Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 57

Ljóðormur - 01.12.1990, Qupperneq 57
Valgerður Benediktsdóttir 55 Mjer virðist Lífið líkt og mikið hafj jeg lifi sjáifur eins og báran smáa, er rís og hneigir hægt og rótt á kaf sitt höfuð veikt í móðurskautið bláa. (Sjá Toldberg, Helge 1966:205) Höf jarðar eru takmörkuð af ströndum landanna. Ströndin og hafið hafa um aldir tekist á og skádin hafa í ljóðum og lausu máli notað mynd þeirra sem tákn stórbrotnustu andstæðna tilverunnar — dauða og lifs. Við brjótum fley okkar á strönd lífsins — tilverunni; og lífið er sigling. Skip sem strandar. Hér má ef til vill minna á metsölubók ársins 1986, Tímaþjófinn, eftir Steinunni Sigurðardóttur. Alda, aðalpersónan, ef hægt er að tala um aðalpeisónu í sögu sem framar öðru fjallar um ákveðna tilfinningu, segir á einum stað í bókinni: Öldum úthafsins er strandlengjan langþráð. Úthaf án strandlengju = alheimslaust úthaf. Öldur á því falla að engu. Falla aldrei firá. (Steinunn Sigurðardóttir 1986:80-81) Þessi hugsun kemur víða fyrir í ljóðum. Ströndin og hafið, tvær heildir sem mætast og skilja hvor aðra án orða, karl og kona. Sameining. Sundrun. f uppbafinu syndir endirinn. í þesskonar kvæðum er karlinn oft ströndin, hið stöðuga, meðan konan er hafið, hið rótlausa, síbreytilega (sú mynd er eflaust tengd hugmyndinni um vatn sem kvenlegt tákn, til dæmis í sálarfræöi, að ógleymdum goðsögum og stjömuspcki). Aldan brotnar og myndast á ný, forgengileg en þó eilíf. Eilíf og máttug. Eins og hringrás náttúrunnar. Eins og sumar manneskjur. Stórar manneskjur sem hafa á öðmm ofurvald, geta clskað stjómað hrakið eins og hafið. Máttugt hafið: Svo máttugt er hafið kalt og heitt svo djúpt. Ég er sem dropi í öldu sem skellur á skeri og hafið svo máttugt ert þú. (Heimir Már: Hafið 1986:16) En hafið tekur einnig á sig mynd ástríðunnar í manninum. Kvæðið Eitt kvöld í vor, eftir Jóhann Hjálmarsson, sýnir al- genga ljóðmynd: Hafið samsamast í huga lesandans blóðinu í æðum nývaknaðs unglingsins sem finnur heitar ástríðumar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ljóðormur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljóðormur
https://timarit.is/publication/1207

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.