Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 50
Það hefur væntanlega ekki farið
fram hjá mörgum að verslanir hér
á landi eru farnar að halda Svarta
föstudaginn (e. Black Friday) há
tíðlegan. Fyrirbærið er vel þekkt í
Bandaríkjunum en frá 1932 hefur
dagurinn, sem alltaf er haldinn
daginn eftir þakkargjörðarhátíð
ina, markað upphaf jólaverslunar
þar í landi. Svarti föstudagurinn
hefur lengi verið mesti verslunar
dagur ársins í Bandaríkjunum en
þá bjóða verslunareigendur vörur
sínar með miklum afslætti. Að sögn
Margrétar Sanders, formanns Sam
taka verslunar og þjónustu, hefur
Svartur föstudagur skotið rótum
hér á landi. „Þetta varð fyrst að
alvöru hér árið 2014. Í fyrra var
gríðarlega mikil verslun í kring
um Svartan föstudag eða svartan
fössara eins og ég hef heyrt ein
hverja kalla hann og líst ekki illa
á. Ég fagna þessu framtaki eins og
öðrum viðburðum sem eru til þess
að örva verslun á Íslandi.“
KAUPHEGÐUN HEFUR BREYST
Kauphegðun fólks hefur verið að
breytast undanfarin ár, til dæmis
vegna tilkomu netverslana. Mar
grét segir Svartan föstudag vera
frábært svar við þeirri miklu sam
keppni sem kaupmenn hér á landi
eigi í við bæði verslun í útlöndum
og á netinu. „Þetta ýtir við fólki
varðandi verslun hér á landi, og
jólainnkaupin sérstaklega. Það er
ekki bara hér á Íslandi sem versl
unarmenn eiga í bullandi sam
keppni við útlönd og netverslun
heldur er það tilfellið í öllum versl
unum í allri Evrópu. Það er mikil
breyting á kauphegðun og þá verða
verslunarmenn að koma með nýj
ungar og þetta er ein góð nýjung
sem hefur komið hér á landi,“ lýsir
Margrét.
LÆKKANIR AÐ UNDANFÖRNU
Hún segir að fleiri góðir hlutir hafi
gerst hér á landi varðandi verslun.
„Vörur sem báru vörugjöld hafa
lækkað gríðarlega, eins og heim
ilistæki, bílavarahlutir og fleira.
Meðal annars hafa tryggingafélög
talað um að þetta hafi lækkað kostn
að fyrir þau vegna tjóna. Og þetta
hefur haft gríðarleg áhrif á vísitöl
una en svo getur fólk rifist um það
hvort vörurnar lækki nógu mikið.“
Margrét nefnir líka að það sé
jákvætt fyrir verslunina að um
næstu áramót falla niður tollar á
flestum vörum sem koma frá ríkj
um sem ekki eru með fríverslunar
samning. „Það verður mikil breyt
ing. Þetta er fjöldi vara sem verið
er að fella niður tolla af um áramót
in, meðal annars snyrtivörur, leik
föng, bleiur og margt fleira.“
Þróunin í verslun almennt
hefur verið upp á við undanfar
ið og að sögn Margrétar hafa þeir
sem fylgjast vel með verðlagi
séð gríðar legar verðbreytingar.
„Þetta sést svo vel þegar maður
horfir á sjónvörp. Flatskjáir sem
kostuðu annan handlegginn áður
hafa lækkað gríðarlega á undan
förnum árum. Það sama má segja
um önnur heimilistæki og margar
aðrar vörur,“ segir hún.
VERSLUN BREYST TIL BATNAÐAR
Margrét segir að allar uppákomur
eins og Svartur föstudagur komi sér
gríðarlega vel fyrir þá sem hafi ekki
tækifæri til að fara eða séu ekki á
leið til útlanda. „Á meðan fólk svar
ar svona uppákomum og þær skila
sér, bæði til neytenda og verslunar,
er það bara jákvætt og þær halda
áfram. Mér finnst svo frábært að
sjá þessa miklu fjölbreytni sem er
orðin í verslun hér á landi og hvað
verslunin hefur breyst til batnaðar.
Því meira sem Íslendingar versla
hér á landi og við verslunarmenn
stöndum okkur í samkeppninni því
meira eykst úrvalið hér. Þannig
verða til meiri tekjur fyrir ríkið af
verslun og fleiri fá vinnu í geiran
um og það skilar sér svo til þjóðar
búsins. Það sem við sáum síðast af
Svörtum föstudegi er að hann hafði
áhrif á vísitöluna fyrir nóvember
mánuð. Það er líka gleðilegt og allt
af gott þegar vísitalan er lág og
verðbólgan þá um leið,“ segir Mar
grét glöð í bragði.
Því meira sem
Íslendingar versla
hér á landi og við versl-
unarmenn stöndum
okkur í samkeppninni því
meira eykst úrvalið hér.
Margrét Sanders, for-
maður Samtaka versl-
unar og þjónustu.
Lilja Björk
Hauksdóttir
liljabjork@365.is
Svartur föstudagur hefur náð fótfestu hér á landi. NORDIC PHOTO/GETTY
GOTT SVAR VIÐ SAMKEPPNINNI
Formaður Samtaka verslunar og þjónustu segir Svartan föstudag hafa skotið rótum hér á landi og það sé jákvætt. Slíkar
uppákomur haldi áfram svo lengi sem fólk svari þeim og þær séu góðar bæði fyrir neytendur og verslunarmenn.
Pantaðu á www.curvy.is eða
kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9
Opið Alla virka daga frá kl. 11-18
og Laugardaga frá kl. 11-16
FALLEGIR KJÓLAR FYRIR FERMINGUNA
Ný sending með
kjólum í stærðum 14-26
Fákafeni 9, 108 RVK
Sími 581-1552 | www.curvy.is
SKOÐAÐU ÚRVALIÐ EÐA PANTAÐU Á WWW.CURVY.IS
Afgreiðslutímar í verslun Curvy að Fákafeni 9
Alla virka daga frá kl. 11-18
Laugardaga frá kl. 11-16
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R6 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ I ∙ L Í F S S T Í L L
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
D
-3
E
D
C
1
B
6
D
-3
D
A
0
1
B
6
D
-3
C
6
4
1
B
6
D
-3
B
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K