Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 32

Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 32
26 Jón Helgason ingarorS. Langskólagenginn maður, þaS er maSur sem líkur eru til aS verSi heimtufrekur, vilji hann öSlast verkahring sem sér sé samboSinn, öruggast aS slíkur maSur sé sem lengst burtu, betra aS taka heldur einhvern stuttskólagenginn sem lítiS kann fyrir sér og lofar öllu aS lafa viS þaS sama, meiri líkur aS stjórnarvöldin fái þá aS vera í friSi. Pví aS öllu lifandi starfi fylgir barátta, kröfur, ónæSi. En aldrei hefur íslandi riSiS meira á viti og þekkingu en einmitt á þessum síSustu tímum. Nú er svo komiS, án nokkurs tilverknaSar frá vorri hálfu, aS land vort er orSinn leiksoppur í höndum stórveldanna, og þar situr útlendur her, sem haldiS er aS skari aS fjölmenni hátt upp í alla landsbúa sem fyrir eru, bæSi karla og konur. Aldrei síSan land byggSist hefur islenzka þjóSin orSiS aS una viS þvílíkar búsifjar. l3aS er á einskis manns færi aS spá neinu um hversu lengi þetta muni standa. En öllum hlýtur aS vera ljóst aS mikil hætta vofir yfir. Vér höfum aldrei getaS treyst á mannfjölda né bolmagn, og getum hcldur ekki nú, því aS hvorugt er til. Vér höfum hingaS til lifaS í skjóli einöngrunar og fjarlægðar, þaS er hiS mikla hafsmegin sem framar öllu hcfur stuSlaS til þess á liSnum öldum aS varSveita allt þaS sem greinir oss frá öSrum. Nú er ekki stoS í því lengur. Nú reynir á þá menningarlegu kjölfestu sem þjóðin hefur til aS bera, hún er vor eini styrkur í þeirri baráttu sem heyja verSur ef vér ætlum ekki aS láta þurrkast út. Oss er hér ókunnugt um, á hvern hátt landar heima hafa snúizt til viSnáms, en vér vonum aS þeim hafi auSnazt aS gera þaS á þann hátt sem heilladrjúgur verSi. Vér vonum aS mönnum verSi æ ljósara aS menntun og kunnátta einstaklingsins er ekki aSeins ávinningur fyrir sjálfan hann, heldur fyrir alla þjóðarheildina. Vér vonum aS allir skilji aS þaS er ekki gagnvænlegt aS hengja sigursveiga um hálsinn á silakeppum og skussum, um leiS og fæti er brugSiS fyrir þá sem í fararbroddi hlaupa. Vér vonum aS hiS vesala og út- kjálkalega pólitíska þras sem lengi hefur veriS íslenzkt átumein og gert íslenzk blöS aS viðurstyggS í augum allra þeirra sem ekki eru þessum ófögnuSi samdauna, hafi nú loksins dofnaS í þrumugný stórviðburSanna. Vér vonum aS heilbrigS vakning gangi yfir landiS. Og sé svo, þá vildum vér fegin vera horfin heim, þótt ekki væri nema. um stundar sakir, til þess aS eiga hlutdeild í þeirri lyftingu og glæðingu sem henni er samfara. Jón Helgason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.