Fréttablaðið - 25.11.2016, Side 48
Eftir að hafa búið í aldarfjórð
ung í Bandaríkjunum hefur
Anna María Kárdal kynnst
ýmsu þegar kemur að verslunar
deginum stóra, Svarta föstudeg
inun (e. Black Friday). Upphaf
lega fluttu þau hjónin út þegar
eigin maður hennar hóf fram
haldsnám í Maryland árið 1991.
Stuttu síðar fluttu þau til Chi
cago og þar hafa þau komið sér
vel fyrir ásamt börnum sínum
þremur. Hún segist hafa þekkt
aðeins til þessa dags áður en hún
flutti út. „Ég kynntist honum
svo fyrst almennilega eftir að
við fluttum til Chicago 1993.
Sennilega hef ég bara verið fá
tækur námsmaður fyrstu árin
og því ekki náð að sinna þessu
nógu vel.“
RUDDIST EKKERT
Þótt Anna María hafi kynnst
deginum betur eftir flutning
inn til Chicago man hún lítið
eftir fyrstu upplifunum sínum
af honum en rifjar þó upp að
eitthvað hafi hún fundið fyrir
spennu, stressi og múgæsingi.
„Þessi mikli verslunardagur
hefur líka þróast gegnum árin
þegar kemur að opnunartímum
og tilboðum. Fyrst var opnun
artíminn mjög snemma daginn
eftir þakkargjörðarhátíðina. Þá
var vaknað eldsnemma og beðið
í röð eftir opnun. Ég tók tvisv
ar sinnum þátt minnir mig þegar
börnin voru ung og keypti helst
leikföng. Mér er minnisstæðast
að sjá fullorðið fólk ryðjast inn í
verslanir og þrífa til sín það sem
það hafði haft augastað á. Fyr
irgangurinn var slíkur að aldr
ei hef ég orðið vitni að öðru eins.
Eitt augnablik hugsar maður:
„Er ég að missa af einhverju?“
Verslanir stunda það að auglýsa
hluti á tilboði og reynast svo vera
með aðeins fimm stykki af vör
unni. Á sama tíma eru e.t.v. 50
manns á höttunum eftir þessum
fáu hlutum. Þar fáum við þessar
myndir af fólki að rífast og berj
ast um örfáa hluti. Mér tókst nú
samt að kaupa það sem ég þurfti
án þess að ryðjast og slást!“
NÁÐI HÁMARKI FYRIR HRUN
Eftir því sem árin liðu fór dagur
inn út í hreina vitleysu að henn
ar sögn. Verslanir voru opnað
ar sífellt fyrr og á endanum var
farið að hafa opið eftir kvöldmat
á þakkargjörðarhátíðinni sem er
haldin á fimmtudeginum. „Eitt
árið fóru gestir úr matarboði
hjá okkur á þakkargjörðarhátíð
inni beint út að versla. Tveimur
tímum síðar hringdu þau í mig
og tilkynntu að þau væru ekki
einu sinni nálægt verslunarmið
stöðinni, slíkt væri umferðar
öngþveitið. Þetta brjálæði náði
hápunkti einhvern tímann fyrir
hrun. Sem betur fer eru nokkur
fyrirtæki fjölskylduvænni í dag
og auglýsa að þau ætli að gefa
starfsfólki frí þennan dag til
þess að njóta hátíðarinnar.“
Þróunin ytra virðist að sögn
Önnu Maríu stefna í „Black Nov
ember“ því mörg fyrirtæki eru
farin að auglýsa tilboð í byrj
un mánaðarins. „Skoðun mín
er líka sú að með tilkomu nets
ins og þróun verslunar þar hefur
þessi dagur færst mikið yfir á
mánudaginn eftir helgina eða á
„Cyber Monday“ eins og hann er
kallaður.“
TEKUR ÞVÍ RÓLEGA
Dæmigerður Svartur föstudag
ur hjá fjölskyldunni verður því
með rólegra móti hjá henni. „Frá
og með þakkargjörðardeginum
byrjar jólaösin og við forðumst
verslunarmiðstöðvar eins og
heitan eldinn. Í ár vorum við með
rúmlega 30 manns í mat á þakk
argjörðardaginn. Í dag, föstu
dag, ætlum við hins vegar bara
að vera heima í rólegheitunum.
Við erum með gesti frá Íslandi
þannig að ef við kíkjum út verð
ur það ekki til að versla heldur
frekar til að kíkja niður í miðbæ
og fá okkur heitt súkkulaði. Í
raun svipar þessum degi til Þor
láksmessu heima á Íslandi. Hver
veit nema við bökum svo pipar
kökur í kvöld.“
Mér er minnisstæðast að sjá fullorðið fólk
ryðjast inn í verslanir og þrífa til sín það sem
það hafði haft augastað á. Fyrirgangurinn var slíkur að
aldrei hef ég orðið vitni að öðru eins. Eitt augnablik
hugsar maður: Er ég að missa af einhverju?
Anna María Kárdal
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Mikil læti eru jafnan í stórum verslunum og verslunarmiðstöðvum í Bandaríkjunum á Svarta föstudeginum.
Anna María Kárdal hefur búið í Banda
ríkjunum í 25 ár. Hún tekur því yfirleitt
rólega á Svarta föstudeginum.
ALDREI ORÐIÐ VITNI AÐ ÖÐRU EINS
Hamagangurinn er mikill í stærri verslunum og verslunarmiðstöðvum í Bandaríkjunum í dag þegar Svarti föstudagurinn
(e. Black Friday) er haldinn. Anna María hefur búið í Bandaríkjunum í 25 ár en tekur því yfirleitt rólega þennan daginn.
Styrktarþjálfun er ekki bara góð
fyrir vöðva heldur getur hún dregið
úr heilabilun hjá eldra fólki. Þetta
kemur fram í rannsókn sem gerð
var við háskólann í Sydney. Eitt
hundrað konur og karlar á aldrin
um 55 til 68 ára tóku þátt í rann
sókninni. Allt þetta fólk hafði væga
skerðingu á minni og var í mikilli
hættu á að fá heilabilun eða Alz
heimer sjúkdóminn. Teygjuæfing
ar gera ekki sama gagn fyrir heil
ann.
Þeim sem tóku þátt í rannsókn
inni var deilt í fjóra hópa. Einn hóp
urinn var í styrktarþjálfun undir
stjórn þjálfara, annar hópurinn
gerði sitjandi teygjuæfingar, sá
þriðji fékk þrautir á tölvu og síðasti
hópurinn horfði á heimildarmynd
og þurfti að svara spurningum um
myndina eftir að sýningu lauk.
Hópurinn sem gerði styrktar
æfingar með lóðum sýndi umtals
verða breytingu á starfsemi heil
ans. Gerð voru ýmis próf og verk
efni meðfram æfingum. Þeir sem
lyftu lóðum tvisvar í viku sýndu
miklar framfarir auk þess sem
þeir urðu að sjálfsögðu sterkari.
Reglulegar æfingar með lóðum
eru greinilega mjög góðar, ekki
bara fyrir bein og vöðva, heldur
einnig fyrir heilann. Einn vísinda
mannanna sem unnu við rannsókn
ina segist ekki geta svarað hvers
vegna styrktarþjálfun sé svona góð
fyrir heilann en það sé ástæða til
að rannsaka það betur.
Rannsóknir sem gerðar hafa
verið í Kanada og í Svíþjóð á lík
amsrækt og hreyfingu eldra fólks
sýna allar jákvæða niðurstöðu hjá
þeim sem hreyfa sig. Ekki bara lík
amlega heldur einnig andlega.
Vísindamenn við Karolinska í
Svíþjóð hafa sýnt fram á að hreyf
ing eins og hjólreiðar, sund, göng
ur bæta heilsu eldra fólks til muna.
Hreyfing eykur blóðflæði til heil
ans og eykur kraft líkamsstarfsem
innar. Eldra fólk sem hreyfir sig
býr þess vegna við mun meiri lífs
gæði en þeir sem hreyfa sig ekkert.
STYRKTARÞJÁLFUN
GÓÐ FYRIR HEILANN
Möguleikinn á því að stöðva eða hægja á heilabilun er mun meiri ef
fólk lyftir lóðum í stað þess að gera hugrænar æfingar, samkvæmt því
sem fram kemur í nýrri ástralskri rannsókn. Þjálfun gerir heilanum gott.
Eldra fólk ætti að
stunda styrktar
æfingar að minnsta
kosti tvisvar í viku.
Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook
Svartur
föstudagur
af öllum kjólum og
skokkum í dag
Opið
virka daga
kl. 11–18
laugardaga
kl. 11-15
30%
afsláttur
2 5 . N Ó V E M B E R 2 0 1 6 F Ö S T U D A G U R4 F Ó L K ∙ K Y N N I N G A R B L A Ð ∙ X X X X X X X XF Ó L K ∙ I ∙ L Í F S S T Í L L
2
5
-1
1
-2
0
1
6
0
4
:2
5
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
4
9
K
_
N
Ý.
p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
B
6
D
-4
3
C
C
1
B
6
D
-4
2
9
0
1
B
6
D
-4
1
5
4
1
B
6
D
-4
0
1
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
1
0
4
s
_
2
4
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K