Ljóðormur - 01.12.1990, Page 56

Ljóðormur - 01.12.1990, Page 56
54 Valgerður Benediktsdóttir sem hönd er strýkur mjúk um föla kinn þín minning björt. (Ingibjörg Haraldsdóttir: Minning 1974:21) Haf Það er einkennilegt með hafið. Hafíð sem aldrei sefur, síkvikt og lifandi — en einnig hin vota gröf svo margra. Ægistórt og óttalegt en einnig afskaplcga heillandi. Sumir geta jafhvel orðið svo heillaðir, látið sefjast af niði þess svo að þá langar ekkert frekar en að steypa sér í öldumar og koma aldrei upp aftur. Það seiðir menn að sér, þá langar til að fallast í faðm við það, renna saman við það, hverfa í öskur þess og vakna aldrei framar. í fjölmörgum ljóðum, ekki síst ljóðum nýrómantíkera eins og Jónasar Guölaugssonar, er gjama talað um það sem „býr á bakvið hafið“. Hafið skilur skáldið frá frægð og frama, frá ættjörðinni, sælli dögum eða paradís annarrar jarðvistar. Þannig stendur það sem tákn aðskilnaðar, hið áttlausa breiða haf sem skilur að löndin, sem skilur að elskenduma, í anda eða orði: Frá vitund minni til vara þinna er veglaust haf Og falin sorg mín nær fúndi þínum eins og firðblátt haf segir Steinn Steinarr í Tímanum og vatninu (Steinn Steinarr 1982:170). Það hefúr áður komið firam að lífinu er oft Iíkt við fljót. Og ef lífið er fljót þá er dauðinn hafið sem fljótið fellur í. En ef hafið er dauðinn, hvað er þá dauði í sjáfú sér? Er hann góður eða slæmur? Er hann hvorugt — einungis endir alls? Skáldin virðast ekki taka sérstaka afstöðu til þess. Hafið stendur reyndar afskaplega oft fyrir eitthvert myrkt afl í til- verunni og við notum í daglegu máli oft orðið nœturhaf, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. En að hafið sé notað sérstaklega í beinlínis neikvæðum tilgangi er mjög sjaldgæft ef um yfirfærða merkingu er að ræða, heldur fremur sem eitthvað sem er óumflýjanlegt. Það ER einungis. Og það er breytilegt eins og við manneskjumar og merking þess í skáldskapnum. Þannig líkir Jóhann Sigurjónsson lífinu við hafið í ljóði sínu Báran:

x

Ljóðormur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.