
virðist svo sem veikin sje eigi jafn útbrcidd um laudið, þar sumir læknar geta alls ekki um
hana, og í mjög fjölmennu hjeraði, eins og t. a. m. 2. hjeraði (Thorotldsen), telur lækniriun
aðeins 1 sjúkling með þessari veiki.
Kirtlavéiki (Scrophulosis) er samkvæmt skyrslunum mjög almenn og má eflairst ætla
að læknis sje eigi ávallt leitað. Sumir læknar tilfæra marga sjúklinga tneð veikina t. a. m.
Ólafur Guðmundsson 56, Sigurður Pálsson 35. Þórður Thoroddsen segir: »Kirtlaveiki (scrophu-
'osis) álít jeg að komi hjer mjög sjaldan fyrir. Sjúkdómur sá, sem hjer er almennt kallaður
kirtlaveiki, álít jeg að ekki sje scrophulosis. Jeg hefi grun um, að sá sjúkdómur sje ölbi
fremur anæmia loucæmica eða pseudo-leucæmi. Jeg hefi hugsað mjer við tíma og tækifæri að
gjöra rannsóknir þar að lútandi«.
16. Sullaveiki (Echinococcus). I skyrslum lækna er getið um 235 sjúklinga sulla-
veika, en efalaust hat'a mjög margir eigi leitað læknis. Stöku læknir getur þess, að sjúkdóm-
urinn virðist vera í rjenun. Zeuthen segir: »Þrátt fyrir það, að sullaveikin enn er allt of
tíður sjúkdómur, finnst mjer samt veikin vera í rjenuu; sjúklingarnir eru nú optast eldri
menn, sem hafa haft veikina fleiri ár, enda er breinlæti mauna nú miklu meira en áður og
einkum varasemi í umgengni við hunda miklu meiri«. Það kom fyrir hjá Zeuthen, að ung
stúlka, sullaveik, sem hóstaði blóði og sullahúsum upp, »kafnaði allt í einu af sulli, sem ekki
homst upp«.
Athgr. Hundalækningar hafa víðast farið fram, og það með góðum árangri, og cr
það mjög vel farið, því telja má víst, að sullaveikin breði á mönnum og skopnum minnki
að mun er fram í sækir, ef menn halda því dyggilega áfram að lækna hundana. Flestir hafa
brúkað arecaduft, aðrir kamaladuft. Margir af læknunum taka það fram, að nú sje alþýða
farin að sannfærast um nytsemi hundalækninganna og hefur marga hryllt við allri þeirri
ormamergð, sem ruðst hefur niður af hundunum. Það er mjög áríðandi, að öllu því, sem
niður af hundunum gengur, þogar búið er að gefa þeim inn, sje komið þannig fyrir, að
°yggjandi sje, að því sje brennt eða grafið djúpt niður; ríður því einkum á því, að vel sje
breinsað hús það, er hundarnir hafa verið í, meðan á lækningunni stóð.
Lækningarnar hafa víðast verið faldar sjerstökum mönnum á hendur; stöku læknir
t. a. m. Þorgr. Þórðarson, hefur sjálfur ásamt öðrum gefið hundunum inn meðalið. Svo er
að sjá, sem mönnum sje alvara með að rýma á burt þessari landplágu.
17. Holdsveiki. Þar eð talning holdsveikra enn stendur yfir, minhast læknar í
skyrslum sínum lítib á veikina. Þ. Thóroddsen segir: »4 sjúklingar hafa leitað til mín þetta