Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 67

Frón - 01.01.1943, Blaðsíða 67
Orðabelgur 61 fremstu sem vér eigum til í sínum greinum. Hngan hefði þangað til í fyrra órað fyrir að tiltök þætti að velja 230 helztu íslendinga án þess að geta þeirra. Hverjir standa þá í bókinni? Auðvitað £etur ekki hjá því farið að þar eru margir menn sem allir hljóta að vera sammála um að sjálfsagt var að taka. En þess utan er þar undarlega margt manna sem fáir kunna deili á og litlar líkur eru til að neinn hirði að forvitnast um, forstjórar og aðrir starfs- menn fyrirtækja sem aðeins eru kunn nánustu viðskiptavinum, kaupmenn sem aldrei hefur heyrzt að neitt hafi afrekað nema að reka sina heildsöluverzlun eða annast sína búð. Um einn mann er þess getiÖ í framtali verðleika hans að hann verzli með Ijósmyndatæki á Seyðisfirði. Um annan er heiminum tilkynnt að bann sé í bindindisfélagi. Ungur prestur er skyndilega leiddur fram á sjónarsviðið án þess að nokkur leið sé að sjá hvað hann hafi unniö sér til ágætis fram yfir tugi og hundruö annarra atéttarbræðra sinna. Svipuð dæmi mætti lengi telja. Hér skulu engin nöfn nefnd. En vilji lesandinn verða lostinn ennþá meiri undrun en dæmin hér að framan gefa efni til, er honum ráðlagt að skoða sjálfa bókina. Frágangi íslenzku deildarinnar er einnig mjög ábótavant aS máli til. HingaS og þangaS eru hrá dönsk orð á svamli innan um sænskuna. Ritverk sem aSeins eru til á íslenzku eru stundum nefnd sínu rétta íslenzka nafni, stundum er titillinn þýddur á sænsku, stundum á dönsku; hið síSastnefnda er að sjálfsögSu alveg óviðeigandi í sænskri bók. Um prófarkalestur íslenzkra nafna og annarra heita verða ekki notuS vægari orS en aö hann sé fram úr hófi bágborinn. Hvergi nein fastatök. Hvergi nein meginregla. J. H. Þrjár rtýjar bœkur í íslenzkum fræöum. Vísindastörf í íslenzkum fræðum hafa átt erfitt uppdráttar á siSustu árum hér á Noröurlöndum. Stærstu handritasöfn íslenzk hafa verið flutt úr heimkynnum sínum á óhultari staSi, þar sem ekki er hægt aS nota þau daglega, og um lán á bandritum milli landa er ekki lengur aS ræða. Allt samband vísindamanna landa á milli hefur torveldazt, svo að hver verður að mestu að pukra í sínu horni, án þess að vita hvað aðrir hafast að. I’ví mciri ástæSa er til aS fagna því að fyrir rúmu ári var bundinn endi á eina hina merkustu útgáfu forníslenzkra rita sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frón

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frón
https://timarit.is/publication/1208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.