Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 92
2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r
Falleg en myrk
Kanye West hefur átt mjög strembna
viku þar sem hafa skipst á skin og
skúrir hjá rapparanum fjölhæfa.
Á miðvikudaginn kom út nýjasta
útgáfan af Yeezy Boost skónum sem
hann hannar með Adidas og hafa
gjörsamlega sett heim „sneaker-
heads“ á hliðina og verða að teljast
ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á
laugardaginn æddi hann af sviðinu á
tónleikum sínum í Sacramento eftir
að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé
og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum
við Donald Trump. Í framhaldinu
aflýsti hann síðan restinni af tónleika-
ferðalagi sínu og toppaði þetta svo á
mánudaginn þegar hann var lagður
inn á sjúkrahús vegna ofþreytu.
Á þriðjudaginn voru hins vegar
nákvæmlega sex ár síðan My Beauti-
ful Dark Twisted Fantasy, fimmta
sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut
gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á
sínum tíma, fékk meðal annars 10
af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta
sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu
plötur ársins og vann Grammy-verð-
launin sem besta rappplatan. Hún
stökk beint í fyrsta sætið á Billboard-
listanum og seldist í milljón eintök-
um í Bandaríkjunum einum saman.
Það sem er kannski merkilegast
við þessa dagsetningu er að Kanye
West hóf upptökur á plöt-
unni eftir að hafa flúið til
Havaí vegna ofþreytu sem
mátti rekja til álags í starfi.
Hann hafði að sama skapi
hneykslað fólk með fram-
komu sinni um svipað leyti
þar sem hann hafði stokkið
upp á svið á MTV
Video Music-verð-
laununum og
hrifsað hljóð-
nemann af
Taylor Swift
sem var
a ð t a ka
þar við verð-
launum. Úr
varð þessi
p l at a s e m
verður að telj-
ast með þeim
b e t r i s e m
hafa komið út
í sögu rapp-
tónlistar og
þó víðar væri
leitað. Þemað
á henni er að
miklu leyti áhrif
frægðarinnar á
Kanye og hefur
hún stundum verið
kölluð afsökunar-
beiðni hans fyrir
þessa erfiðu tíma
áður en Herra West
stakk af.
Það verður spenn-
andi að sjá hvort þessir
erfiðleikar sem Kanye er
að ganga í gegnum núna
eigi eftir að skila annarri
stórkostlegri plötu eins og
My Beautiful Dark Twisted
Fantasy er svo sannarlega.
stefanthor@frettabladid.is
og brengluð fantasía
Í þessari viku voru sex ár síðan platan My Beautiful Dark Twisted
Fantasy með Kanye West kom út. Einnig svipaði þessari viku svo-
lítið til vikunnar hjá Kanye áður en hann fór í sjálfskipaða útlegð þar
sem hann svo samdi og tók plötuna upp.
SamStarFSmenn á
plötunni
Mike Dean
RZA
No ID
Pusha T
Nicki Minaj
Elton John
Kid Cudi
Gil Scott Heron
Drake
og fleiri og fleiri
Sólóplötur Kanye West
l The College Dropout (2004)
l Late Registration (2005)
l Graduation (2007)
l 808s & Heartbreak (2008)
l My Beautiful Dark
Twisted Fantasy (2010)
l Watch the Throne (með
Jay Z) (2011)
l Yeezus (2013)
l The Life of Pablo
(2016)
Rapparinn Rick Ross er einn af
fjöldamörgum listamönnum sem
höfðu hönd í bagga með plötunni.
Kanye West hefur ekki átt sjö dagana
sæla í þessari viku en hann liggur á
sjúkrahúsi vegna ofþreytu.
Nicki Minaj stelur senunni í lag-
inu Monster þar sem hún gengur
gjörsamlega af göflunum.
Ljósaganga UN Women fer fram í dag
á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu
þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi.
Dagurinn markar upphaf 16 daga
átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem
UN Women á Íslandi ásamt öðrum
félagasamtökum hér á landi eru í for-
svari fyrir.
Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er
Konur á flótta. Maryam Raísi leiðir
gönguna í ár og flytur hugvekju.
Maryam og móðir hennar, Torpikey
Farrash, hafa verið á flótta undanfarin
15 ár. Þegar Maryam var fjögurra ára
gömul tóku talíbanar völdin í Afgan-
istan og neyddust mæðgurnar til að
flýja frá Kabúl. Allar götur síðan hafa
þær verið á flótta og flakkað milli Írans
og Afganistans.
Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði
að taka sér Maryam fyrir konu flúðu
mæðgurnar til Evrópu og síðar til Sví-
þjóðar eftir langt og strangt ferðalag.
Eftir þriggja ára dvöl þeirra í Svíþjóð
var þeim neitað um hæli. Þá héldu þær
næst til Íslands þar sem þeim var neit-
að um hæli eftir þriggja mánaða dvöl. Í
fjóra mánuði hafa þær beðið eftir sím-
tali milli vonar og ótta. Þær ánægju-
legu fréttir bárust í fyrri hluta síðustu
viku að kærunefnd útlendingamála
hefur vísað málinu aftur til Útlend-
ingastofnunar sem þýðir að þeim
verður ekki vísað úr landi á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar og málið
verður skoðað frá upphafi hér.
Þátttaka Maryam í göngunni í ár er
táknræn fyrir þá hörmulegu stöðu sem
milljónir flóttakvenna um allan heim
eru í. Gangan hefst klukkan fimm á
Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarson-
ar. Þar mun Harpa blasa við lýst upp í
appelsínugulum lit líkt og aðrar merk-
ar byggingar víða um heim. Liturinn er
táknrænn fyrir von og bjarta framtíð
kvenna og stúlkna án ofbeldis. Hægt
verður að kaupa kyndla á staðnum á
1.000 kr. Einnig verða nýir verndarar
UN Women á Íslandi kynntir í upphafi
göngunnar.
Alls eru 65 milljónir manna á flótta
í heiminum núna og aldrei hafa fleiri
konur verið á flótta. Við þær hörmu-
legu aðstæður og neyð sem fólk býr
eru konur og stúlkur berskjaldaðri en
nokkru sinni fyrir ofbeldi. UN Women
starfar í þágu kvenna um allan heim og
styður m.a. við konur á flótta. – bbh
Flóttakona leiðir ljósagönguna í ár
Samkvæmt tilkynningu eru 65 milljónir
manna á flótta í heiminum núna og
aldrei hafa fleiri konur verið á flótta.
FRéTTaBLaðið/ERNiR
Slökkvitæki, léttvatn 6 l
8.865 kr.
Tilboðsverð í vefverslun
Listaverð: 12.664 kr.
Öryggismiðstöðin | Sími 570 2400 | oryggi.isELDVARNIR
Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja
og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is.
74 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
6
C
-D
7
2
C
1
B
6
C
-D
5
F
0
1
B
6
C
-D
4
B
4
1
B
6
C
-D
3
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K