Frón - 01.01.1943, Side 16

Frón - 01.01.1943, Side 16
10 Sigfús Blöndal í sögu né íræSimaður yfirleitt á viö hina tvo. Á fundum í marz og apríl var þá mikið rætt um alþýðubækur í sambandi við það, að Oddur Björnsson setti þá á stofn »Bókasafn alþýðu«; gaf hann þá út síðustu árin sem hann dvaldi í Kaupmannahöfn ýmsar ágætar bækur, svo sem kvæði Porsteins Erlingssonar, Sögur frá Sibiríu eftir Korolenko, Úraníu eftir Camille Flam- marion, og vorum við ýmsir stúdentar honum hjálplegir, svo sem Guðmundur Finnbogason, Björn Bjarnason frá Viðfirði og svo ég. 2. júní hélt Bogi MelsteÖ fyrirlestur um V i 1 h j á 1 m F i n- s e n. 15. ágúst kvöddum við Þorstein Gíslason, sem hætti námi og nú fór til íslands og geröist ritstjóri þar. 5. sept. heldur Dr. Valtýr Guðmundsson fyrirlestur um ferð þeirra Þor- steins Erlingssonar til Ameríku, er þeir voru að rannsaka tóftir þær, sem sumir amerískir fræðimenn töldu að líklega væru frá Vínlandsferöunum. Þá var líka rætt um 50 ára afmæli Reykjavíkurskóla. 12. scpt. eru þeir Björgvin Vigfússon og Þorsteinn Erlingsson kvaddir í samsæti á Vatnsenda. Þá gerðum viö Helgi Jónsson ]iað til skemmtunar að við ortum vítabikarsvísur um alla sem í samsætinu voru, og gengum svo fram fyrir hvern mann og kváðum eitthvaÖ til að stríða honum. Þessu var vel tekið af flestum, og þó einhverjum hafi mislíkaS, létu þeir okkur Helga ekki gjalda þess siðar. ÞaS haust er mikiS talaS um stjórnarskrármáliS, og það mál verður nú efst á dagskrá næstu árin. Menn skiptast hér í flokka, eins og á íslandi. Dr. Valtýr GuSmundsson fer nú aS gefa út »EimreiSina«, og nokkrir stúdentar fylgdu miSlunar- stefnu þeirri, sem hann gerSist höfundur aö og eftir honum var nefnd »Valtýskan«. En fleiri aöhylltust róttækari stefnuna, og var Dr. Jón Þorkelsson og »Sunnanfari« þeim megin. Á aSalfundi 6. febrúar 1897 varS Ágúst H. Bjarnason formaður, ég skrifari áfram, ég man ekki hver gjaldkerinn var. Ágúst var einhver sá ötulasti formaður, sem ég man eftir, frumlegur í skoðunum og hagsýnn aS koma fram áhugamálum sínum, og kom einkar vel og lipurlega fram. ViS vorum miklir vinir og héldum einkum saman fjórir, Björn frá ViSfirSi og GuSmundur Finnbogason auk okkar. Eitt af því sem viS gerðum var tilraun til aS hreinsa mál stúdenta, sem var oft mjög dönskublandið, einkum hjá lögfræSingum, sem kom til af því, að þeir urðu aS fá sérstaka tilsögn í námi sínu miklu meir en aðrir, og læra utan- bókar kynstur af lagagreinum. Ég man eftir að ég heyrði einn góSkunningja minn, lögfræSing, leiSrétta sjálfan sig i ræðu, sem

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.