Ljóðormur - 01.12.1990, Page 49
Valgerður Benediktsdóttir 47
persónuleg sjónarmið ráðið miklu, ekki hvað síst í innhver-
fum miðleitnum kvæðum. Það er þó fróððlegt að sjá mis-
munandi tök nítjándu aldar mannsins annars vegar og tutt-
ugustu aldar mannsins hins vegar. í því sambandi má nefna
öll Dettisfosskvæðin sem ort hafa verið.
Einnig er athyglisvert hvað táknmál hverrar bókmennta-
stefnu virðist hafa mikil áhrif á hvort fremur er ort um „hið
ólgandi haf“ eða „smálækjarsprænuna“ og hvað sömu
náttúruöfl geta táknað ólíka þætti í tilverunni eftir því hver
heldur á pennanum, stundum óháð tímabilum. Þrátt fyrir
ólíkar áherslur má þó samt sem áður staðhæfa að vatnið sé
hluti af sammannlegu táknmáli allra tíma. Þróunin (eða
breytingin) er samt vissulega mikil þó matsatriði kunni að
vera hvort á betri veg sé eða ekki.
í firægri grein sinni „Til vamar skáldskapnum“, segir Sigfús
Daðason að nútímaskáld hafi
reynt að skapa skáldskap þar sem allir hlutir, öll orð eiga
heima. Markmið þeirra hefúr ekki verið að skýra eða einfal-
da heldur að sýna ... En ég held varla að 19. öldin hafi átt
stærri skáld en okkar öld. Aðeins má ekki gleyma því að
skáld 20. aldar eiga sér annað takmark en skáld 19. aldar.
(Sigfús Daðason 1952:286-7)
í þessu sambandi má er til vill taka Hannes Hafstein annars
vegar og Stein Steinarr hins vegar sem dæmi um ólíkan
túlkunarmáta. Báðir hafa notað einhvetja birtingarmynd
vatnsins í kvæðum sínum en á ólíkan hátt. Meðan Hannes
hefur oftast lýst hinum ytri veruleik án víðari skírskotana í
fremur einföldum frásagnarljóðum hefur Steinn oftar en ekki
notað þann hinn sama veruleik til að túlka innri vitundar-
heim mannsins.
Auðvitað skírskotar Hannes oft til mannsins með
náttúrulýsingum sínum, þ.e. gefur náttúrunni mennska
eiginleika. Dæmi:
Hvort hefúr þú vin okkar hafísinn séð,
er ’ann hraðar að landi för,
og tungunni hvítri og tönnunum með
hann treður á foldar vör?
(Hannes Hafstein: / hafísnum 1925:84)
Hins vegar má segja að Steinn snúi þessu við. Hjá honum er
maðurinn í fyrsta sæti og náttúran notuð sem hjálpargagn til
frekari áherslu:
Ég hef látið úr höfn allra landa
og runnið í farveg hvers flóðs.