Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 40

Fréttablaðið - 25.11.2016, Page 40
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun tóku gildi í byrjun árs 2016. Þetta eru víðtækustu mark- mið sem ríki heims hafa komið sér saman um og stefnt er að því að tryggja velmegun og mannrétt- indi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmið númer eitt kveður á um að útrýma fátækt í allri sinni mynd. Nú búa 700 milljónir manna við sárafátækt, en sárafátækir eru taldir þeir sem lifa á undir 1,90 doll- urum á dag. En hvernig útrýmum við fátækt? Fjölbreytt atvinnutækifæri og sterkir innviðir eru undirstaða vel- megunar, en fleira þarf að koma til. Jöfn tækifæri og jafnrétti er grunn- urinn að friðsamlegu samfélagi þar sem allir fá að njóta sín og rækta hæfileika sína. Fátæk samfélög nýta ekki mannauð sinn og ná því ekki að þróast og dafna. Til að tryggja jöfnuð, frið og frelsi þarf að vera til staðar aðgangur að menntun og heilbrigðisþjónustu fyrir alla, öflugt almannatryggingakerfi sem tryggir félagslegan jöfnuð, öflug heilbrigð- is- og menntakerfi og réttlát löggjöf, réttarkerfi, skattkerfi og stjórnsýsla. Á ráðstefnu sem haldin var í Istan- búl árið 2014 um nýju heimsmark- miðin kom fram hjá Dr. Thomas Kesselring, fræðimanni frá Sviss, að til að útrýma fátækt þurfi beina og óbeina stefnu. Bein stefna er m.a. valdefling og menntun kvenna og karla, en óbein stefna felst í því að fjarlægja hindranir sem koma í veg fyrir að fátækir geti bætt lífskjör sín. Bil milli fátækra og ríkra þjóða eykst stöðugt, en bilið var 35:1 árið 1950, 72:1 árið 1992 og 658:1 árið 2014. Bil milli ríkra og fátækra innan landa hefur jafnframt aukist á þessu tíma- bili. Úr greipum fátæktar Ekki eru margir áratugir síðan Ísland komst úr greipum fátæktar. Mér verður oft hugsað til ömmu minnar sem fæddist í byrjun síðustu aldar og ólst upp við kröpp kjör. Hún fluttist til Reykjavíkur á fjórða áratugnum og við tók erfiður tími hjá henni sem bláfátækri einstæðri móður í húsnæðishraki. Ekki vant- aði dugnaðinn hjá ömmu, hún vann mikið en bar lítið úr býtum. Hærri laun, framsækin lög um almanna- tryggingar árið 1947 og aðgangur að félagslegu húsnæði breyttu miklu til hins betra fyrir ömmu og börnin hennar. Jafnframt áttu börnin kost á ókeypis grunnmenntun. Þann- ig fengu þau og síðar afkomendur þeirra tækifæri til að mennta sig og komast í góð störf, og þar með að losna úr viðjum fátæktar. Hefði amma búið í landi sem ekki hefði brotist úr fátækt og misskiptingu hefði hlutskipti afkomenda hennar orðið allt annað. Ísland komst í tölu ríkra þjóða með hjálp frá alþjóðasamfélaginu og með eigin áherslu á jöfnuð og jafnrétti. Þær áherslur má þakka baráttu fjölmargra karla og kvenna í gegnum áratugina, baráttu sem lýkur seint eða aldrei. Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörk- um til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Upplýsingar um heimsmark- miðin má finna á www.un.is. Útrýmum fátækt Ég man svo vel vorið þegar ég var 20 ára. Þetta var spennandi tími, ég var um það bil að ljúka framhaldsskólanum og velti því fyrir mér hvað tæki við. Mig langaði til þess að mennta mig meira og ákvað því að kynna mér alla valkosti með opnum huga. Ég fór á opinn dag í háskólunum og skoðaði allar þær kynningar sem ég gat ímyndað mér að ég hefði einhvern áhuga á. Fyrst í stað beitti ég útilokunaraðferðinni en að lokum féll ég fyrir vel heppn- uðum kynningarbæklingi frá Kenn- araháskóla Íslands þar sem mér var lofað að í skólastarfinu væri enginn dagur eins. Þetta hljómaði vel. Mér leist vel á námið og skólaumhverfið hafði svo sem alltaf höfðað til mín. Hvað gat farið úrskeiðis? Þremur árum síðar útskrifaðist ég sem grunnskólakennari, réð mig stolt í fyrstu alvöru vinnuna mína og varð samstundis kennari af lífi og sál. Þetta var frábært starf. Álagið var reyndar mikið og starfið var öðruvísi en ég hafði haldið, stundum erfitt og talsvert mikið flóknara. En svo sannar lega voru engir tveir dagar eins. Síðan kom að fyrsta útborg- unardegi. Jú, ég hafði verið kærulaus, hafði alveg heyrt af óánægju kenn- ara með kjör sín og meira að segja upplifað verkföll kennara minna. En satt að segja hafði ég aldrei trúað þessum tröllasögum almennilega. Ég hafði ekki einu sinni haft fyrir því að athuga fyrirhuguð launakjör mín áður en ég hóf námið og ekki heldur meðan á náminu stóð. Sú smánarupphæð sem var lögð inn á bankareikninginn minn kom mér því gjörsamlega í opna skjöldu. Hvernig gat ég verið svona vitlaus? Ef ég væri 20 ára í dag þá myndi ég auðvitað áfram reyna að velja mér nám sem félli að áhugasviði mínu. En ef ég ímynda mér örlítið skyn- samari útgáfu af sjálfri mér þá myndi ég einnig athuga hvort ég gæti yfir- leitt lifað af starfinu. Það hlýtur þó að vera lágmarkskrafa að lang- skólagenginn sérfræðingur geti séð sjálfum sér farborða með starfi sínu. Skoðum þetta aðeins. Í dag er kennaranámið orðið 5 ár. Sem er hið besta mál. En það þýðir líka að ég yrði tveimur árum lengur á námslánum. Ef vel gengi gæti ég vonast til þess að útskrifast 25 ára með 7,8 milljóna króna lán á bak- inu. Með árstekjur upp á 5 milljónir tæki það mig 52 ár að borga lánið upp samkvæmt reiknivél LÍN. Sem sagt, námslánin uppgreidd á 77 ára afmælisdaginn, frábært! En hvers vegna segi ég að árstekj- urnar verði aðeins 5 milljónir? Jú nýútskrifaður kennari getur vænst þess að fá 418.848 kr. í heildarlaun á mánuði. Með annaruppbótum er hægt að toga árstekjurnar upp í næstum 5,2 milljónir. Fátt breyst frá fyrsta áfalli Þá er að skoða hvað ég get keypt mér sniðugt fyrir alla þessa pen- inga. Það er fljótlegt að sjá á neyslu- viðmiðum velferðarráðuneytisins að ég þarf um 225.000 kr. fyrir mánaðarlegum útgjöldum. Iss piss ekkert mál! Með útborguðu launin mín í vasanum, 299.730 kr., á ég nóg fyrir þeim. Úbbs ne,i þetta er víst fyrir utan húsnæðiskostnað. Jæja, gerum ráð fyrir smá heppni á húsnæðismarkaðnum og að ég fái leigða íbúð á 120.000 kr. Það gæti kannski gerst. En æ þetta er allt að fara í vitleysu! Nú er ég komin í 45.000 kr. mínus og á meira að segja eftir að borga af námsláninu. Sem betur fer þarf ég ekki að borga af því fyrstu tvö árin. En hvað svo? Eftir þessa stuttu athugun sé ég að fátt hefur breyst frá því að ég fékk mitt fyrsta áfall yfir launa- seðlinum. Líklega hefur ástandið bara versnað. En eitt hefur greini- lega breyst. Ungt fólk er skynsam- ara í dag en ég var fyrir rúmlega 20 árum. Það leggur á sig að setja upp einföld reikningsdæmi og sér strax það sem ég sé nú: dæmið gengur ekki upp. Það borgar sig ekki að leggja á sig langt nám til þess að verða kennari. Satt að segja hafa fáir efni á því. Íslenskir grunnskóla- kennarar ná ekki meðallaunum í landinu og þeir ná ekki heldur mið- gildi launa. Allt þetta veldur því að stéttin okkar er hægt og bítandi að deyja út. Hvað þarf til þess að sam- félagið átti sig á þessum vanda og sameinist um að grípa til varan- legra aðgerða? Að velja draumastarfið Fróðlegt var að fylgjast með skrifum framkvæmdastjóra Gagnaveitu Reykjavíkur (GR), Erlings Freys Gíslasonar, og Orra Haukssonar, forstjóra Símans, í Fréttablaðinu í liðinni viku. Blekkingar Símans/Mílu Erling reið á vaðið og Orri svaraði um hæl. Eftir að hafa lesið svar- grein Orra þá varð mér að orði: „Margur heldur mig sig.“ Í upphafi greinar sinnar sakar Orri Erling um ótta við aukna samkeppni. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vin- sældir ljósleiðaratenginga GR voru orðnar svo miklar að Síminn bjó til orðskrípið „Ljósnet“ þegar arftaki ADSL-koparlínutenginga var kynnt- ur af hálfu Símans/Mílu. Þessi tækni heitir VDSL og er tækni sem byggir á gagnaflutningum yfir koparlínur og hefur ekkert með ljósleiðara að gera. Síminn/Míla átti einfaldlega ekki svar við ljósleiðaratengingum GR og þess vegna var búið til þetta orð, „Ljósnet“. Fyrirtækin leyfðu sér að beita blekkingum gagnvart viðskiptavinum sem margir hverjir töldu að þeir væru komnir með ljósleiðara og ég hef hitt margt fólk sem taldi raunverulega að það væri komið með ljósleiðara heim í hús, það var jú komið með „Ljósnet“. Það sætir furðu að fyrirtækin hafi komist upp með það árum saman að blekkja fólk að því er virðist vís- vitandi. Hvernig er hægt að taka mark á fyrirtækjum sem beita við- skiptavini sína blekkingum? Orri nefnir að Síminn hafi byrjað að leggja ljósleiðara fyrir rúmum þrjátíu árum. Það sem Orri gleymir að nefna er að þeir ljósleiðarar sem fyrirtækið hefur lagt um landið hafa verið svokallaðir stofnar, ekki heim- taugar heim til fólks. Síminn/Míla lagði fyrstu ljósleiðaraheimtaug- arnar í nýbyggingasvæði sunnan við Selfoss fyrir fáeinum árum síðan og svo í Leirvogstunguhverf- inu í Mosfellsbæ og í Úlfarsárdal. Síminn/Míla vanrækti árum saman að hefja lagningu ljósleiðaraheim- tauga nema í nýbyggðum hverfum. Í dreifbýli hafa íbúar ítrekað óskað eftir því að fá að tengjast með eigin ljósleiðurum við ljósleiðarakerfi Símans/Mílu en ekki fengið. Gagnaveita Reykjavíkur stórt framfaraskref Það voru framsýnir stjórnmála- menn hjá Reykjavíkurborg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internetsins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veruleika. Það er nefnilega svo að það er Sím- inn/Míla sem óttast samkeppnina og þess vegna svíður sárt þegar GR tók fyrir mörgum árum forystu á sviði ljósleiðaraheimtauga á höfuð- borgarsvæðinu og raunar utan þess einnig. Þannig rauf GR einokun Símans/Mílu á gagnaflutningum á höfuðborgarsvæðinu og raunar víðar. Einokunarfyrirtækið Síminn/ Míla Í millifyrirsögn í grein Orra segir svo: „Einokunarfyrirtæki takmarkar aðgang“. Með þessum orðum á for- stjóri Símans/Mílu væntanlega við GR. Sjaldan hef ég séð betra dæmi um að steini sé kastað úr glerhúsi þegar forstjóri Símans kallar GR einokunarfyrirtæki. Staðreyndin er sú að Síminn/Míla hefur haft einokunaraðstöðu og kverkatak á fjarskiptum í landinu síðan Land- síminn var einkavæddur. Sá er þessar línur ritar hefur komið að byggingu tveggja ljósleið- arakerfa í dreifbýli þar sem íbúar höfðu frumkvæði að því að bæta fjarskipti sín, í Öræfum og í Mýr- dal. Í báðum tilvikum var reynt að hafa samband við bæði Símann og Mílu og óskað eftir þjónustu og/eða samstarfi en undirtektir voru litlar sem engar. Sem betur fór fyrir íbúa þessara tveggja svæða tók Voda- fone ljósleiðarakerfin í Öræfum og í Mýrdal undir sinn verndarvæng og þjónustar bæði kerfin með sóma. Það er rétt að halda því til haga að Síminn/Míla börðust með kjafti og klóm gegn því að Vodafone fengi leigðan ljósleiðara í svokölluðum NATO-ljósleiðara sem lagður var hringinn í kringum landið. Ef svo hefði ekki verið væru ljósleiðara- kerfin í Öræfum og Mýrdal ekki til vegna einokunar Símans/Mílu. Tilfellið er að samkeppni er eitur í beinum Símans/Mílu. Um Símann og Gagnaveitu Reykjavíkur Gleymum ekki þeim gildum sem skapa réttlátt samfélag og leggjum okkar af mörkum til að aðstoða fátækar þjóðir við að byggja upp friðsamleg samfélög þar sem allir ná að blómstra. Það voru framsýnir stjórn- málamenn hjá Reykjavíkur- borg sem sáu fyrir að lagning ljósleiðara til íbúa er afar arðbær framkvæmd þegar til skemmri og lengri tíma er litið. Ef að Síminn/Míla hefði staðið plikt sína og fylgst með þróun Internets- ins og hlustað eftir óskum viðskiptavina sinna hefði stofnun GR ekki komist á blað, hvað þá orðið að veru- leika. Jónella Sigurjónsdóttir grunnskólaken- nari, bókasafns- og upplýsinga- fræðingur og sveitarstjórnar- fulltrúi Ingólfur Bruun framkvæmda- stjóri Betri farskipta ehf., ráðgjafar- þjónustu Petrína Ásgeirsdóttir félagsráðgjafi og í stjórn Félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi 2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R38 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 5 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 1 0 4 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 6 D -3 4 F C 1 B 6 D -3 3 C 0 1 B 6 D -3 2 8 4 1 B 6 D -3 1 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 0 4 s _ 2 4 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.