Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 62

Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 62
 Strákar, hver ætlar að dekka gríska undrið næsta sumar? Ísland mætir Grikklandi í fyrsta leik sínum í úrslitakeppni Evrópu- mótsins í Helsinki í sumar og þar mætir íslenska liðið mögulega næstu súperstjörnu NBA-deildarinnar, Giannis Antetokounmpo. Giannis hefur hækkað sig í fimm helstu tölfræðiþáttunum á hverju tímabili sínu í NBA KÖRFUBOLTI Grikkinn Giannis Antetokounmpo komst á þriðjudagskvöldið í hóp með Michael Jordan og Hakeem Olajuwon í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta. Daginn eftir fékk hann að vita það að Eurobasket næsta sumar byrjar hjá honum með leik á móti íslenska landsliðinu 31. ágúst. Giannis Antetokounmpo hefur gælunafnið „Gríska undrið“ og skal engan undra enda án efa hávaxnasti leikstjórnandinn í heimi. Hinn 211 sentimetra Giannis er enn ungur maður og því með mikið rými til að verða mun betri. Hann heldur upp á 22 ára afmæli sitt í byrjun jóla- mánaðarins en þrátt fyrir það er kappinn þegar á sínu fjórða tíma- bili í NBA-deildinni. 11,3 milljarða samningur Forráðamenn Milwaukee Bucks voru tilbúnir að bjóða honum hundrað milljóna dollara samning í september. Hafi einhver talið að 11,3 milljarðar fyrir fjögur næstu árin væru of mikið þá efast menn ekki lengur. Hróður Giannis Antetokounmpo eykst með hverjum mánuði enda tölfræði hans saga til næsta bæjar. Hver veit nema við fáum meira af leikjum á næstunni eins og þann þegar Bucks- liðið vann Orlando á mánudaginn. Antetokounmpo varð þá fjórði NBA-leik- maðurinn frá 1984 sem nær að vera með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst, 10 stoðsending- ar, 5 stolna bolta og 3 varin skot í einum og sama leiknum. Hann komst þar í hóp með Michael Jordan (1988), Hakeem Olajuwon (1994) og Andrei Kirilenko (2007). Nú þegar Milwaukee Bucks er búið með þrettán leiki á tímabilinu (af 82) þá er strákurinn sá eini í NBA-deildinni sem er meðal 25 efstu manna í stigum, fráköstum, stoðsendingum, vörðum skotum og stolnum boltum að meðal- tali í leik. Súperstjörnurnar Anthony Davis og Draymond Green ná „aðeins“ inn á topp 25 á fjórum listum og LeBron James er „bara“ meðal efstu manna á þremur listum. Giannis hefur verið besti maður Milwaukee Bucks á báðum endum vallarins og hann er að bæta sig gríðarlega á hverju tímabili. Hann hefur hækkað sig í öllum fyrrnefndum tölfræðiþáttum á fyrstu fjórum tímabilum sínum í NBA. Ólst upp í mikilli fátækt í Grikklandi Antetokounmpo þekkir ekkert annað en að vinna fyrir hlutunum eftir að hafa alist upp í mikilli fátækt á Grikklandi. Honum tókst að komast þaðan og skapa sér nýtt líf. Hann hefur síðan komið með alla sína fjölskyldu til Wis- consin. Giannis vill heldur hvergi annars staðar vera og datt ekki í hug að kanna betri tilboð frá öðrum félögum. Antetokounmpo er þegar orðinn stjarna og með sama áframhaldi styttist í að hann verði ein af súperstjörnum NBA. Við erum að tala um leikstjórnanda sem er stærri en nokkrir miðherjar deildarinnar. Antetokounmpo er algjörlega einstakur leikmaður en í viðbót við alla sentimetrana er hann með 220 sentimetra faðm. Hann fer völlinn í nokkrum skrefum og eftir að Mil waukee Bucks fór að láta hann spila sem leik- stjórnanda hefur hann blómstr- að. Það er ekki verra fyrir hann að þjálfari hans er Jason Kidd, einn besti leikstjórnandi NBA- deildarinnar á sínum tíma. Það er ekki annað hægt en að hrífast af þessum ótrúlega íþróttamanni sem líður aldrei betur en á opnum velli í hraðri sókn. Hver dregur stutta stráið? Líkamlegir hæfileikar, betri og betri tækni í bland við mikla körfuboltagreind gerir mót- herjunum nánast ómögulegt að reyna að stöðva hann. Þessu fá strákarnir okkar að kynnast í Helsinki næsta sumar, en Antetokounmpo hefur verið með gríska landsliðinu undan- arin tvö sumur. Stóra spurningin er hver dregur stutta stráið og þarf að dekka hann. Þegar tölfræði manna er farin að detta inn með bestu alhliða dögum leikmanna eins og Michaels Jordan og Hakeems Olajuwon þá er ljóst að þar fer efni í súperstjörnu í NBA. Hann hefur líka átta mánuði til að verða enn betri fyrir þennan leik á móti Jóni Arn- óri Stefánssyni, Hauki Helga P á l s s y n i , Herði Axel Vilhjálmssyni og félögum á Hartwall Arena.  Haukur, Hörður og Jón Arnór eru  allir frá- bærir varnarmenn og þekkja það vel að dekka stærri menn. Þeir hafa hins vegar örugglega aldrei lent í því að dekka mann eins og „Gríska undrið“. ooj@frettabladid.is Stig að meðaltali í leik Fráköst í leik Stoðsendingar í leik Stolnir boltar í leik Varin skot í leik 2013-14 2013-14 2013-14 2013-14 2013-142014-15 2014-15 2014-15 2014-15 2014-15 2015-16 2015-16 2015-16 2015-16 2015-162016-17 2016-17 2016-17 2016-17 2016-17 21,8 6,8 12,7 16,9 4,4 6,7 7,7 8,5 1,9 2,6 4,3 5,8 0,8 0,80,9 1,2 2,0 2,21,0 1,4 Aðeins þrír leikmenn hafa náð að vera með 21,5 stig, 8,4 fráköst, 5,5 stoðsendingar og 2 stolna að meðaltali á tímabili í NBA eða þeir Larry Bird, Magic Johnson og Scottie Pippen. 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R44 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 D -1 7 5 C 1 B 6 D -1 6 2 0 1 B 6 D -1 4 E 4 1 B 6 D -1 3 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.