Frón - 01.01.1943, Page 54

Frón - 01.01.1943, Page 54
•48 Guðmundur Arnlaugsson Ármanni á Alþingi og Fjölni, Nýjum félagsritum og Eimreiðinni. í því félagslífi er stóS að baki þessum ritum þroskuðust ýmsir þeir menn er síðar stóðu í fylkingarbrjósti í íslenzkum menning- armálum. í þessu andrúmslofti urðu til mörg vinsælustu kvæði okkar fslendinga. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar komu í Fjölni, Eimreiðin hóf göngu sína á einu kunnasta kvæði Porsteins Erlings- sonar, Hannes Flafstein orti mörg sinna beztu kvæða á stúdents- árunum i Höfn. Þessi borg var sá staður þar sem ungir íslenzkir menntamenn vöknuSu til vitundar um land sitt og þjóðerni og aðstöSu sína í veröldinni. Nú eru aS vísu aSrir tímar og breytt viðhorf. Hinir ungu ís- lenzku menntamenn eru dreifðir um Danmörk, SvíþjóS, Þýzka- land og Noreg. En hér á meginlandinu eru áreiSanlega margir sem geta lagt drjúgan skerf til íslenzkra menningarmála, ef þeim -er gefinn kostur á því. Fyrsta sporiS i þá átt aS sameina þá til menningarlegra átaka er útgáfa þessa tímarits. En nú kemur til lcasta allra íslendinga erlendis að bregSast svo viS aS þetta megi 'verSa upphaf nýrrar blómaaldar í félagslífi þeirra.

x

Frón

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.