Frón - 01.01.1943, Qupperneq 10
4
Sigfús Blöndal
sem þá var aðalheimspekiskennarinn. Bjarni sagði flestum af
okkur yngri skólabræðrum sínum til undir heimspekisprófiS.
Hann var á háskólaárum sínum mesti hófsmaSur, bragSaSi sjaldan
vín, og þaS þótti hátíS ef Bjarni gat fengizt til aS drekka svo
sem hálfflösku af Moselvíni, — um sterkari drykki var nú ekki
aS tala —, venjulega drakk hann aSeins kaffi eSa þesskonar, ef
aSrir fengu sér í staupinu.
ViS Bjarni lásum saman ýmsar námsgreinar og vorum því
mjög oft saman, enda hafSi ég líka síSustu skólaár mín veriS
undir handarjaSri rektorshjónanna. I5a8 var því eSlilegt aS hann
fengi mig meS sér í þetta, ekki sízt vegna þess aS ég var frændi
og mikill vinur Porláks Jónssonar frá Gautlöndum, fóstursonar
Gríms Thomsens; Porlákur var nokkru eldri en ég og lagSi stund
á klassisku málin, eins og viS Bjarni. Bjarni og GuSmundur
bjuggu þá á Austurbrú, og viS sem héldum hóp meS þeim vorum
stundum kallaSir »Austurbrúarklíkan«, þó sumir okkar, þar á
meSal ég, byggjum annarsstaSar. 1 okkar hóp voru, auk Bjarna
og GuSmundar, þeir GautlandabræSur Porlákur Jónsson og
Steingrímur, Gísli ísleifsson (síSar skrifstofustjóri), GuSmundur
Hannesson (síSar læknir og prófessor), Sæmundur BjarnhéSins-
son (síSar yfirlæknir á holdsveikraspítalanum), Helgi Jónsson
grasafræSingur bróSir Bjarna, SigurSur Pétursson frá Sjávarborg
(síSar sýslumaSur), og svo af þeim yngstu viS þrír sambekkingar
Porsteinn Gíslason (skáld og ritstjóri), Magnús Sæbjörnsson
(síSar læknir) og ég. Af þessum mönnum veit ég ekki vera
á lífi nú aSra auk mín en þá GuSmund Hannesson og Stein-
grím Jónsson.
Af dagbók, sem ég hélt þá, sé ég aS 19. des. 1892 sendum
viS út áskorun um almennan stúdentafund og vorum alls 14 sem
skrifuSum undir, aS Bjarna meStöldum. Auk þeirra sem áSur eru
nefndir voru meS okkur Eggert Briem (síSar yfirdómari), Pétur
Hjálmsson (sem þá Ias norrænu en síSar varS prestur í Vestur-
heimi), — ég hygg þessir tveir hafi líka skrifaS undir skjaliS.
ASrir stuSningsmenn okkar voru þeir Bjarni Sæmundsson (dýra-
fræSingur), Árni Thorsteinsson (þá stud. jur., síSar tónskáld),
Helgi Pétursson (síSar Dr. Helgi Péturss, jarSfræSingur) og
SigurSur Pétursson frá Ánanaustum, verkfræSingur. Af dagbók-
inni sé ég aS daginn eftir höfum viS haldiS einskonar undir-
búningsfund á GarSi í herbergi Péturs Hjálmssonar, og vorum
viS á honum Bjarni og GuSmundur Björnsson, Steingrímur
Jónsson, Pétur Hjálmsson og ég.