Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 5
3
Miskunn dalfiska
Enn eina ferðina mjakast ljóðormurinn úr híði og kemur þá
vonandi í Ijós að allar sagnir um ótímabæran dauða hans séu
stórlega ýktar. Vissulega er hann seint á ferð, því þetta ellefta
hefti er að eðli og upplagi lokahefti árgangsins 1990. Til
þessarar seinu ferðar eru mörg rök og verða ekki talin hér,
enda mun síðar frernur spurt að því hversu góður og
lífseigur þessi ormur sé en að hinu hversu hratt hann hafi
skriðið.
Árið 1990 varð ekki eins frjótt ljóðabókaár og 1989 ef litið
er á titlafjölda einan. Þó komu út yfir sjötíu bækur sem fluttu
ljóð einvörðungu eða í bland við annað efni (sjá bókatal
aftast í heftinu). Og það ætlum vér að þar hafi verið ýmislegt
sem síðar verði talið nokkrum tíðindum sæta. Það sæmir ekki
á þessum stað að tilgreina einstök skáld og spá hver þeirra
muni um síðir skara fram úr, en benda má á að við
eignuðumst á nýliðnu ári álitlegt safh þýðinga úr snilldar-
verkum heimsbókmenntanna, eins og líka má sjá af
bókaskránni hér í Ljóðormi.
Mörgum þykir verða vandrataðra með hverju árinu um
myrkviðu tilverunnar. Fom gildi hrynja fleiri en tölum verði
á komið, einn daginn þykir þjóðarsómi bjóða að gefist kos-
tur á að fylgjast með mannvígum í beinni útsendingu, annan
daginn bráðliggur á að sigla þjóðarskútunni þöndum seglum
út á samkeppnishafið bláa og inn í Evrópusamfélagið, jafnvel
þótt öllum sé ljóst að efnahagslegt sjálfstæði geti mæta vel
verið í húfi — og þá þarf varla að spyrja lengi um menningar-
legt sjálfstæði þjóðarinnar.
Við þessar aðstæður verður mikil þörf á góðum
greiningartækjum og skýrum leiðarhnoðum til að vísa
einstígin. Gróska ljóðlistarinnar er vonandi bending um að
menn treysti ljóðforminu og stflnum enn sem fyrr til
Ieiðsagnar um flóknar veraldir. Hins mega lesendur vitanlega
ekki vænta að leiðsögnin geti orðið afskaplega einföld. Tfl
þess eru blikurnar of margar.
Eins og jafnan fyrr leggur Ljóðormur áherslu á að flytja
bæði efni kunnra ljóðskálda og nýgræðinga. Hann vill einnig
gjama færa íslcnskum lesendum hnýsileg erlend ljóð og
seilist þá oft til framandlegra staða ekki síður en kun-
nuglegra. Alls þessa sér stað í 11. tölublaðinu og þar hafa
margir lagt hönd á plóg. Öllum skal þeim þakkað.
Ljóðormur hefúr þegar hér er komið sögu tekið þátt í að
kynna Ijóðlistina og halda merki hennar á lofti um allmörg
ár. Oft hefúr útgerðin gengið brösuglega en síðustu árin hafa
ritstjórar notið ómetanlegs stuðnings bókaútgáfúnnar
Iðunnar. Með þessum árgangi lýkur þeirri samfylgd og við
þökkum hana. Fyrir tilstuðlan forlagsins hafði ormurinn