Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 51

Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 51
Félagsmál fslendinga erlendis 45 sem mikils má vænta af. Nokkrir listelskir Færeyingar hafa nú stofnaS félag til styrktar færeyskri list, og er hlutverk þess aðallega tvennt: að kynna Færeyingum hér sína eigin list og afla fjár til kaupa á færeyskum listaverkum, svo að þau glatist ekki út úr landinu. Pað liggur því í hlutarins eðli að þetta íélag starfar á allt annan hátt en þau sem áður voru nefnd. Það er fyrst og fremst fjáröflunarfélag, félagar greiða tiltölulega hátt árgjald, og svo gengst félagið fyrir skemmtunum til frekari fjáröflunar. Auk þess heldur félagið færeyskar listsýningar sem njóta almennra vinsælda. Nýstárlegast af þeim nýju félögum Færeyinga er tvímælalaust Oyggjaframi (Eyjaframi). Til þess að geta skilið þann félagsskap til hlítar verða menn að gera sér ljóst að stjórnarfarslega eru Færeyjar aðeins amt í Danmörku. I1 2 3 4 5 6 7eir Færeyingar sem hér eru hafa í barnaskóla lært danska tungu og danska sögu, þeir hafa aftur á móti ekki fengið tilsögn í réttritun móðurmáls síns, sögu sinni né landafræði. Markmiði Eyjaframa er bezt lýst með stefnu- skrá íélagsins sem er í meginatriðum þessi: Starfsmið Eyjaframa er að mennta færeyska æsku svo að hún sé fær um að vinna fyrir frjálsar Færeyjar. Til þess vill félagið starfa að því að félagarnir 1) læri að skrifa móðurmálið lýtalaust og nota það i öllum greinum; 2) læri sögu fósturjarðar sinnar; 3) kynni sér stjórnar- og frelsisbaráttu landsins; 4) kynnist atvinnulífi eyjanna; 5) læri að þekkja einkenni einstakra eyja og byggða og kynnist þannig Færeyjum í heild; 6) viti deili á færeyskum bókmenntum og færeyskri list; 7) haldi uppi færeyskum dansi og kvæðalist. Felagar geta allir Færeyingar orðið, þó með því skilyrði að þeir lofi að taka virkan þátt í starfi félagsins. Petta síðasta atriði nir að forgöngumönnum Eyjaframa er fullur hugur á að ein- hverju verði afkastað, og að þeir eru ekki hræddir við að leggja kröfur á herðar löndum sínum. Eyjaframi er óvenjulegt félag, og væri sennilega meira réttnefni að kalla það frjálsan ungmenna- skóla eða fræðsluflokk. Hann starfaði í fyrravetur og aftur í ^etur. Hafa mest verið reknir þrír flokkar, einn um færeyska tungu, og er N. Djurhuus leiðbeinandi hans, annar um færeyskar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.