Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 10

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 10
Landbúnaður Soðið hefur upp úr hjá sauðfjárbændum vegna gríðar- legs mismunar sem er á milli afurða- verðs til bænda á ærkjöti og verðs á ýmsum kindaafurðum í verslunum. Dæmi er um að grafið kindafillet kosti 9.959 krónur kílóið í verslun- um Fjarðarkaupa en bændur fá eftir sem áður í kringum 116 krónur fyrir kílóið, eða eitt prósent af söluverði afurðarinnar. Í hópi sauðfjárbænda á Facebook hafa skapast miklar umræður um málið. Tilkynnt var um lækkun á afurða- verði síðsumars fyrir dilka og full- orðið fé og vakti lækkunin hörð viðbrögð enda þvert á markmið nýsamþykkts búvörusamnings. Lækkunin var meðal annars rök- studd með því að illa hefði gengið að selja hliðarafurðir, svo sem gærur, á erlendum mörkuðum en sauðfjár- bændur sendu í ágúst frá sér ályktun um að óboðlegt væri að velta upp- söfnuðum rekstrarvanda á sveitir landsins. Svavar Halldórsson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka sauðfjárbænda, segir allan gang á því hve hátt hlut- fall af söluverði afurðanna renni til bænda en dæmið sem hér er tekið að ofan sé eitt það ýktasta. „Við höfum reiknað út að í grófum dráttum fái bændur um það bil þriðjung af endanlegu útsöluverði í sinn vasa sem okkur finnst mjög lágt hlutfall. Í sumum tilfellum fá þeir meira en augljóslega, eins og þetta dæmi sann- ar, í sumum tilfellum miklu minna.“ Svavar segir að bændur í nágrannalöndum Íslands geri kröfu um að fá tvo þriðju hluta af útsölu- verði í sinn vasa. „Við höfum ekki nákvæmar upp- lýsingar um hvernig verðið skiptist á milli sláturhúsa, kjötvinnsla og smásölu en við vitum hins vegar hvað bóndinn fær og hvert endan- legt útsöluverð er. Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram.“ Svavar vill ekki draga ályktanir um í vasa hvers mismunurinn rennur að mestu en bendir þó á skýrslu Sam- keppniseftirlitsins um dagvöruversl- anir. Þar kemur fram að arðsemi matvöruverslana hér á landi sé meiri en gengur og gerist. Meðalarðsemi í Evrópu sé þrettán prósent og ellefu prósent í Bandaríkjunum. Á Íslandi sé arðsemi matvöruverslana aftur á móti 35 til 40 prósent. „Ef við tölum út frá staðreyndum þá hefur eftirlitið sagt að það sé fákeppni á dagvöru- markaði og fyrirtækin skila miklu meiri arðsemi en sambærileg fyrir- tæki í öðrum vestrænum ríkjum.“ Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framlegð verslan- anna  af vörum sem framleiddar eru hér á landi sé nítján prósent. snaeros@frettabladid.is Bændur fá aðeins brotabrot af endursöluverði kindakjöts Dæmi eru um að íslenskir bændur fái eitt prósent af söluverði kindaafurða í matvöruverslunum. Reiði er á meðal margra þeirra vegna lækkaðs afurðaverðs til bænda sem rekja má til verri stöðu á útflutningsmörk- uðum. Stór hluti mismunarins virðist renna til verslunarinnar. Miklar umræður meðal bænda á Facebook. Afurðaverð til bænda var lækkað í haust. Sú lækkun hefur þó á engan hátt skilað sér til neytenda ef marka má tölur úr matvöruverslunum. FréttAblAðið/SteFán SakamáL Aðalmeðferð gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í vikunni. Er þeim gefið að sök að hafa slegið mann í andlitið um sjó- mannadagshelgi á Raufarhöfn, sem og að hafa ítrekað sparkað í höfuð hans, bak og síðu. Hlaut hann við það höfuðkúpubrot, rifbeinsbrot og þrír hryggjarliðir brotnuðu einnig. Við aðalmeðferð málsins gat fórnar lamb árásarinnar ekki gert nægilega grein fyrir því hverjir það voru nákvæmlega sem gengu í skrokk á honum og lýsti hann því sem svo að hann hafi ekki fengið spark í höfuðið líkt og ákæran gefur til kynna. Við aðalmeðferðina var lögð fyrir fórnarlambið lögregluskýrsla sem tekin var af honum tveimur dögum eftir árásina. Þar kemur fram að hann hafi á þeim tímapunkti ekki vitað hverjir það voru sem réðust á hann. Magnús  Davíð  Norðdahl, verj- andi annars mannsins, segir ekkert þeirra fjórtán vitna sem lögreglan ræddi við hafa sagt þá ákærðu hafa ráðist á fórnarlambið. Ekkert hafi komið fram við aðalmeðferð sem breyti sönnunarstöðu í málinu. „Í máli þessu hefði aldrei átt að ákæra enda ekkert í gögnum málsins sem rennir stoðum undir sekt umbjóð- anda míns né meðákærða,“ segir Magnús. „Í fyrsta lagi er framburður brotaþola við skýrslutöku hjá lög- reglu mjög óskýr. Þá spyr lögreglan ítrekað leiðandi spurninga og virðist jafnframt fullyrða við brotaþola að tilteknir nafngreindir aðilar hafi ráð- ist á hann. Þessi vinnubrögð lögreglu eru ámælisverð og rannsóknarefni út af fyrir sig. Það er með öllu óásættan- legt í réttarríki að einstaklingar séu ákærðir á veikum grunni og hvað þá heldur sakfelldir.“ Mennirnir tveir sem ákærðir eru hafa aldrei hlotið dóm fyrir ofbeldis- brot áður. – sa Réttað yfir tveimur vegna alvarlegrar líkamsárásar á Raufarhöfn Þá spyr lögreglan ítrekað leiðandi spurninga og virðist jafn- framt fullyrða við brotaþola að tilteknir nafngreindir aðilar hafi ráðist á hann. Magnús Norðdahl verjandi Þetta sýnir að skiptingin er ekki sanngjörn eins og við höfum verið að halda fram Svavar Halldórsson, framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjárbænda Skagafjörður Kongsberg, vinabær sveitarfélagsins Skagafjarðar í Noregi, hefur ákveðið að senda ekki jólatré til Skagafjarðar frá og með árinu 2017. Jólatréð sem Skagfirðingar tendra þessi jólin verður því það síðasta sem kemur hingað til lands frá Kongs- berg. Bæjarráð Skagafjarðar fundaði um málið þann 17. nóvember síðastlið- inn. Þakkaði ráðið Kongsberg fyrir þann hlýhug sem sýndur hefur verið í áratugi með því að senda jólatré að gjöf til íbúanna. Ljóst verður að Skag- firðingar þurfa að sækja sér jólatré annað á næsta ári. – sa Sauðárkrókur fær ekki jólatré Samgöngur Magnús Gunnarsson, óánægður farþegi Icelandair, telur flugfélagið svíkja sig um skaða- bætur. Hann segir að samkvæmt reglugerðum Evrópusambandsins beri flugfélaginu að greiða honum fjögur hundruð evrur þar sem flug hans var lengra en 1.500 kílómetrar og seinkunin meiri en þrír klukku- tímar. Magnús flaug með flugi FI 451 frá Lundúnum til Keflavíkur þann fjórða nóvember síðastliðinn. Magnús segir flugið hafa átt að fara í loftið 12.30, það hafi hins vegar farið í loftið um þrjú en þá var vél- inni snúið við vegna bilunar. Því var þá aflýst og flaug Magnús heim með kvöldvélinni. Þá hafi hann farið að skoða rétt sinn og haft samband við Icelanda- ir. Flugfélagið svaraði honum hins vegar því að það teldi sig ekki skaða- bótaskylt þar sem um óviðráðan- legar aðstæður hafi verið að ræða og vísaði til reglugerðar Evrópusam- bandsins um slíkt. Magnús vísaði þá í niðurstöðu Evrópudómstólsins í máli Wallentin- Hermann gegn flugfélaginu Alitalia frá 2008 þar sem niðurstaðan var sú að flugfélög gætu ekki flokkað tæknileg vandamál flugvéla sem óviðráðanlegar aðstæður. Icelandair benti á móti á ákvörðun Samgöngustofu frá því í fyrra vegna sam- bærilegrar kvörtunar þar sem Samgöngustofa komst að þeirri niður- stöðu að óviðráðanlegar aðstæður hafi skapast vegna ófullnægjandi flugöryggis. Því hafi seink- unin í því tilfelli verið vegna óviðráðanlegra aðstæðna og viðkomandi flugfélag ekki skaða- bótaskylt. Magnús segir hins vegar að sú ákvörðun hafi ekkert með mál hans að gera. Hann hyggist jafnframt fara í hart ef hann fær sínu ekki framgengt. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Icelandair, segir fluginu hafa verið snúið við vegna bilunar, það flokkist undir óviðráðanlegar aðstæður. „Ég átta mig ekki á því hvort þessi einstaklingur hefur leit- að til Samgöngustofu eða hvar hans umkvörtun stendur,“ segir hann. –þea Telur sig svikinn um skaðabætur LögregLumáL Falsaðir 10.000 króna seðlar voru notaðir til að greiða fyrir veitingar á matsölustað í miðborg- inni í síðustu viku. Fyrr í mánuðin- um var karlmaður handtekinn fyrir að greiða fyrir viðskipti á bensínstöð með fölsuðum seðli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu leiddi árvekni starfsmanns bensínstöðvarinnar til handtökunnar. Lögreglan beinir þeim tilmælum til afgreiðslufólks að vera á varðbergi vegna þessa og hvetur jafnframt til þess að þeir sem eru í afgreiðslustörf- um kynni sér helstu öryggisþætti íslenskra peningaseðla á heimasíðu Seðlabanka Íslands. – þh Falsaðir seðlar greiddu bensín Már Guðmundsson seðlabankastjóri með einn ófalsaðan. FréttAblAðið/GVA Fórnarlambið vissi ekki eftir árásina hverjir réðust á hann. FréttAblAðið/ SteFán SVARTUR FÖSTUDAGUR? LÝSUM UPP SKAMMDEGIÐ 20-50% afsláttur af öllum jólavörum, jólaljósum og seríum í dag og um helgina. við Fellsmúla | 108 Reykjavík | OPIÐ ALLA DAGA Magnús Gunn- arsson, óánægður farþegi icelandair 2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 f ö S T u d a g u r8 f r é T T i r ∙ f r é T T a b L a ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 C -F 9 B C 1 B 6 C -F 8 8 0 1 B 6 C -F 7 4 4 1 B 6 C -F 6 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.