Frón - 01.01.1943, Síða 47

Frón - 01.01.1943, Síða 47
Félagsmál Islendinga erlendis Eftir Guðmund Arnlaugsson I ú eru fjórSu stríðsjólin liðin hjá. Á meginlandi Evrópu eru- jL >1 í mörgum stærri borgum hópar íslendinga sem ekkert sam- band hafa við ættjörðina og jafnvel að talsverðu leyti eru einangr- aðir hver frá öðrum. ÞaS er engin nýlunda aS íslendingar séu langvistum erlendis, og heldur ekki aS samgöngur heim til gamla Fróns séu stirSar í svartasta skammdeginu, en ekki hefur þó oft komizt í hálfkvisti viS þá einangrun sem viS eigum nú viS aS búa, og sjaldan mun óvissan um framtíS fósturjarðarinnar og tvíræðnin um örlög sjálfra okkar hafa gripið menn sterkari tökum. Enginn sér fyrir endann á hildarleik þeim er nú gerist fyrir augum okkar, en engum getur heldur dulizt aS svo miklu er búið aS velta í rústir aS æriS starf og örSugt verSur aS byggja upp á ný, aS mikiS verkefni bíSur okkar allra að stríSinu loknu. Einangrunin hefur nú um hríS teppt þann nýjungastraum sem á friSarárunum rann svo ört aS góðir og nytsamlegir hlutir náðu oft ekki aS setjast í mönnum áSur en nýir komu og rýmdu þeim út. Nú hafa menn fengiS svigrúm til umhugsunar, og afleiðingin hefur orðiS sú aS ýmislegt þaS er áður lá í láginni hefur gripiS þá á ný. Þannig hafa augu manna opnazt aftur fyrir þjóðlegum verðmætum, og sú hætta er vofir yfir smáþjóðunum á þessum fimbultímum hefur skerpt skilning manna á tengslum þeirra viS ættjörðina. Langstærsti hópur íslendinga hér á meginlandinu er í Höfn. l3ar hafa þessi svefnrof lýst sér í aukinni félagsstarfsemi. 1 vetur er leiS og aftur nú í vetur hefur StúdentafélagiS haldiS kvöldvökur meS íslenzku efni á hálfsmánaSar fresti, og svo er þetta tímarit sem nú hefur göngu sína einnig af þeim rótum sprottiS. Kvöldvökurnar, sem tveir menn hafa annazt frá upphafi, þeir Jón Helgason prófessor og ritstjóri þessa timarits, hafa veriS á þann veg úr garði gerðar aS hver þeirra hefur veriS byggS upp um eitthvert ákveðiS efni. Sem dæmi um efnisval má nefna: BessastaSir, Sjósókn og siglingar, í óbyggðum, íslendingar í Vesturheimi. FramsögumaSur kvöldvökunnar safnar sem fjöl—

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.