Frón - 01.01.1943, Síða 38

Frón - 01.01.1943, Síða 38
Sigríður Eftir Guðrúnu Jónsdóttur frá Prestsbakka. Kafli úr óprentaðri sögu. I Nýja kaupakonan er falleg. Andrés segir, að hún sé lagleg. Helga segir, að hún sé viðkunnanleg. Pórir er viss um, að hún er falleg. Hún er sunnan úr Reykjavík. Hún kom með Fossin- um í Vörina, og Andrés sótti hana og dótið hennar. Hann reið af stað með vagnhestinn í taumi og rak lausa hestinn á undan sér. Hann var nýrakaður og óvenjulega kátur. Helga hló að honum og sagði, að hann skyldi gá að sér að glata ekki hjartanu. Pórir veit, að það þýðir að verða ástfanginn, en hann veit ekki hvernig það er, því hann hefir aldrei verið ástfanginn. Dagurinn ætlar aldrei að líða. öðru hvoru laumast hann til þess að horfa niður á veginn, rétt eins og það væri bannað! Hann setur hönd 'fyrir augu og reynir að rétta úr bakinu. Hana nú! Þarna koma þau neðan melana! Rykið þyrlast upp úr götunni í stórum mekki. »Pað er naumast að þau hleypa«, segir Helga. »Pau hugsa ekki mikið um vagnhestinn«. Pau koma heim að bænum og fara af baki. Pórir sér þau út um skemmudyrnar. Andrés stekkur af baki og fleygir taumunum frá sér. Kaupakonan fer líka af baki og tekur af sér vettlinginn áður en hún heilsar Helgu. »Ég heiti Sigríður«, segir hún og brosir. Hún hefir hvítar tennur og rauðar varir, augun eru dökk, grá sýnist Póri, en hann er ekki viss um það. Hann horfir á hana, en heldur samt áfram að troða ullinni í pokana. Pau hittast og hún heilsar honum með handabandi og brosir. »Ég heiti Sigriður«, segir hún; en drengurinn þorir ekkert að segja og veit ekki hvað hann á af sér að gera. Um kveldið háttar hún í gestarúmið og fer í hvítan, skósiðan náttkjól með ísaurni. Hún hefir hárið vafið í hnút í hnakkanum og þegar hún leysir það, flæðir það niður um kjólinn í gullnum bylgjum. -— Sigríður —! Pað er fallegt nafn, hugsar drengurinn;

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.