Frón - 01.01.1943, Page 48
42
Guömundur Arnlaugsson
breyttustum lesköflum um efnið úr íslenzkum bókum, og á
sjálfri kvöldvökunni eru þeir lesnir upp, skýrðir og tengdir saman
af framsögumanni. Að jafnaði hafa og verið valdir söngvar sem
á einhvern hátt snerta efni kvöldvökunnar. Eru söngvar þessir
fjölritaðir og sungnir á milli þátta. Gestir kvöldvökunnar kynnast
þannig bókmenntum og sögu landsins á auðveldan og ánægju-
legan hátt, læra ný og gömul ljóð undir nýjum og gömlum
lögum, dvelja eina kvöldstund í samvist við landa sína og þau
mál sem eru sameign allra fslendinga eða ættu að vera. Hið
frjálsa og óþvingaða form kvöldvökunnar gerir hana að skörpu
menningarvopni í höndum fróðra og hugkvæmra manna. Hefur
stúdentafélagið í Höfn verið óvenju heppið að eiga þá Jón og
Jakob að, enda óvíst hvort ráðizt hefði verið í kvöldvökurnar
ella. Kvöldvökurnar njóta almennra vinsælda og eru að jafnaði
sóttar af 60—100 manns. önnur mikilsverð nýjung í félagsmálum
er útgáfa Fróns, en um hana er of snemmt að fella dóm ennþá.
íslendingafélagið í Höfn hefur tekið upp þá nýbreytni að
halda mót sín öðru hverju á sunnudögum síðdegis til að gefa
einnig ])eim er ekki hætta sér út í formyrkvun stríðsins að
kvöldlagi kost á að njóta þeirra. I’að hefur líka látið fjölrita
fréttabréf þau frá íslandi, er áður komu frá Helga P. Briem í
Lissabon en nú koma frá sendiráðinu í Höfn, og sent þau öllum
félagsmönnum. í ráði er að stofna íþróttaflokk og söngflokk,
hvort sem nokkuð verður úr því eða ekki.
Einnig má geta þess að stúdentar stofnuðu með sér skákfélag,
er síðar hefur fært út kvíarnar svo nú nær það til allra landa í
Höfn sem vilja vera með. Það heldur fundi vikulega og hefur
þó nokkra félagslega þýðingu, því að þar hitta menn landa sína
og spjalla við þá yfir skákinni, heyra fréttir og kynnast hver
öðrum.
Síðast en ekki sízt má nefna félag námsmanna við Land-
búnaðarháskólann. Tilgangur þess er að kynna félögum atvinnulíf
þjóðar sinnar og gera þá sem hæfasta til að taka að sér mikilsverð
störf þegar heim kemur. Pað er einstætt meðal íslenzkra félaga
hér að því leyti að þar má enginn félagi vera óvirkur. Hver félagi
flytur að minnsta kosti eitt erindi á vetri um einhver þau mál
heima er koma námi hans við, og eru allajafna umræður á eftir.
Á undan þessum framkvæmdum eða samfara þeim hafa átt
sér stað umræður um það hverjar kröfur og hver verkefni þessir
síðustu og verstu tímar leggi á þá íslendinga sem orðið hafa