Frón - 01.01.1943, Page 46
40
Guðrún Jónsdóttir frá Prestsbakka
dagur liðinn, sumarið á enda og blómin löngu fölnuS. — Bláu
blómin, sem uxu í brekkunum í vor og brostu viS honum. —
Og söngurinn er þagnaSur í bænum. Hann finnur óljósa þrá
bærast í hjarta sér, þrá eftir nýju vori, nýjum blómum, nýjum
söng. Honum finnst eins og eitthvaS af honum sjálfum, eitthvaS
af huga hans, sé glataS og horfiS og geti ekki komiS aftur. Var
þaS sumariS, sem tók þaS meS sér, eSa fölnaSi þaS meS
blómunum? Hann veit þaS ekki — en hann veit hvaS hann vill:
Hann vill sigla út fjörSinn og finna nýja heima, nýtt sumar meS
löngum, hlýjum dögum, meS söng, sem aldrei þagnar, og meS
styrk, sem aldrei bregzt. Hann vill verSa stór og sterkur, glaSur
og djarfur.
NiSadimma hylur veginn, og frostiS nístir hendur hans. Hann
ríSur áfram og reynir aS gleyma því, aS hann er aSeins vesalings
fátækur krypplingur, sem aldrei getur orSiS sterkur og stór, sem
aldrei getur stokkiS léttilega út í bát, sem bíSur hans, og siglt
út í sólroSann meS hlýja hönd í lófa sínum og augu ljómandi
á móti sér full af ást og þrá.