Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 92

Fréttablaðið - 25.11.2016, Blaðsíða 92
2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r Falleg en myrk Kanye West hefur átt mjög strembna viku þar sem hafa skipst á skin og skúrir hjá rapparanum fjölhæfa. Á miðvikudaginn kom út nýjasta útgáfan af Yeezy Boost skónum sem hann hannar með Adidas og hafa gjörsamlega sett heim „sneaker- heads“ á hliðina og verða að teljast ein eftirsóttasta vara í heiminum. Á laugardaginn æddi hann af sviðinu á tónleikum sínum í Sacramento eftir að hafa skammast út í Jay-Z, Beyoncé og fleiri og lýst yfir stuðningi sínum við Donald Trump. Í framhaldinu aflýsti hann síðan restinni af tónleika- ferðalagi sínu og toppaði þetta svo á mánudaginn þegar hann var lagður inn á sjúkrahús vegna ofþreytu. Á þriðjudaginn voru hins vegar nákvæmlega sex ár síðan My Beauti- ful Dark Twisted Fantasy, fimmta sólóplata Kanye, kom út. Platan hlaut gríðarlega mikið lof gagnrýnenda á sínum tíma, fékk meðal annars 10 af 10 á Pitchfork Media, var í fyrsta sæti á fjöldamörgum listum yfir bestu plötur ársins og vann Grammy-verð- launin sem besta rappplatan. Hún stökk beint í fyrsta sætið á Billboard- listanum og seldist í milljón eintök- um í Bandaríkjunum einum saman. Það sem er kannski merkilegast við þessa dagsetningu er að Kanye West hóf upptökur á plöt- unni eftir að hafa flúið til Havaí vegna ofþreytu sem mátti rekja til álags í starfi. Hann hafði að sama skapi hneykslað fólk með fram- komu sinni um svipað leyti þar sem hann hafði stokkið upp á svið á MTV Video Music-verð- laununum og hrifsað hljóð- nemann af Taylor Swift sem var a ð t a ka þar við verð- launum. Úr varð þessi p l at a s e m verður að telj- ast með þeim b e t r i s e m hafa komið út í sögu rapp- tónlistar og þó víðar væri leitað. Þemað á henni er að miklu leyti áhrif frægðarinnar á Kanye og hefur hún stundum verið kölluð afsökunar- beiðni hans fyrir þessa erfiðu tíma áður en Herra West stakk af. Það verður spenn- andi að sjá hvort þessir erfiðleikar sem Kanye er að ganga í gegnum núna eigi eftir að skila annarri stórkostlegri plötu eins og My Beautiful Dark Twisted Fantasy er svo sannarlega. stefanthor@frettabladid.is og brengluð fantasía Í þessari viku voru sex ár síðan platan My Beautiful Dark Twisted Fantasy með Kanye West kom út. Einnig svipaði þessari viku svo- lítið til vikunnar hjá Kanye áður en hann fór í sjálfskipaða útlegð þar sem hann svo samdi og tók plötuna upp. SamStarFSmenn á plötunni Mike Dean RZA No ID Pusha T Nicki Minaj Elton John Kid Cudi Gil Scott Heron Drake og fleiri og fleiri Sólóplötur Kanye West l The College Dropout (2004) l Late Registration (2005) l Graduation (2007) l 808s & Heartbreak (2008) l My Beautiful Dark Twisted Fantasy (2010) l Watch the Throne (með Jay Z) (2011) l Yeezus (2013) l The Life of Pablo (2016) Rapparinn Rick Ross er einn af fjöldamörgum listamönnum sem höfðu hönd í bagga með plötunni. Kanye West hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari viku en hann liggur á sjúkrahúsi vegna ofþreytu. Nicki Minaj stelur senunni í lag- inu Monster þar sem hún gengur gjörsamlega af göflunum. Ljósaganga UN Women fer fram í dag á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Dagurinn markar upphaf 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í for- svari fyrir. Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er Konur á flótta. Maryam Raísi leiðir gönguna í ár og flytur hugvekju. Maryam og móðir hennar, Torpikey Farrash, hafa verið á flótta undanfarin 15 ár. Þegar Maryam var fjögurra ára gömul tóku talíbanar völdin í Afgan- istan og neyddust mæðgurnar til að flýja frá Kabúl. Allar götur síðan hafa þær verið á flótta og flakkað milli Írans og Afganistans. Þegar stríðsherra í Afganistan ætlaði að taka sér Maryam fyrir konu flúðu mæðgurnar til Evrópu og síðar til Sví- þjóðar eftir langt og strangt ferðalag. Eftir þriggja ára dvöl þeirra í Svíþjóð var þeim neitað um hæli. Þá héldu þær næst til Íslands þar sem þeim var neit- að um hæli eftir þriggja mánaða dvöl. Í fjóra mánuði hafa þær beðið eftir sím- tali milli vonar og ótta. Þær ánægju- legu fréttir bárust í fyrri hluta síðustu viku að kærunefnd útlendingamála hefur vísað málinu aftur til Útlend- ingastofnunar sem þýðir að þeim verður ekki vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og málið verður skoðað frá upphafi hér. Þátttaka Maryam í göngunni í ár er táknræn fyrir þá hörmulegu stöðu sem milljónir flóttakvenna um allan heim eru í. Gangan hefst klukkan fimm á Arnarhóli við styttu Ingólfs Arnarson- ar. Þar mun Harpa blasa við lýst upp í appelsínugulum lit líkt og aðrar merk- ar byggingar víða um heim. Liturinn er táknrænn fyrir von og bjarta framtíð kvenna og stúlkna án ofbeldis. Hægt verður að kaupa kyndla á staðnum á 1.000 kr. Einnig verða nýir verndarar UN Women á Íslandi kynntir í upphafi göngunnar. Alls eru 65 milljónir manna á flótta í heiminum núna og aldrei hafa fleiri konur verið á flótta. Við þær hörmu- legu aðstæður og neyð sem fólk býr eru konur og stúlkur berskjaldaðri en nokkru sinni fyrir ofbeldi. UN Women starfar í þágu kvenna um allan heim og styður m.a. við konur á flótta. – bbh Flóttakona leiðir ljósagönguna í ár Samkvæmt tilkynningu eru 65 milljónir manna á flótta í heiminum núna og aldrei hafa fleiri konur verið á flótta. FRéTTaBLaðið/ERNiR Slökkvitæki, léttvatn 6 l 8.865 kr. Tilboðsverð í vefverslun Listaverð: 12.664 kr. Öryggismiðstöðin | Sími 570 2400 | oryggi.isELDVARNIR Mikið úrval reykskynjara, slökkvitækja og eldvarnarpakka í vefverslun á oryggi.is. 74 L í F i ð ∙ F r É T T A b L A ð i ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 6 C -D 7 2 C 1 B 6 C -D 5 F 0 1 B 6 C -D 4 B 4 1 B 6 C -D 3 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.