Stjórnartíðindi fyrir Ísland: C-deild - 01.12.1897, Page 143
139
auknum sveitarþyngslum. Sú atlmgascind er mjög eSlileg, en lu'm kenmr ekki heim viö
reynsluna 1891—95, sem synir að gangurinn er að leggja þessi gjöld allt af á fleiri og fleiri;
þessi undantekningarlausu lög gefa heimild til þess. En það hlytur að vera óheppilegt fyrir
innheimtuna, að vera að innheimta þessar smá-upphæðir, sem hljóta að vera lagðar á suma
gjaldþegna, og svo er ])að ávallt ísjárvert, að heimta opinber gjöld af unglingum, sem rjett
vinna fvrir sjer, og af fjölda fólks, sem engin rjettindi hefur, hvorki til að líta eptir hvernig
þcssu fje er varið eða til annars. En með lögum frá síðustu árum hefur verið losað um vist-
arbandið, og við það hefur verkalvður á landinu fengið mikið frjálsari höudur; að þeir borgi
nú til sveitai' fyrir þessi auknu rjettindi, svnist ekki vera óeðlilegt, enda munu þeir vera
látnir gjöra það.
2. Afgjald af (kristtjár)jörðum. Með því eru talin eptirgjöldin eptir hinar virki-
legu kristfjárjarðir, sem voru 1860 alls 54 og áttu að fæða kristfjármcnn, eða gamla uppgefna
menn, sem ekki voru skoðaðir sveitarlimir fyrir því. Eptir 1866 voru þessar jarðir samkvromt
alþingis ályktun dregnar inn í sveitasjóðina. Þess utan fellur til fátækra hálf landskuldin af
Þórarinsstöðum, sem eru eign Hrunakirkju, landskuklin af Kópavogi þjóðjörð í Gullbringu-
syslu og leigurnar af hálfri Drápuhlíð og Efrihlnt, eign Helgafellskirkju. I kaupstöðuimm
eru taldar með undir þessum tekjulið leigur eptir tún og bæi, hagheitartollur, borgun fyrir
uppsátur á lóð bæjarius, leigur fyrir móskurð og lóðargjöld.
Þessar tekjur voru:
1872—75 að meðaltali .......................................... 2781 kr.
1876—80 — ................................................... 4331 —
1881—85 — ................................................... 4665 —
1886—90 — ................................................... 6248 —
1891 12725 —
1S92 13833 —
1893 14728 —
1894 15255 —
1895 16047 —
Þessi mikli vöxtur, sem verið hefur síðustu firnrn árin stafar eingöngu frá þessari
tekjugrein í kaupstöðunum, sem nú nær vel 12000 kr. eða þar yfir.
3. Vextir af viðlagasjóðum. 1855 áttu hrepparnir á lslandi inni í rfkissjóði (eða
jarðabókarsjóði) eptir reikningi landfógeta fvrir sama ár, ymist upp á 4° 0 eða 3*/20/o’
Hrepparnir áttu kr. þaraf 4% þaraf 31/2°/0
í Suðuramtinu....................... 23426,35 11071,39 12354,96
- Vesturamtinu...................... 1643,31 1001,31 642,00
- Norður- og Austuramtinu........... 15014,16 5000,00 10014,16
Samtals 40083,82 17072,70 23011,12
Arstekjurnar af því verða þannig kr. 1487,30 annars hafa þessar tekjur verið síðan
1872 jressar:
1872—75 að meðaltali .................................... 617 kr.
1876—80 — ....... ..................................... 944 —
1881—85 — ....... ....................................... 984 —
1886—90 — ....... ..................................... 797 —