Frón - 01.01.1943, Side 33

Frón - 01.01.1943, Side 33
Fullveldisræða 27 II Flutt í útvarpið í Berlín 1. des. 1941. Svo frjáls vertu, móSir, sem vindur á vog, sem vötn þín me5 straumunum þungu, sem himins þíns bragandi norSljósa log og ljóðin á skáldanna tungu, og aldregi, aldregi bindi þig bönd, nema bláfjötur Ægis viS klettótta strönd. MeS þessum orSum skáldsins, sem fela í sér þrá og vilja síSustu hundraS ára í sögu vorri, heilsa ég þjóS minni á frelsis- degi hennar í nafni íslendinga í Pýzkalandi, og allra hér í landi sem íslandi unna. Frelsi og vaxandi menning hefur veriS stefna vor alla síSustu öld, rétturinn til þess aS vera einir húsbændur í landi voru, og viljinn til þess aS vernda tungu vora og gera veg hennar og íslenzks þjóSernis sem mestan. Og aldrei geta íslendingar hafa þráS sterkar aS vera einir herrar í landi sínu, en þeir hljóta aS gera nú. Eftir 1918 gerSi mikill hluti íslenzku þjóSarinnar sér vonir um, aS 1943 gætum vér máS af landi voru hin síSustu ytri tákn, sem minntu á erlend yfirráS fyrri tíma. En skömmu áSur en sá draumur gæti rætzt, var land vort hertekiS, og nú er svo komiS aS herir tveggja stórvelda hafa setzt aS í landinu. IJví hefur hins vegar veriS lofaS aS herirnir skuli hverfa af Iandi burt aS loknum ófriSi, og ísland þá aftur verSa alfrjálst. Og munu íslenzk stjórnarvöld aS sjálfsögSu á sínum tima ganga fast eftir því, ef meS þarf, aS þau loforS verSi haldin. Vér viljum allir vona aS ísland verSi aftur frjálst aS loknum ófriSi. En þó aS sú von rætist, þá markar hinn 10. maí 1940 samt tímamót í sögu vorri, — hin mestu sem orSiS hafa, til góSs eSa ills, eftir því hvcrnig þjóS vor megnar aS bregSast viS kröfum þeirra tíma sem framundan eru. Stórveldi heimsins hafa komiS auga á hernaSarlega þýSingu íslands, og hún mun aldrei framar gleymast. Hin heimssögulega einangrun íslands er búin aS vera um aldur og æfi. Vér eigum nú fyrir oss langa sögu af skiptum vorum viS stórveldi heimsins, þau sem á hverjum tíma ráSa mestu í norSur- höfum. HvaS svo sem um ísland verSur eftir lok þess ófriSar, sem nú er háSur, og þó aS stórveldin tvö haldi loforS sín um

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.