Frón - 01.01.1943, Side 42

Frón - 01.01.1943, Side 42
36 Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka og hún syngur betur en forsöngvarinn. l’órir er fullur undrunar yfir fegurð hennar. Hann þorir naumast aS yrSa á hana og laumast til þess aS hlusta á hana. Hún er eins og mynd úr ein- hverju æfintýri eSa draumi. Ef til vill er hún aSeins draumur eSa æfintýri! — Hann rekur þræSi hugsana sinna og vefur þá saman í ótal glitvefi. Mynd eftir mynd brosir viS honum meS dökkum augum og gullnu hári. — Hún er falleg, — en hvaS hún er falleg! II SigríSur fer um haustiS. I3aS er reyndar óþægilegt fyrir Helgu aS missa hana einmitt þegar haustannirnar byrja, en þaS tjáir ekki aS tala um j)aS. Hún fylgist meS rekstrinum niSur í Vör. Andrés og Þórir reka féS af staS aS áliSnu hádegi. SigríSur ríSur á eftir hópnum og hjálpar til, þó aS þaS sé óþarfi, því féS rennur sjálfkrafa eftir veginum, þegar niSur á þjóSveginn er komiS. ÞaS er kalt í veSri, og haustsólskiniS er svo fölt, aS þaS líkist glætu. Vegurinn er frosinn í hörzl, og ís á öllum lækjum. ÞaS er kalt aS sitja á hestinum og ríSa þetta fót fyrir fót, án þess aS hafa nokkuS fyrir stafni. Andrés talar viS SigríSi öSru hvoru, en þaS er eins og hún sé annars hugar, þó svarar hún kurteislega, eins og hún er vön. NiSri í Vörinni liggja tvö skip, annaS þeirra er Fossinn, sem SigríSur ætlar meS, hitt er saltskip, sem veriS er aS skipa upp úr og Andrés ætlar aS vinna viS i nokkra tíma, á meSan hann bíSur eftir slátrinu. Rekstur eftir rekstur færist nær kaupstaSnum. Menn hrylla sig í herSunum og blóta kuldanum, rétt eins og þaS geti nokkru áorkaS um veSurlagiS. Pegar áS er, stappa menn fótunum og berja sér. Þvílíkur andskotans kuldi! ÞaS er aS minnsta kosti tíu stig! KaupstaSurinn færist nær, og menn komast í betra skap. ÞaS er þó alltaf notalegra aS koma inn í hlýja búSina, eSa fá sér kaffiskvett á veitingahúsinu, — og hver veit nema einhver eigi bragS, þaS er ekki ómögulegt aS hægt sé aS fá eitthvaS um borS. Andrés kemst í betra og betra skap, eftir því sem hann nálgast kaupstaSinn. Hvass vindur blæs utan frá firSinum og klappar honum kunnuglega um andlitiS. Skyldi hann þekkja þaS! ölduhljóSiS lætur í eyrum hans eins og velþekkt lag frá liSnum árum. Hann fer aS segja SigríSi frá sjófcrSum sínum. Mikill

x

Frón

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.