Ljóðormur - 01.12.1990, Síða 57
Valgerður Benediktsdóttir 55
Mjer virðist Lífið líkt og mikið hafj
jeg lifi sjáifur eins og báran smáa,
er rís og hneigir hægt og rótt á kaf
sitt höfuð veikt í móðurskautið bláa.
(Sjá Toldberg, Helge 1966:205)
Höf jarðar eru takmörkuð af ströndum landanna. Ströndin og
hafið hafa um aldir tekist á og skádin hafa í ljóðum og lausu
máli notað mynd þeirra sem tákn stórbrotnustu andstæðna
tilverunnar — dauða og lifs. Við brjótum fley okkar á strönd
lífsins — tilverunni; og lífið er sigling. Skip sem strandar. Hér
má ef til vill minna á metsölubók ársins 1986, Tímaþjófinn,
eftir Steinunni Sigurðardóttur. Alda, aðalpersónan, ef hægt er
að tala um aðalpeisónu í sögu sem framar öðru fjallar um
ákveðna tilfinningu, segir á einum stað í bókinni:
Öldum úthafsins er strandlengjan langþráð.
Úthaf án strandlengju = alheimslaust úthaf.
Öldur á því falla að engu. Falla aldrei firá.
(Steinunn Sigurðardóttir 1986:80-81)
Þessi hugsun kemur víða fyrir í ljóðum. Ströndin og hafið,
tvær heildir sem mætast og skilja hvor aðra án orða, karl og
kona. Sameining. Sundrun. f uppbafinu syndir endirinn.
í þesskonar kvæðum er karlinn oft ströndin, hið stöðuga,
meðan konan er hafið, hið rótlausa, síbreytilega (sú mynd er
eflaust tengd hugmyndinni um vatn sem kvenlegt tákn, til
dæmis í sálarfræöi, að ógleymdum goðsögum og stjömuspcki).
Aldan brotnar og myndast á ný, forgengileg en þó eilíf. Eilíf
og máttug. Eins og hringrás náttúrunnar. Eins og sumar
manneskjur. Stórar manneskjur sem hafa á öðmm ofurvald,
geta clskað stjómað hrakið eins og hafið. Máttugt hafið:
Svo máttugt
er hafið
kalt og heitt
svo djúpt.
Ég er sem dropi
í öldu sem skellur á skeri
og hafið
svo máttugt
ert þú.
(Heimir Már: Hafið 1986:16)
En hafið tekur einnig á sig mynd ástríðunnar í manninum.
Kvæðið Eitt kvöld í vor, eftir Jóhann Hjálmarsson, sýnir al-
genga ljóðmynd: Hafið samsamast í huga lesandans blóðinu
í æðum nývaknaðs unglingsins sem finnur heitar ástríðumar