Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 2016næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2526272829301
    2345678
    9101112131415
    16171819202122
    23242526272829
    303112345

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.10.2016, Blaðsíða 2
Veður Suðaustan 10-23 m/s, hvassast við suð- vestur- og vesturströndina. Skúrir um landið sunnan- og vestanvert, en fer að rigna þegar líður á daginn. Skýjað með köflum og þurrt að mestu um landið norðaustanvert. sjá síðu 22 samfélag Meira en tvöfalt fleiri foreldrar hafa verið sviptir for- sjá barna sinna á síðustu tveimur árum en árin þar á undan. Barna- verndarnefndir hafa stóraukið kröfu sína um sviptingu forsjár fyrir dómi en stórt stökk má sjá í tölum Barnaverndarstofu árið 2014 sem heldur áfram árið 2015. Bráðabirgðatölur fyrir 2016 benda til að þessi fjölgun haldi áfram. Frá 2004 til 2013 kröfðust barnaverndarnefndir þess að for- eldrar væru sviptir forsjá tæplega þrettán barna á ári að meðaltali. Á því tímabili var að hámarki krafist forsjársviptingar vegna sautján barna. Árið 2014 var hins vegar krafist forsjársviptingar yfir 34 börnum og árið 2015 yfir 33 börnum. Fyrstu sex mánuði þessa árs kröfðust barnaverndarnefndir forsjársvipt- ingar yfir 14 börnum sem þykir benda til þess að svipaður fjöldi verði í ár og síðustu tvö ár. Ástæða sviptinganna er oftast vanræksla barna en ekki ofbeldi á heimilum. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir þróun- ina umhugsunarverða. „Ég fæ ekki betur séð en að þessar tölur gefi mjög sterkar vísbendingar um viðhorfsbreytingu innan barna- verndar. Ég held að þolmörkin séu að minnka og menn vilja sjá afdráttarlausa íhlutun í þessi mál.“ Bragi setur jafnframt þá kenn- ingu fram að löggilding Barna- sáttmála Sameinuðu þjóðanna árið 2013 hafi skilað sér í bættu vinnulagi þar sem barnaverndar- starfsmenn séu nú skuldbundnir til að ræða við börn og fá fram þeirra Tvöfalt fleiri kröfur um sviptingu forsjár Barnavernd krafðist þess að foreldrar yrðu sviptir forsjá barna sinna í ríflega tvö- falt meiri mæli á síðasta ári en árin þar á undan. Flest málin tengjast vanrækslu barna. Forstjóri Barnaverndarstofu segir enga einfalda skýringu á fjölguninni. ✿ Krafa Barnaverndar fyrir dómi um forsjársviptingu Heildarfjöldi barna 2011-2016 2011 2012 2013 2014 2015 2016 35 30 25 20 15 10 5 0 17 16 8 34 33 14 * * Bráðabirgðatala fyrstu 6 mánuði árs Á leið vestur á Strandir Kvikmyndatökulið er að koma sér fyrir hér á landi í tengslum við tökur á myndinni Justice League sem fara fram á Djúpavík. Fjöldi fólks tekur þátt í upptökunum og gistir fólkið í húsbílum meðan á verkefninu stendur. Ljósmyndari Fréttablaðsins varð var við bílana þegar þeir héldu í Hvalfjarðar- göngin á leið vestur. Fréttablaðið/Vilhelm NeyteNdamál Neytendastofa hefur lagt 500 þúsund króna sekt á verslunina Grillbúðina fyrir að auglýsa grill á afmælistilboði lengur en heimilt er. Í ákvörðun- inni kemur fram að Grillbúðin hafi boðið grillin á lækkuðu verði í að minnsta kosti níu vikur. Þegar vara hefur verið auglýst á tilboði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboðsverði. Neytendastofa segir að auk þess að brjóta gegn reglum sem gilda um útsölur og aðra sölu þar sem selt er á lækkuðu verði, hafi Grill- búðin jafnframt brotið gegn eldri ákvörðun Neytendastofu frá árinu 2012. – jhh Tilboðið var auglýst of lengi sjónarmið í öllum málum er varða þau. Þó sé ekki hægt að líta fram hjá því að starfsfólk barnaverndar kvarti undan vinnuálagi sem Bragi óttast að þýði minni tíma til stuðn- ingsúrræða barnaverndar áður en gripið er til þess neyðarúrræðis sem svipting forsjár er. „Ég verð að játa að mér finnst þessi fjölgun ganga þvert gegn markmiðum barnaverndar sem er að varðveita fjölskylduna og efla foreldrafærni. En svo er hægt að túlka þetta á hinn veginn, að þetta sé vísbending um að barnaverndar- kerfið sé að vakna upp af vondum dvala. Menn séu hreinlega ekki til- búnir að horfa lengur upp á að mál malli í kerfinu í áraraðir.“ – snæ alÞINgI Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokk- arnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þing- störfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árna- son. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosn- inga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minni- hlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þing- inu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna laga- skyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á mögu- leika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallar- reglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sam- bærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ – jóe Árni Páll íhugar að kvarta Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma. Árni Páll Árnason Þegar vara hefur verið auglýst á tilboðsverði í sex vikur er ekki hægt að segja að hún sé á tilboði. Ég held að þol- mörkin séu að minnka og menn vilja sjá afdráttarlausa íhlutun í þessi mál. Bragi Guðbrands- son, forstjóri Barnaverndastofu 5 . o K t ó B e r 2 0 1 6 m I ð V I K u d a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a ð I ð 0 5 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A C F -F C F 4 1 A C F -F B B 8 1 A C F -F A 7 C 1 A C F -F 9 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 4 _ 1 0 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 235. tölublað (05.10.2016)
https://timarit.is/issue/390102

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

235. tölublað (05.10.2016)

Aðgerðir: