Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 28
Magnus Carlsen fæddist í Töns-berg í Noregi en fyrstu æviárin elti hann foreldra sína, sem báðir
eru verkfræðingar, um Evrópu. Bjó
hann til að mynda í eitt ár í Finnlandi
og síðar í Belgíu. Faðir hans kenndi
honum mannganginn þegar sá stutti
var fimm ára en til að byrja með hafði
Magnus meiri áhuga á að leggja þjóð-
fána, höfuðborgir og íbúafjölda ríkja
heimsins á minnið.
Þegar Carlsen var átta ára hóf
hann að sinna Caissu af alvöru. Stór-
meistarinn Simen Agdestein, og
fyrrverandi landsliðsmaður Nor-
egs í knattspyrnu, sá að Carlsen var
mikið efni og hóf að kenna honum.
Norðmaðurinn varð stórmeistari á
vormánuðum 2004, sá þriðji yngsti
í sögunni á eftir Sergeij Karjakin og
Indverjandum Parimarjan Negi.
Í árslok 2010 varð Carlsen stiga-
hæsti skákmaður heims en þeim titli
hefur hann haldið nær sleitulaust
síðan. Indverjinn Viswanathan Anand
er sá eini sem hefur skákað honum á
listanum um stutta stund. Carlsen
hirti heimsmeistaratignina, nokkuð
auðveldlega, af Anand í einvígi þeirra
árið 2013 og varði titilinn ári síðar.
Yngsti stórmeistarinn
Líkt og Carlsen var Sergey Karjakín
sannkallað undrabarn í skák. Árið
2002 var hann Ruslan Ponomariov,
sem þá var átján ára, innan handar í
heimsmeistaraeinvígi hans og Vasily
Ivanchuk sem Ponomariov vann. Þá
var Karjakín aðeins tólf ára gamall
og enn landi Ponomariovs.
Karjakín fæddist í Simferopol,
höfuðborg Krímskaga-Úkraínu.
Fyrstu æviárin tefldi hann fyrir hönd
fæðingarlandsins en árið 2009 veitti
Dimitry Medvedev, forseti Rússlands,
honum ríkisborgararétt. Ástæðan
fyrir breytingunni var sú að í Rúss-
landi átti hann greiðari aðgang að
þeim styrktaraðilum og þjálfun sem
hann taldi sig þurfa til að bæta sig í
íþróttinni. Líkt og alþekkt er hefur
Vladimír Pútín gert sitt besta undan-
farin ár til að gera Krím hluta af Rúss-
landi. Hugsanlegt er, ef hann sigrar,
að uppruni Karjakíns gæti nýst í
áróðursstríði Moskvu.
Í upphafi árs fór Karjakín í fyrsta
skipti yfir 2.700 ELO-stig og hefur
haldið sig þar síðan þá. Árið 2014
var hann aðeins einum vinningi frá
því að skora Carlsen á hólm þegar
hann lenti í öðru sæti, á eftir Anand,
á áskorendamótinu. Þau mistök
endurtóku sig ekki í mars á þessu ári
þegar hann bar höfuð og herðar yfir
aðra á áskorendamótinu sem fram
fór í hans núverandi heimaborg,
Moskvu.
Skrattinn gegn ömmu sinni
Vinskapur Karjakíns og stjórn-
valda í Rússlandi þýðir að hann
hefur getað seilst djúpt í rússneska
ríkiskassann til að sækja sér fjár-
magn fyrir undirbúning einvígisins.
Heimsmeistaratitillinn tapaðist árið
2007 og nú skal hann sóttur til baka.
Í undirbúningsteymi hans má finna
elítuþjálfarana Vladimír Potkín, Júrí
Dokhoian og Alexander Motylev
og aserska ofurstórmeistarann
Shakhriyar Mamedyarov. Fyrir
hinn almenna lesanda, sem ekki
hefur brennandi áhuga á skák, er
það sambærilegt því að hafa Pep
Guardiola, José Mourinho, Alex
Ferguson og Neymar í sínu teymi
þegar þú sjálfur ert Lionel Messi. Þá
á eftir að minnast á Önnu Chakvet-
adze en hún var um skeið ein allra
besta tenniskona heims. Hún sér
um þrekþjálfun stórmeistarans.
Bæði Carlsen og Karjakín vita að
til þess að endast klukkustundum
saman við borðið þurfa bæði lík-
ami og hugur að vera í toppstandi.
Sjálfur ver Carlsen löngum stund-
Tveir hinna yngstu bítast um tignina
120 milljóna verðlaunapotti skipt á milli
Karjakín vann sér inn einvígið gegn
Carlsen með því að vera hlutskarp-
astur á áskorendamótinu svokall-
aða. Meðal annarra á mótinu má
nefna Viswanathan Anand, Fabiano
Caruana, Peter Svidler og Anish Giri.
Einvígið er tólf skákir og hafa
keppendur 100 mínútur hvor til að
leika fyrstu 40 leikina. Þá bætast
50 mínútur við og aðrar fimmtán
eftir 60 leiki. Að auki bætast 30
sekúndur við í hvert sinn sem ýtt er
á klukkuna. Alls má gera ráð fyrir um
þremur klukkutímum á mann.
Gömlu reglunni um að ríkjandi
heimsmeistari haldi titlinum á jöfnu
hefur verið kastað fyrir borð. Verði
jafnt eftir tólf skákir verða tefldar
fjórar 25 mínútna atskákir, þá tvær
fimm mínútna hraðskákir og að
lokum stutt „Armageddon-skák“
sé enn jafnt. Þá fær hvítur meiri
tíma en svartur sigrar endi skákin
með jafntefli. Auk heimsmeistara-
tignarinnar hlýtur sigurvegarinn
bróðurpartinn af 120 milljóna króna
verðlaunafénu.
Keppendur skiptast á að hafa
hvítt en röðin snýst við þegar ein-
vígið er hálfnað.
3. Skák - 14. nóvember
Carlsen hafði juðast á áskorandanum
sem hafði varist eins og hershöfð-
ingi. Hér brást Karjakín bogalistin. 70.
- kxf5? 70. - Hc3! (nær ómannlegur
leikur) hefði haldið jafntefli. 71. ra5!
Hh1 72. Hb7? Carlsen launar greiðann.
72. Hf7+ Ke4 73. Kg4 h3 74. Hf4+ vinnur
nokkuð örugglega. Karjakín fann einu
vörnina með lítinn tíma á klukkunni.
72. - Ha1! 73. Hb5+ kf4 74. Hxb4+ kg3
75. Hg4+ kf2 76. rc4 h3 Svarta h-peðið
varð ekki stoppað nema með þráleik.
5. Skák - 17. nóvember
Ótrúlegt atvik átti sér stað í 5. skákinni.
Heimsmeistarinn gerði þau mistök að
gleyma að skrá niður leik. Hann lék
snöggt 41. kg2? til að ná tímamörkum.
Leikurinn gaf Karjakín færi á h-línunni
sem hann nýtti sér ekki. 41. - hxg4 42.
hxg4 d4 43. Dxd4 bd5 Vélarnar segja
þetta afleik en það er ómannlegt að
gefa peð til að opna línu og nýta það
ekki. Tölvuleikurinn 43. - Hh8 hefði sett
Carlsen í þrönga stöðu. Skákinni lauk
með jafntefli skömmu síðar.
8. Skák - 21. nóvember
Í upphafi skákarinnar átti Karjakín
áhugaverða möguleika í 19. - Dg5 en
ákvað að stýra skákinni í rólegri farveg.
Þegar tímamörkin nálguðust lék hann
af sér í jafnri stöðu. Síðustu leikir voru
35. c5? Hxd8 36. rxd8 rxc5 37. Dd6.
Hér færir 37. - Da4 svörtum umtalsvert
betri stöðu. Með minna en mínútu á
klukkunni lék Karjakín hins vegar 37. -
Dd3?? sem Carlsen svaraði samstundis
með 38. rxe6+! fxe6 39. De7+ kg8 40.
Dxf6 og allt stefndi í enn eitt jafnteflið.
Með hið versta að baki ákvað Carlsen
að tefla áfram og berjast fyrir sigri. Eftir
á að hyggja hefði hann betur látið það
ógert. Í stöðunni hér að ofan lék hann
skákinni í tap. 51. De6?? h5! Eini leikur-
inn sem færir svörtum heilan punkt.
Hvítur getur ekki varist máthótunum og
a-peðinu samtímis með góðu móti. 52.
h4 a2 og hvítur gafst upp.
Frídagur er í dag en lokaskákirnar fara
fram á morgun og hinn. Staðan var 5-4
fyrir Karjakín þegar blaðið fór í prentun.
Sé aðeins horft á stigalista FIDe var Carlsen sigurstranglegri fyrir einvígið enda verið stigahæsti skákmaður heims samfleytt í rúm fimm ár. karjakín nýtur hins vegar
dyggrar aðstoðar og hefur ekki látið undan. Dramatískir afleikir hafa átt sér stað og náði rússinn að nýta sér einn slíkan til að komast í forystu. FrÉTTAbLAÐIÐ/ePA
um á hlaupabrettinu til að tryggja
hámarkseinbeitingu.
Sitjandi heimsmeistara hefur oftar
en ekki verið lýst sem „svíðara“. Í því
felst að hann á það til að skipta upp
mönnum og þreyta andstæðinginn í
krefjandi endatafli. Minnsti afleikur
eða örlítil ónákvæmni mótherjans
getur kostað skákina og stundum er
erfitt fyrir andstæðinginn að benda á
hvar hann fór út af sporinu.
Skákstíll Karjakíns er að vissu leyti
svipaður Carlsens. Hann forðast það
að hleypa hlutum í háaloft, mætir
vel undirbúinn og reynir að ná frum-
kvæði í miðtaflinu. Þá er hann annál-
aður fyrir að ná að halda í horfinu í
erfiðum stöðum og finnur oftar en
ekki bestu leiðina þegar andstæð-
ingar hans brydda upp á nýjungum.
Á móti kemur að hann á það til að
leika af sér í tímahraki.
Sjaldséð mistök magnusar
Eftirvæntingin fyrir einvíginu var
mikil. Um víða veröld sátu skák-
áhugamenn sveittir á efri vörinni og
búnir að poppa, þegar klukkan var
sett af stað. Óhætt er að segja að fyrstu
tvær skákirnar hafi verið vonbrigði
og sú þriðja virtist stefna sömu leið.
Meira að segja menn með brennandi
áhuga á skák minntust á þornandi
málningu.
Dramatíkin hófst í þeirri þriðju
eftir rúmlega fimm klukkustunda
langa setu. Carlsen hafði juðast á
Karjakín sem varðist fimlega í erfiðri
stöðu. Tveir ónákvæmir leikir urðu
til þess að staða Rússans varð næsta
vonlaus en Norðmaðurinn launaði
greiðann. Heima sátu áhugamenn,
með „ógeðin“ mallandi við hlið sér
og trúðu ekki eigin augum.
Næstu skákir voru næsta rólegar en
í þeirri áttundu dró til tíðinda. Þegar
tímamörkin nálguðust lék Carlsen
sjaldséðum afleik og sat uppi með
vonlausa stöðu. Karjakin launaði hins
vegar greiðann nær samstundis. Síðar
í skákinni lék Carlsen af sér á ný, Karj-
akín gekk á lagið og settist í bílstjóra-
sæti einvígisins.
Níunda skákin fór fram í fyrra-
dag og þegar tímamörkin nálguðust
virtist flest benda til þess að Karjakín
myndi landa öðrum sigrinum í röð.
Ónákvæmni undir lokin, og fimleg
vörn heimsmeistarans, varð til þess
að í áttunda sinn í einvíginu sættust
menn á skiptan hlut.
Tíunda skákin var telfd í gærkvöld
en henni var ekki lokið þegar Frétta-
blaðið fór í prentun.
Augu skákmanna um
heim allan hafa undan-
farna daga einblínt á
Nýju-Jórvík. Þar fer
fram um þessar mundir
einvígi ríkjandi heims-
meistara, Magnusar
Carlsen, og áskorandans
frá Rússlandi, Sergeys
Karjakín. Farið er að síga
á síðari hlutann í viður-
eigninni sem boðið hef-
ur upp á óvænta afleiki,
dramatík en samtímis
leiðindi. Fréttablaðið fór
yfir stöðu mála og ein-
vígið hingað til.
Fjórar lykilstöður úr einvíginu CArLSen er meÐ HvíTT á öLLum STöÐum
Jóhann Óli Eiðsson
johannoli@frettabladid.is
Sergey Karjakín
Fæddur
12. janúar 1990
Stórmeistari
árið 2002, þá 12 ára
og 7 mánaða
eLO-stig
2.772 (hæst 2.788
í júlí 2011)
Magnus Carlsen
Fæddur
30. nóvember 1990
Stórmeistari
árið 2004, þá tæplega
13 ára og 5 mánaða
eLO-stig:
2.853 (hæst 2.882
í maí 2014)
2 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U r26 F r é T T i r ∙ F r é T T A b L A ð i ð
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
C
-E
F
D
C
1
B
6
C
-E
E
A
0
1
B
6
C
-E
D
6
4
1
B
6
C
-E
C
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K