Frón - 01.01.1943, Síða 49

Frón - 01.01.1943, Síða 49
Félagsmál íslendinga erlendis 43 útilegumenn hér á meginlandi Evrópu. AS vísu veit ég ekki til að menn hafi þar komizt aS neinum nýstárlegum niSurstöðum, hygg jafnvel ekki að menn hafi orSiS sammála nema um fá atriSi, enda væri slíkt alveg óvenjulegt og ótrúlegt afrek. En þessi félagsmál eru fyllilega þess virSi aS þeim sé gaumur gefinn af öllum sem hlut eiga aS máli. PaS er augljóst, eSa ætti aS vera, aS tíminn leggur okkur tvöfaldar skyldur á herSar, og mikiS ríSur á því aS viS landar höldum þétt saman og Ieggjum rækt viS allt þaS sem tengir okkur saman og bindur okkur íslandi. Hér á meginlandi Evrópu eru hundruS ungra manna og kvenna er þar hafa leitaS sér frama og mennta til þess aS geta síSar tekizt á hendur þýSingarmikil störf fyrir íslenzku þjóSina. ViS þetta fólk voru tengdar bjartar vonir heima, margt af því var meSal hins bezta af íslenzkri æsku, og um allt þetta liS er þaS aS segja aS þjóSin mátti naumast viS aS missa af því á venjulegum tímum og alls ekki eins og nú stendur á. Þetta fólk er nauSbeygt til aS vera áfram erlendis, þaS verSur aS ráSa sig í stöSur þar sem þaS er komiS, oft til margra ára í senn, og dregst svo smám saman út úr þeim íslenzka félagsskap sem þaS er í á námsárunum. Leikur þá sýnilega allmikil hætta á aS þetta fólk ílendist erlendis og glatist sem Islendingar. ÞaS er því þýSingarmikiS aS athugaS sé hvaS hægt er aS gera til aS efla félagslíf íslendinga hér á meginlandinu og styrkja samheldni þeirra á meSan allar leiSir heim eru lokaSar. II Hér í Kaupmannahöfn er brot annarrar smáþjóSar, aS vísu nokkru fjölmennara en viS landar, en meS svipaSa aSstöSu og lík vandamál sem viS. Heima á Fróni var þaS landfleyg gálga- fyndni aS Færeyingar væru eina þjóSin í heiminum sem liti upp til íslendinga. ViS samanburS á félagslífi íslendinga og Færeyinga í Höfn um þessar mundir myndi hlutlaus áhorfandi hæglega komast aS þeirri niSurstöSu aS full ástæSa væri til aS þetta breyttist. MeS Færeyingum í Höfn hefur frá fornu fari veriS fjölbreytt félagslíf, og síSan stríSiS hófst hafa þeirra gömlu félög fært út kvíarnar á ýmsan hátt og ný hafa veriS stofnuS. Af gömlu félögunum eru þau kristilegu fjölmennust og efldust. Kristilega ungmennafélagiS heldur fund hvern sunnudag. ÞaS er

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.