Frón - 01.01.1943, Qupperneq 45

Frón - 01.01.1943, Qupperneq 45
Sigríður 39 hennar niður á bryggjuna og bíða eftir bátnum. Pað skellur og smellur í frystinum. öðru hvoru heyrast skothvellir frá slátur- húsinu og fótatak eftir frosinni götunni. Gömul kona í strigapilsi og karbættri treyju skolar vambir í læknum, sem rennur ofan í fjöruna; hendurnar á henni eru helbláar af kulda, og öðru hvoru blæs hún í kaun og snýtir sér síðan með fingrunum. Báturinn kemur utan frá Fossinum. Hann heggur í öldurnar og vaggast við áratökin. Fiskikaupmennirnir koma vagandi niður götuna og tala og hlæja, þeir hafa auðsjáanlega fengið bragð. Báturinn leggst að bryggjunni, og fólkið stigur út í hann. Sigríður kveður Þóri með handabandi og þakkar honum fyrir sumarið. Hann reynir að brosa, en það gengur illa fyrir munnherkjum. Svo stígur hún út í bátinn. Fiskikaupmennirnir eru valtir á fótunum og eiga bágt með að komast út í bátinn, svo ræðararnir verða að hjálpa þeim. Peir hlæja dálítið, blóta og hneppa að sér frökkunum. Það er andskoti kalt í dag! Þvílíkt hörkufrost í byrjun októbermánaðar! Maðurinn í gráa frakkanum kemur gangandi niður bryggjuna og stekkur léttilega út í bátinn. Svo er ýtt frá bryggjunni og árarnar settar út; smátt og smátt færist báturinn fjær landi. Þórir gengur aftur um göturnar og bíður eftir því að tíminn líði. Flann fer inn í kaupfélagið og kaupir sér brjóstsykur út í reikninginn sinn, lætur sem hann sjái ekki strákana, sem hæðast að honum, og sezt á tunnu fyrir utan eitt sláturhúsið og muðlar brjóstsykurinn úr pokanum. Sólin gengur undir, og hafið verður rautt sem blóð. öldurnar, sem freyða með hvítum földum úti á firðinum, roðna og roðna a3 meir. Skipin verða eins og fjarrænar myndir úti við sjón- deildarhringinn. Fossinn fer á hreyfingu, snýr sér við og blæs hástöfum, spýr kolsvörtum reykjarmekki upp í loftið og leggur af stað út fjörðinn nær og nær sólsetrinu. Svo bliknar sólroðinn smám saman, og skuggarnir lengjast. Kuldinn verður naprari og naprari. Fossinn hverfur fyrir Nesið, og Þórir stendur upp til þess að berja sér. Hann ríður heim á eftir vagninum í niðamyrkri. Það glamrar og glamrar í frosnum veginum, og fótatak hestanna er jiungt og þreytulegt. Skellirnir í frystinum kveða við á eftir þeim og yfir- gnæfa raulið í Andrési, sem er góðglaður eftir vinnuna úti í saltskipinu. Þórir situr hálfboginn á hestinum og bryður brjóst- sykur til þess að leysa þelann frá brjóstinu á sér. Nú er þessi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frón

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.