Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 18.11.2016, Blaðsíða 2
Veður Norðan 13-20 og snjókoma eða él um landið norðanvert, en bjart með köflum og þurrt að kalla sunnan til. Hægari og norðvestlægari seinnipartinn og dregur úr ofankomu um tíma, einkum á Norð- austurlandi. sjá síðu 28 GRILL OG GARÐHÚSGÖGN SEM ENDAST Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 HÁGÆÐA JÓLALJÓS LED Mikið úrval vandaðra LED útisería fyrir fyrirtæki, húsfélög og heimiliFrá Svíþjóð Opið virka daga kl. 11-18 og laugardaga frá 26. nóv. Grillbúðingrillbudin.is VELDU SEM END AST OG ÞÚ SPARA R JÓLAL JÓS Viðskipti Hagar hafa undirritað samning um kaup á öllum hlutum í Lyfju af Ríkissjóði. Kaupsamningur- inn var undirritaður í kjölfar við- ræðna um tilboð Haga í opnu sölu- ferli sem Fyrirtækjaráðgjöf Virðingar annaðist fyrir hönd seljanda. Heildarverðmæti Lyfju er um 6,7 milljarðar króna, að því er fram kemur í tilkynningu. Verðmat Haga er byggt á ársreikningum félagsins undanfarin ár og rauntölum rekstrar fyrstu níu mánaða ársins 2016. Lyfja rekur samtals 39 apótek, útibú og verslanir undir merkjum Lyfju, Apóteksins og Heilsuhússins og var heildarvelta fyrirtækisins um níu milljarðar króna á síðasta ári. Kaupsamningurinn var undirrit- aður með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Ef þeir fyrir- varar ganga eftir má gera ráð fyrir því að gengið verði frá viðskiptunum fyrir fyrsta júlí á næsta ári. – þea Hagar kaupa allt hlutafé í Lyfju efnahagsmál Samtök atvinnu- lífsins kalla eftir því að stjórnvöld taki upp viðræður við Seðlabank- ann um að lækka vexti. Hannes G. Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri SA, segir í grein á vef samtakanna að gengi krón- unnar fari að óbreyttu hækk- andi þar til komið verði í óefni. Ný ríkisstjórn verði að taka mið af þenslunni í efnahagslífinu og tryggja frið á vinnumarkaði. Meðal þess sem samtökin telja mikilvægt er að lækka trygginga- gjald, hafna launahækkunum kjara ráðs og jafna lífeyrisrétt- indi. – hh Hafa áhyggjur af frekari hækkun Viðskipti „Eimskip heldur áfram að skila góðum árangri og þetta er besti þriðji ársfjórðungur í rekstri félagsins frá árinu 2009 hvað varðar rekstrartekjur, EBITDA, EBIT og hagnað,“ segir Gylfi Sig- fússon, forstjóri Eimskips. Upp- gjör félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins var birt í gær. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu 134,1 milljón evra, eða 16,2 millj- örðum, á fyrstu níu mánuðum ársins og jukust um 4,3 milljónir evra (520 milljónir króna) á milli ára. EBITDA nam 17,8 milljónum evra (2,2 milljörðum) og hækk- a ð i u m 1 , 4 milljónir evra (169 millj- ónir króna) eða 8,6%. – jhh Besti árangur í mörg ár akureyri Börn á Akureyri fædd í apríl árið 2015 gætu fengið leik- skólapláss í ágúst á næsta ári, þá rúmlega tveggja ára gömul. Fullt er hjá öllum dagforeldrum bæjarins og foreldrar standa því ráðalausir og launalausir heima við og komast ekki til vinnu þegar fæðingarorlofi lýkur. Akureyrarbær skuldbindur sig til þess að taka öll börn inn á leik- skóla á öðru ári þeirra. Ljóst er sam- kvæmt þessu að bærinn stendur ekki við skuldbindingar sínar gagnvart íbúum bæjarins. „Þetta er vandi sem kemur í sveiflum. Við höfum verið að skoða þetta innan bæjarkerfisins. Við sjáum vandann og við þurfum að vega og meta hvað sé best að gera til að mæta þörfum íbúa,“ segir Guðmundur Baldvin Guðmundsson, formaður bæjarráðs Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum frá Akureyrarbæ var öllum börnum sem fædd eru frá janúar til mars árið 2015 boðið pláss á leikskóla nú í haust. Þau börn sem fædd eru síðar komast ekki á leikskóla fyrr en haustið 2017 nema að pláss losni af öðrum ástæðum fyrr. Mikil óánægja er meðal foreldra sem aðeins fá níu mánaða fæðingaror- lof, að annað foreldrið þurfi að vera heima við í langan tíma launalaust á meðan beðið er eftir plássi. Guðmundur Baldvin segir leik- skólaplássið ekki vera sprungið. „Plássið er til staðar. Þetta er hins vegar spurning um fjármagnið sem veitt er í málaflokkinn. En það eru sveiflur í þessu og við þurfum að vega og meta hvað er best að gera í stöðunni.“ Þórunn Anna Elíasdóttir, móðir barns sem fætt er 2015, segir stöðuna óásættanlega. „Þessa stöðu er ekki hægt að sætta sig við til lengdar. Ég hef óskað eftir fundi með formanni bæjarráðs og bæjarstjóra vegna málsins. Margir foreldrar eru áhyggjufullir þar sem þetta gæti haft mikil neikvæð áhrif á heimilisbókhaldið hjá mörgum fjölskyldum,“ segir Þórunn Anna. Miklar breytingar eru áform- aðar í leikskólamálum á Akureyri á næstu misserum. Loka á tveimur rótgrónum leikskólum í bænum og stendur til að byggja nýjan leik- skóla við Glerárskóla norðarlega í bænum. sveinn@frettabladid.is Einungis lítill hluti barna fær leikskólavist Ekki náðist að taka inn á leikskóla Akureyrar nema brot af 2015 árganginum í haust. Börn fædd í apríl 2015 verða næstum tveggja og hálfs árs þegar þau loks komast inn í menntastofnun. Pláss til segir formaður bæjarráðs en peninga skorti. Foreldrar á Akureyri standa ráðalausir og launalausir heima því að ekki er pláss hjá dagforeldrum. Formaður bæjarráðs segir skorta fjármagn. FréttAblAðið/Auðunn Þórunn Anna Elíasdóttir, íbúi á Akureyri Guðmundur baldvin Guðmundsson Gylfi Sigfússon Það er stundum sagt að jólin séu hátíð kaupmannsins. Það er satt að því leyti að hjá flestum þeirra er desember veltuhæsti mánuður ársins. Í gær var verið að undirbúa verslunina Cintamani í Bankastræti fyrir jólaösina. FréttAblAðið/EPA  Undirbúningur fyrir jólaösina Samtök atvinnulífsins telja mikilvægt að lækka tryggingagjald, hafna hækk- unum kjararáðs og jafna lífeyrisréttindin. 1 8 . n ó V e m b e r 2 0 1 6 f Ö s t u D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 6 0 4 :2 9 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 5 4 -E F 2 4 1 B 5 4 -E D E 8 1 B 5 4 -E C A C 1 B 5 4 -E B 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.