Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 53
Valgerður Benediktsdóttir 51
mannsins líður hjá en fossinn er ætíð hinn sami, ægilegur en
jafnframt undrafiíður; skrásetur sögu kynslóðanna í eilífu
lagi. Einar yrkir til fossins í sínu kvæði og dásamar kraft hans
og orku sem gott væri að geta virkjað í þágu þjóðarinnar.
Framu'ð landsins býr fógin í vatnsaflinu, hagsæld og
hamingja. Það er á svolítið annan hátt sem Dettifoss kemur
íslands ungu skáldum þessarar aldar fyrir sjónir.
Mikilúðleikinn sem ailtumvafði fyrrum er horfinn, skáldið
talar fyrir munn hins lífsreynda og jafnvel þreytta borgar-
bams sem á sér ekki lengur sömu sýn og gömlu meistaramir:
Virkjun vatnsaflsins er ekki draumur lengur heldur veruleiki
og aðdáun skáldsins er takmörkuð:
Þú dettur ennþá Dettifoss
laminn niður af sálariausu fljóti
bíður færis að rísa upp á háspennumöstrin
og flýja til byggða.
Ógæfulegur ertu
myndavélin drepur tittlinga við að sjá þig.
Mig snertu önnur vatnsföll dýpra
lekur krani
draup mér fyrrum andvökum
(Anton Helgi Jónsson: Dettifoss 1979:21)
Ef litið er á Dettifosskvæði Einars Benediktssonar annars
vegar og Antons Helga Jónssonar hins vegar, sést að
markmið þeirra er gerólíkt. Einar hefúr í huga að minna
menn á þann kraft sem hægt er að virkja úr vatnsorkunni og
hagar máli sínu samkvæmt því; Anton Helgi leggur áherslu á
andstæðuna boig — náttúra, að fossinn er orðinn eins og
fuglahræða í garði hugans og ffelsar ekki nokkum mann því
„hugsunin rennur í farvegi upprunans — botgariðunnar".
Efnistökin mótast þannig óneitanlega af því hvaða hugsun
kvæðum er ætlað að miðla.
Enn eitt sjónarmið birtist í fosskvæði Elísabetar
Jökulsdóttur: Að standa á fossbrún og heyra dmnur fossins
bergmála t eyrunum getur seitt hugann og vakið upp
óttablandnar kenndir. Það getur stundum verið erfitt að stan-
dast steypandi hyldýpið fyrir neðan sig — eitt andartak eða
meir; hyldýpi hugans, lífsins, fossins. Og fossinn steypist og
steypist cndalaust, beljandi, þmmandi. Ef til vill ekki svo
ólíkur okkur mönnunum. Mennimir em eins og fossinn.
Fossinn er eins og mennimir. Lífið. Lífið vatnið og mennir-
nir. Tíminn. Sem stendur kyrr stundum. Eins og fossinn.
Sem steypist þó sífellt niður. Á fleygiferð. Eins og tíminn: Allt
kemur. Allt fer. Hverfur. Annað líf fæðist. Stundir deyja. Og
niðurinn! Niður. Á bólakaf. Djúpur hylur hyldýpi. Tilfinninga.
Andartök. Sem við lifúm. Sem steypast niður. Hverfa. „Finn-
ast. Aldrei aftur":