Frón - 01.01.1943, Síða 58

Frón - 01.01.1943, Síða 58
52 Jakob Benediktsson 2. Þingsæti. 1934 1937 Vi 1942 18/io U42 Sjálfstæðisfl 20 17 17 20 Framsóknarfl 15 19 20 15 Aljivðufl 10 8 6 7 Sósíalistafl 0 3 6 10 Bændafl 3 2 l’ess ber aS geta, aö viö kosningarnar síöustu kom fram nýr flokkur í Reykjavík, Pjóðveldisflokkurinn, sem fékk 1284 atkvæði, og má ætla að mestur hluti þeirra hafi dregizt frá Sjálfstæöis- mönnum. En hinn nýi flokkur kom engum manni á þing. Pað sem athyglisverðast er við þessar tölur er hinn öri vöxtur Sósíalistaflokksins, sem hefur meir en tvöfaldað atkvæðatölu sína síðan 1937. Pessi vöxtur hefur að nokkru leyti orðið á kostnað Alþýðuflokksins, en síðustu árin hafa einnig bætzt aðrir kjósendur í hópinn, að því er virðist frekast frá Sjálfstæðismönnum. Fylgi verklýðsflokkanna tveggja samanlagt stóð nokkurn veginn i stað á árunum 1934—37 (28,2 % og 27,5 % atkvæða), en hefur aukizt að töluverðum mun við kosningarnar 1942 (31,6 % og 32,4 % atkvæða), og þingmannafjöldi þeirra er nú meiri en nokkru sinni fyrr. Atkvæðamagn Sjálfstæðisflokksins hefur stöðugt farið þverrandi hlutfallslega síðan 1934, en hins vegar hefur breytingin á kjördæmaskipuninni aukið þingmannatöluna meiru en atkvæðafækkuninni svarar. Pess ber þó að gæta, að Bændaflokkurinn hefur að mestu runnið í Sjálfstæðisflokkinn síðan 1937, svo að atkvæðamissir hans er í rauninni meiri en atkvæðatölur flokksins sýna. Um Framsóknarflokkinn er öðru máli að gegna. Fylgi hans hefur stöðugt farið vaxandi og náði hámarki sínu við kosningarnar í júlí. Við októberkosningarnar var atkvæðatalan lítið eitt lægri, en sá munur er of lítill til að neinir spádómar um framtíð flokksins verði á honum reistir. 1 fám orðum verður því mynd sú sem fæst af þróun flokkanna á síðasta ári þessi: Sósíalistaflokkurinn er í örum vexti og vinnur meira á en Alþýðuflokkurinn missir, svo að verklýðsflokkarnir samanlagðir eru mun fjölmennari en áður. Framsóknarflokkurinn virðist standa nokkurn veginn í stað, en Sjálfstæðisflokknum hrakar; en breyting kjördæmaskipunarinnar hefur haft hausavíxl á þingmannatölu þessara flokka.

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.