Ljóðormur - 01.12.1990, Page 27

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 27
Þuríður J. Kristjánsdóttir 25 Þuríður J. Kristjánsdóttir Haust Ég lít með trega á laufin falla. Ég heyri álengdar haustið kalla: Morgunhéla, myrkar nætur, höfgur ekki þá himinn grætur. Landið engist af leyndum kvíða er fyrstu hretin um foldu líða, undankoma er engin til, þú flýrð ei vetur með frost og byl. Það lögmál alheims Ijóst mér er að allt sem fæðist ber feigð í sér, um hnignun vitna oft hárin grá, um hverfleik sumarsins hélustrá. En lífsins hringrás er Iíka skýr, það alheims lögmál í öllu býr. Fyrst haust, þá vetur með héluspor, en eftir vetri er aftur vor.

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.