Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 34

Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 34
Frá degi til dags ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞRÓUNARSTJÓRI: Tinni Sveinsson tinni@365.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is LÍFIÐ: Sara McMahon sara@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Kennarar hafa fengið sitt,“ var haft eftir Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ, þegar hann var spurður út í yfirstandandi kjarabaráttu grunn- skólakennara. Með öðrum orðum – kröfur kennara eru óraunhæfar og engin ástæða til að leiðrétta laun þeirra á þessari stundu. Þarna stingur Gylfi enn einu sinni höfðinu í sandinn og neitar að horfast í augu við stöðu kenn- arastéttarinnar og skólastarfs í landinu. Kennara- stéttin eldist hratt og allt of fáir kennarar útskrifast úr háskólum landsins til að fylla í skarð þeirra sem hætta. Álagið á starfandi kennara er allt of mikið, sem skilar sér í auknum veikindum og atgervisflótta. Verði ekkert að gert blasir við alvarlegur kennaraskortur innan fárra ára eða jafnvel strax eftir áramót miðað við fjölda þeirra sem þegar hafa sagt upp störfum eða hyggjast gera það á næstu dögum. Við þessu þarf að bregðast strax því það er með öllu ólíðandi að eitt einasta barn fái ekki þá menntun sem það á skilið, hvað þá heilu kynslóðirnar eins og í stefnir. Það er á ábyrgð ráðamanna að tryggja skólastarf til framtíðar. Það verður aðeins gert með því að hækka laun og bæta starfsaðstæður kennara. Það er algjörlega óásættanlegt hversu illa fimm ára háskóla- menntun kennara er metin til launa. Það er ekkert eðlilegt við að þurfa að treysta á að ungt fólk velji kennarastarfið af hugsjón og sé tilbúið að sætta sig við að geta ekki lifað af launum sínum. Það sýnir sig líka að unga fólkið segir einfaldlega nei – og hópast þess í stað í nám í lögfræði, viðskiptafræði og hag- fræði. Okkur vantar kennara til að mennta komandi kynslóðir og við því þurfa ráðamenn að bregðast við strax. Ég verð að viðurkenna að það er, sannast sagna, afar lýjandi að þurfa aftur og aftur að taka slaginn við forystu systursamtaka okkar á vinnumarkaði þegar kennarar setja fram réttmætar og vel rökstuddar kröfur sem landsmenn taka undir. Menntun barna okkar og barnabarna er í húfi. Óásættanlegur málflutningur forseta ASÍ Þórður Hjaltested formaður Kenn- arasambands Íslands Ég verð að viðurkenna að það er, sannast sagna, afar lýjandi að þurfa aftur og aftur að taka slaginn við forystu systur- samtaka okkar á vinnumark- aði. Engum þarf að koma á óvart að ekki tækist að koma saman þeim tveim ríkisstjórnum sem mögulegar voru án þess að flokkar settust niður með þeim sem þeir höfðu útilokað fyrirfram í samstarfi. Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar vegur salt á einum manni. Fimm flokka ríkisstjórn þarf að sameina mörg ólík sjónarmið og því þarf afar ríkur vilji að vera fyrir samstarfi til að það gangi. Það hefur lengi verið ljóst að enginn sterkur meiri- hluti er í kortunum nema að saman komi stjórnmála- öfl sem hafa afar ólíka sýn á hvaða þjóðfélagsgerð sé æskilegust. Annar ásinn, sem stjórnmál dagsins í dag hverfast um, er auðvitað hinn hefðbundni hægri vinstri ás, þar sem umfang og hlutverk ríkisins og við- horf til hlutverks skattkerfisins skipta meginmáli. Afstaðan til skattkerfisins mótast af því hvort litið er á það sem tekjuöflunarkerfi eða tekjujöfnunar- kerfi. Afstaðan til hlutverks ríkisins snýst um að hve miklu leyti það er heppilegt að ríkið reki starfsemi sem einkaaðilar geta sinnt. Þessar línur eru óbreyttar og þrátt fyrir allt tal um úreldingu vinstri og hægri pólsins er ekkert sem bendir til þess að hann sé úr sögunni. Hinn ásinn sem hefur mikið vægi er íhalds- og frjálslyndisásinn. Þar takast á opnunar- og lokunar- menn varðandi umheiminn og varðmenn óbreytts kerfis annars vegar og baráttufólk fyrir nýjum vinnu- brögðum og opnara og gagnsærra kerfi. Á þessa póla hefur reynt í fyrstu umferð stjórnar- myndunarviðræðna. Segja má að slitnað hafi upp úr milli Sjálfstæðisflokks annars vegar og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hins vegar á málefnum sem tekist er á um á grundvelli íhaldssemi og frjálslyndis. Átakalínur í viðræðum fimm flokka undir forystu Katrínar Jakobsdóttur strönduðu hins vegar á klass- ískri hægri og vinstri pólitík. Sýn á skattkerfið virðist hafa ráðið þar mestu. Framhaldið verður fróðlegt fyrir áhugafólk um stjórnmál og stjórnmálaþróun. Næstu kostir í stöðunni munu að einhverju leyti leiða í ljós í hvorum ásnum er meiri spenna. Það hefur ekki farið leynt að öfl innan bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna horfa til fordæmis sögunnar í nýsköpunarstjórn Sjálf- stæðisflokks, Alþýðuflokks og Sósíalistaflokks sem keypti togara fyrir stríðsgróðann á árunum 1944 til 1946. Svo skemmtilega vill til að hörðustu stuðnings- menn slíkrar stjórnar eru einmitt fæddir nálægt valdatíma þessarar stjórnar. Enn þá sér ekki til lands í stjórnarmyndunarvið- ræðum, en á endanum mun koma í ljós hvort er sterk- ara lím í stjórnmálum dagsins; lím íhaldsseminnar eða lím sem byggir á sýn á hlutverk ríkis og skatta. Pólarnir og límið í þeim Það hefur lengi verið ljóst að enginn sterkur meirihluti er í kortunum nema að saman komið stjórnmálaöfl sem hafa afar ólíka sýn á hvaða þjóð- félagsgerð sé æskilegust. KOMIÐ Í VERSLAN IR KRAKKA ALIAS ER ÞROSKANDI OG S KEMMTILEGT SPIL SEM FÆR KRA KKA TIL AÐ LEIKA OG TALA SAMAN. Útskýrarinn Formaður Viðreisnar fullyrti í kvöldfréttum á miðvikudag að í stjórnarmyndunarviðræðum hefði steytt á skatta-, sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum. Píratinn Smári McCarthy hrakti þetta stuttu síðar og sagði að landbúnaðar- málin hefðu ekki verið rædd og stutt hafi verið eftir í sjávarútvegs- málunum. Þá standa eftir skatta- málin sem óumdeilanlega steytti á. Í grein í gær sagði Benedikt svo að hann hefði fyrst heyrt af skatta- tillögum VG í frétt Fréttablaðsins daginn sem upp úr slitnaði. Þing- menn VG vilja meina að þessar tillögur hafi allan tímann verið á borðinu. Jóhannes Þór Skúlason, jafnan kallaður Jóhannes útskýrari, er atvinnulaus sem stendur og gæti allt eins átt von á símtali frá vinstri- blokkinni sem vill láta útskýra sig betur eða Benedikt sem þarf að láta útskýra fyrir sér. Heimsendingarþjónusta Benedikt viðurkenndi í gær að hafa átt fund með Guðmundi Kristjánssyni, forstjóra Brims, daginn áður en upp úr viðræðun- um slitnaði. Hann hefur sagt það ómerkilegar dylgjur að fundurinn hafi haft nokkur áhrif á stjórnar- myndunarviðræðurnar. Heim- sóknin hafi hreinlega verið til að útskýra fyrir Guðmundi áherslur Viðreisnar í sjávarútvegsmálum. Benedikt talar fyrir nýjum vinnu- brögðum í stjórnmálum. Heim- sendingarþjónusta með kosninga- loforð er það sannarlega. snaeros@frettabladid.is 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R32 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -1 2 6 C 1 B 6 D -1 1 3 0 1 B 6 D -0 F F 4 1 B 6 D -0 E B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.