Frón - 01.01.1943, Síða 64
58
Orðabelgur
einstakling lítillar þjóSar, sem vill halda uppi sérstöku máli,
þjóSerni og menningu, hvílir ábyrgð til að leggja fram sinn skerf,
einkum þegar á reynir, eins og einmitt nú. Allir íslendingar,
hvar sem þeir eru staddir í heiminum, hafa einhver tækifæri til
þess, og er vonandi, aS mótiS hafi glætt áhuga manna á aS nota
tækifærin.
Er ætlunin aS halda Jótlandsmótunum áfram meSan tiltök
eru á því. íslendingafélagiS greiddi óbeinan kostnaS af mótinu,
og er málunum nú komiS í þaS horf, aS móti á komandi sumri
ætti aS vera borgiS. Væri æskilegt, aS þaS gæti orSiS fjölmennara
og fjölbreyttara en þaS fyrsta, og væri vel til falliS, aS Hafnar-
íslendingar legSu leiS sína þangaS í sumarleyfinu.
Þorvarður Jón Júlíusson.
Stúdentafélagið Verðandi í Uppsölum átti sextugsafmæli í
haust. »ForSastu ofneyzlu áfengis og varastu aS ganga í VerSandi«
voru þau tvö heilræSi sem einn virSulegur embættismaSur lagSi
syni sínum aS skilnaSi; hann átti aS fara aS stunda nám í
Uppsölum. FélagiS var þá ungt og hafSi á sér illt orS meSal
íhaldsmanna af því aS þaS hélt afdráttarlaust uppi merkjum
málfrelsis og ritfrelsis og alls konar frjálslyndis. En smátt og
smátt breyttist aldarandinn, og ýmsir þeirra manna sem skólazt
höfSu viS umræSur og aSra starfsemi í VerSandi, áttu sinn þátt
í mótun sænsku þjóSarinnar, urSu blaSamenn, rithöfundar,
háskólakennarar, stjórnmálamenn. FélagiS hefur haldiS áhuga til
menningar og þjóSfélagsmála vakandi meSal stúdenta, sem
annars er hætt viS aS ekki láti slik mál til sín taka, heldur
einangrist í fagi sínu. En svo nauSsynlegt sem þaS er aS stúdentar
afli sér traustrar sérþekkingar sem forSi mönnum frá aS verSa
gutlarar, svo hættulegt er þaS þjóSfélaginu aS þeir loki augum
fyrir öllu öSru. Láti þeir sem bezta hafa menntunina sig almenn
mál engu skipta, þá eru einlægt nógir aSrir fúsir til aS vasast í
þeim, sem engin skilyrSi hafa til þess önnur en sjálfstraustiS og
gaspriS. MeSal þess sem félagiS VerSandi hefur unniS aS, má
helzt nefna alþýSufræSslu. PaS hefur gengizt fyrir samningu og
útgáfu fjölda smárita um margvísleg þekkingarefni og jafnan
gætt þess aS þau væru gerS á fræSilegum grundvelli, án þess
aS víkja nokkurs staðar frá því sem menn vita sannast og
réttast. Rit þessi skipta nú hundruSum og hafa samtals veriS