Frón - 01.01.1943, Page 8
2
Til lesenda Fróns
og kaupendafjölda eftir megni. Ritstjóra Fróns er þökk á að fá
ritgerðir og fréttapistla frá íslendingum, hvar sem þeir eru, svo
og tillögur og óskir um efni tímaritsins. Pví að eins getur Frón
orðið tengiliður milli allra íslendinga erlendis, að ritstjórn þess
sé í sambandi við sem flesta landa og sem víðast.
Það skal tekið fram til að koma í veg fyrir allan misskilning,
að Frón á að vera hlutlaust í stjórnmálum, enda eru tíðindi þau
sem berast frá Islandi of fáorð og óljós til þess að hægt sé að
ræða íslenzk stjórnmál á viðunandi hátt.
í þessu hefti snúast tvær fyrstu greinarnar um Félag íslenzkra
stúdenta í Kaupmannahöfn, sem á fimmtugsafmæli 21. janúar
þessa árs, og má það ekki minna vera en að útgefendur Fróns
noti tækifærið til að minnast þess hátíðisdags í riti. En annars
má engan veginn líta svo á, að Frón eigi að vera málgagn
Stúdentafélagsins eða stúdenta yfirleitt, heldur á það að vera
miðað við alla þá íslendinga sem erlendis dvelja.