Frón - 01.01.1943, Síða 26

Frón - 01.01.1943, Síða 26
20 Jakob Benediktsson minnast á frekar. FélagiS hefur oftast haft samvinnu við íslendingafélagið um eina eða tvær dansskemmtanir á ári, og hefur það venjulega reynzt gróÖafyrirtæki, enda hefur svo verið til ætlazt. Á gleðifundum félagsins söknuðu menn lengi söng- bókar, og þegar félaginu óx fiskur um hrygg, réðst þaS í aS gefa út slíka bók. Komst hún á prent í janúar 1937 og náSi sæmilegum vinsældum, þótt nokkurt þjark yrði um efnisvaliS í fyrstu. — F*ess má og geta aS lokum, aS nokkrum sinnum hafa veriS haldnir sameiginlegir fundir færeyskra og íslenzkra stúdenta. Hafa þá ræðumenn komiS fram frá báSum félögunum og hvorir mælt á sína tungu aS jafnaði, þótt hitt hafi og hent, aS hvorir hafi mælt á tungu hinna fyrir kurteisis sakir. Ef litiS er aftur yfir þennan síSasta þriSjung af ævi Stúdenta- félagsins og spurt hvernig því hafi tekizt aS inna af hendi hlut- verk sitt, verSur ekki annaS sagt en aS þaS hafi gengiS eftir vonum. Eins og dr. Sigfús Blöndal hefur skýrt frá í grein þeirri sem hér fer á undan, var ein meginorsökin til stofnunar félagsins sú þörf sem stúdentar fundu hjá sér til aS koma saman og ræða áhugamál sín, fyrst og fremst þjóSfélags- og menningarmál, og samtímis temja sér aS láta hugsanir sínar í ljósi í skipulegu formi. Petta hefur ávallt síSan veriS markmiS félagsins, og þó að einstaka ár hafi veriS í daufara lagi, þátttaka félagsmanna í umræðum og félagsáhugi minni en skyldi, þá hafa slík deyfSartímabil aldrei veriS langvinn. Eftir aS félagsmönnum fjöIgaSi hefur þó boriS meira á því aS töluverSur hluti þeirra hefur setiS hjá og ekkert lagt til félagsmála, og er þaS sjálfum þeim óheppilegast, en fundir hafa eigi aS síSur getaS orSiS fjörugir, því aS nógu margir hafa tekiS til máls. I3aS er hafiS yfir allan efa, aS félagsstarfsemin hefur veriS öllum þorra félagsmanna til gagns meS því aS gefa þeim kost á aS fylgjast meS í þeim málum sem ráSiS geta úrslitum í lífi íslenzku þjóSarinnar. Þó aS umræSur hafi sjaldnast veriS fyrirmynd aS rökfestu og viturlegum niSurstöSum né vönduSu orSavali, hafa þær getaS vakiS margan til umhugsunar um viSfangs- efni, sem lágu utan viS þann þrönga sjóndeildarhring sem nám hans markaÖi, og æft menn í því aS skýra frá skoÖunum sínum á skiljanlegan hátt. Sé svo, hefur félagsstarfiS gert sitt til aS forSa stúdentum frá mesta háska háskólaborgarans, þeim háska aS verSa aS staurblindum sérfræðingi, sem sér og þekkir ekkert

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.