Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 58

Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 58
52 Jakob Benediktsson 2. Þingsæti. 1934 1937 Vi 1942 18/io U42 Sjálfstæðisfl 20 17 17 20 Framsóknarfl 15 19 20 15 Aljivðufl 10 8 6 7 Sósíalistafl 0 3 6 10 Bændafl 3 2 l’ess ber aS geta, aö viö kosningarnar síöustu kom fram nýr flokkur í Reykjavík, Pjóðveldisflokkurinn, sem fékk 1284 atkvæði, og má ætla að mestur hluti þeirra hafi dregizt frá Sjálfstæöis- mönnum. En hinn nýi flokkur kom engum manni á þing. Pað sem athyglisverðast er við þessar tölur er hinn öri vöxtur Sósíalistaflokksins, sem hefur meir en tvöfaldað atkvæðatölu sína síðan 1937. Pessi vöxtur hefur að nokkru leyti orðið á kostnað Alþýðuflokksins, en síðustu árin hafa einnig bætzt aðrir kjósendur í hópinn, að því er virðist frekast frá Sjálfstæðismönnum. Fylgi verklýðsflokkanna tveggja samanlagt stóð nokkurn veginn i stað á árunum 1934—37 (28,2 % og 27,5 % atkvæða), en hefur aukizt að töluverðum mun við kosningarnar 1942 (31,6 % og 32,4 % atkvæða), og þingmannafjöldi þeirra er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Atkvæðamagn Sjálfstæðisflokksins hefur stöðugt farið þverrandi hlutfallslega síðan 1934, en hins vegar hefur breytingin á kjördæmaskipuninni aukið þingmannatöluna meiru en atkvæðafækkuninni svarar. Pess ber þó að gæta, að Bændaflokkurinn hefur að mestu runnið í Sjálfstæðisflokkinn síðan 1937, svo að atkvæðamissir hans er í rauninni meiri en atkvæðatölur flokksins sýna. Um Framsóknarflokkinn er öðru máli að gegna. Fylgi hans hefur stöðugt farið vaxandi og náði hámarki sínu við kosningarnar í júlí. Við októberkosningarnar var atkvæðatalan lítið eitt lægri, en sá munur er of lítill til að neinir spádómar um framtíð flokksins verði á honum reistir. 1 fám orðum verður því mynd sú sem fæst af þróun flokkanna á síðasta ári þessi: Sósíalistaflokkurinn er í örum vexti og vinnur meira á en Alþýðuflokkurinn missir, svo að verklýðsflokkarnir samanlagðir eru mun fjölmennari en áður. Framsóknarflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað, en Sjálfstæðisflokknum hrakar; en breyting kjördæmaskipunarinnar hefur haft hausavíxl á þingmannatölu þessara flokka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.