Frón - 01.01.1943, Síða 52

Frón - 01.01.1943, Síða 52
46 GuSmundur Arnlaugsson bókmcnntir, og hefur Chr. Matras dósent stjórn hans, og sá þriSji um sögu Færeyja undir umsjá Erlendar Paturssonar. Flokksmenn koma saman eitt kvöld í viku, og er efni fyrstu klukkustundar hvers fundar allbundið, næstum eins og kennslu- stund á námsskeiði, en síSan taka menn upp léttara hjal, oftast þó í sambandi viS þaS efni sem tekiS hefur veriS til umræSu. PaS kom fljótt á daginn aS bjartsýni þeirra manna er stofnuSu Eyjaframa var ekki alveg út í bláinn, fræSsluflokkarnir hafa þegar safnaS stórum og áhugasömum hóp Færeyinga. Þeir menn sem leiSbeina flokkunum vinna mikiS og þarft menningarstarf er fclur laun sín í sjálfu sér, og meSan Færeyingar eiga þann áhuga og þá ósérhlífni er þarf til aS halda uppi slíku starfi sem hér hefur veriS lýst eru þeir öfundar verSir. III Ýmislegt í félagslífi Færeyinga, og þá ekki sizt Eyjaframi, byggist á aSstæSum sem ekki eru sameiginlegar Færeyingum og Islendingum. Færeyingum er áreiSanlega brýnni þörf á fræSsIu- starfi eins og því er Eyjaframi rekur heldur en okkur ís- lendingum. En þó getum viS áreiSanlega margt af þeim lært ef okkur er alvara um aS auka félagsstarfsemina. l5aS er væntanlega engin þörf á aS kenna íslendingum hér íslenzka málfræSi eSa réttritun, en hins vegar gæti sem bezt komiS til greina aS mynda smá-fræSsluflokka eSa leshringi um íslenzkar bókmenntir eSa einhver fagleg mál. Félag landbúnaSarnema, sem áSur er getiS um, er í rauninni aSeins slíkur flokkur sem hefir reynzt vel lífvænn og félögunum til mikils gagns og ánægju. PaS sýnir ljóslega aS jafnvel mjög faglegir og alvarlegir fræSsluflokkar geta mætavel þrifizt meSal landa, og ætti þá ekki síSur aS vera kleift aS halda uppi flokkum um bókmenntir og önnur léttari efni. Slikir hópar ættu ekki aS vera stærri en svo aS þeir kæmust fyrir hjá einhverjum þátttakanda, og væri þá húsnæSismál þeirra leyst. Einn höfuSkostur leshringa er frjálsræSiS í efnisvali og vinnulagi. Parna má taka alls konar efni fyrir, allt frá því aS lesa og ræSa saman eitthvert íslenzkt skáldrit til þess aS fást viS yfirlit yfir sögu eSa bókmenntir heils tímabils. Mörg af þeim efnum er tekin hafa veriS á kvöldvökum Stúdentafélagsins eru Hka prýSilega fallin sem efni í leshring. Sama á viS um starfs-

x

Frón

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.